Besti og lélegasti keppandinn á Vetrarólympíuleikunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. febrúar 2018 10:30 Swaney skemmtir sér hér konunglega í brautinni. vísir/ap Hin bandaríska Elizabeth Swaney er ein af óvæntu stjörnunum á Vetrarólympíuleikunum. Ástæðan er sú að hún gerði nákvæmlega ekki neitt í sinni grein sem þó gengur út á að sýna alls konar listir. Swaney keppir í half pipe freestyle á skíðum. Sama braut og keppt er á snjóbrettum en á skíðum. Þá nýta keppendur brautina til þess að stökkva hátt í loft, snúa sér og heilla áhorfendur. Swaney aftur á móti bara renndi sér niður brautina. Óhætt er að segja að áhorfendur hafi orðið mjög hissa er þeir sáu hana keppa. En hvernig í ósköpunum kemst keppandi sem augljóslega getur ekki neitt í íþróttinni á leikana? Swaney nýtti sér glufu í reglunum til þess að koma sér til PyeongChang. Hún er bandarísk en keppti fyrir Ungverjaland. Hún getur það þar sem afi hennar og amma eru frá Ungverjalandi. Það er kvóti á keppendum í þessari grein eins og fleirum. Ungverjar eru ekki að æfa þessa grein og Swaney sá tækifæri til þess að lauma sér inn á leikana bakdyramegin. Hún kemur af ríku fólki og nýtti fjárráð sín til þess að keppa út um allan heim og safna sér nægum FIS-stigum til þess að komast inn á leikana. Á hverju móti passaði hún bara að detta ekki. Renndi sér örugglega fram og til baka. Engir stælar og með því tókst henni að safna þeim stigum sem hún þurfti að fá.Margir fagna þessu en aðrir eru brjálaðir að hægt sé að komast á Ólympíuleikana með því einu að eiga næga peninga og renna sér svo niður brekku eins og smákrakki. Swaney uppfyllti draum sinn að komast á Ólympíuleika og þó svo hún hafi komist þangað þá tók hún engar áhættur er þangað var komið þó svo engu væri að tapa. Hún bara renndi sér kurteislega niður brautina heimsbyggðinni til mikillar undrunar.Á flugi? Ég veit það nú ekki en þetta voru mestu tilþrifin sem Swaney bauð upp á.vísir/ap Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ Sjá meira
Hin bandaríska Elizabeth Swaney er ein af óvæntu stjörnunum á Vetrarólympíuleikunum. Ástæðan er sú að hún gerði nákvæmlega ekki neitt í sinni grein sem þó gengur út á að sýna alls konar listir. Swaney keppir í half pipe freestyle á skíðum. Sama braut og keppt er á snjóbrettum en á skíðum. Þá nýta keppendur brautina til þess að stökkva hátt í loft, snúa sér og heilla áhorfendur. Swaney aftur á móti bara renndi sér niður brautina. Óhætt er að segja að áhorfendur hafi orðið mjög hissa er þeir sáu hana keppa. En hvernig í ósköpunum kemst keppandi sem augljóslega getur ekki neitt í íþróttinni á leikana? Swaney nýtti sér glufu í reglunum til þess að koma sér til PyeongChang. Hún er bandarísk en keppti fyrir Ungverjaland. Hún getur það þar sem afi hennar og amma eru frá Ungverjalandi. Það er kvóti á keppendum í þessari grein eins og fleirum. Ungverjar eru ekki að æfa þessa grein og Swaney sá tækifæri til þess að lauma sér inn á leikana bakdyramegin. Hún kemur af ríku fólki og nýtti fjárráð sín til þess að keppa út um allan heim og safna sér nægum FIS-stigum til þess að komast inn á leikana. Á hverju móti passaði hún bara að detta ekki. Renndi sér örugglega fram og til baka. Engir stælar og með því tókst henni að safna þeim stigum sem hún þurfti að fá.Margir fagna þessu en aðrir eru brjálaðir að hægt sé að komast á Ólympíuleikana með því einu að eiga næga peninga og renna sér svo niður brekku eins og smákrakki. Swaney uppfyllti draum sinn að komast á Ólympíuleika og þó svo hún hafi komist þangað þá tók hún engar áhættur er þangað var komið þó svo engu væri að tapa. Hún bara renndi sér kurteislega niður brautina heimsbyggðinni til mikillar undrunar.Á flugi? Ég veit það nú ekki en þetta voru mestu tilþrifin sem Swaney bauð upp á.vísir/ap
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Þruman skellti í lás og tók forystuna Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir „Verð aldrei trúður“ Sjá meira