Segir að „græni hrákinn“ sé límklessa á vellinum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 14:11 Mikið hefur verið rætt um gervigrasið í Kórnum síðustu daga. Vísir/Vilhelm Páll Halldórsson segir að gervigrasið í Kórnum uppfylli kröfur FIFA. Páll sá um að leggja gervigrasið í Kórnum og sagði í viðtali í Bítinu í dag að það sé ekki rétt að fólk hræki grænu eftir æfingar. Foreldrar barna sem æfa í kórnum gagnrýndu í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina að heilbrigðiseftirlit Garðabæjar og Kópavogs hafi ekki tekið sýni í Kórnum vegna kvartana þeirra undan grænu smáu gúmmíryki sem kemur úr gervigrasinu sem nýlega var lagt í íþróttahöllinni.Sjá einnig: Taka börnin úr íþróttum út af grænu gúmmíryki „Þetta getur ekki verið heilbrigt fyrir börn að anda þessu að sér. Maður finnur alveg þegar maður kemur hér inn að það er megn stækja,“ sagði Björn Ásbjörnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina en hann er faðir barna sem eru í skólaíþróttum á grasinu. Ærumeiðingar og rangfærslur Foreldrar barna sem æfa með HK eða eru í Hörðuvallaskóla hafa deilt myndum á Facebook, til dæmis af grænum fötum, grænu hári og grænum hráka. Páll er sjálfur með 18 ára reynslu af gervigrasi og er lærður verkfræðingur og segir hann viðtalið við Sveinbjörn Arnaldsson í Bítinu í gær hafi verið fullt af rangfærslum og ærumeiðingum. Sveinn gagnrýndi þar gervigrasið í Kórnum harðlega. „Þetta er bara tímaskekkja því miður og þetta gervigras er bara óvandað og í rauninni úrelt,“ sagði Sveinbjörn um grasið í Kórnum. Sagði hann að Kópavogsbær hafi hvorki valið bestu gæðin eða besta verðið þegar tekin var ákvörðun um útboðið vegna Kórsins. „Þetta er auðvitað gúmmíryk og þetta inniheldur aragrúa af hættulegum efnum, þetta er alls ekki hollt,“ sagði Sveinbjörn meðal annars í viðtalinu.Grænt gúmmíryk hefur verið áberandi síðan nýtt gervigras var lagt í Kórnum um áramót.Vísir/HannaDýrasta efni sem hægt er að fá „Efnið sem hann vitnar í, þetta gráa efni, það er sama efnafræðiformúla og er í Kórnum, ÍR vellinum, Fram vellinum, Víkings vellinum,“ segir Páll. Hann segir að það efni uppfylli allar kröfur. Hann segir að mikil histería varðandi dekkjakurl hafi orðið til þess að ákveðið var að skipta um gervigras á mörgum völlum. Það hafi nú verið gefið út af Evrópusambandinu að dekkjakurlið sé í lagi sem innfyllingarefni en Ísland hafi tekið þá ákvörðun að nota það ekki. „Þetta græna efni í Kórnum er það dýrasta sem hægt er að fá. Það uppfyllir leikfangastaðla og uppfyllir sömu staðla og leikföng sem börn eru með uppi í sér þannig að þetta er ekkert hættulegt.“Notuðu grænt límPáll segir að aðstæðurnar í Kórnum séu mjög sérstakar, mikið af efninu sé á staðnum vegna álagsins á vellina . Kópavogsbær hafi valið þetta efni vegna þeirra sýninga og tónleika sem haldnir eru í Kórnum en þá er lagt gólf yfir grasið. „Einhverjir leikmenn eru búnir að anda þessu að sér og hrækja, eins og margir fótboltaiðkendur gera, og það hefur farið á hlaupabrautina og það kemur grænt slím á völlinn, sem lítur ekki vel út," sagði Birna Guðmundsdóttir, móðir barna sem æfa fótbolta með HK, í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina og var þá sýnd mynd af grænni klessu. Páll segir ekki rétt að íþróttaiðkendur hræki grænu eftir æfingar á gervigrasinu. „Þetta sýnir á hvaða stigi þessi umræða er. Þessi umrædda hráka er límklessa frá því grasið var lagt, við notum grænt lím.“Páll segir að græna gúmmírykið sé ekki skaðlegt börnum.Vísir/HannaMyndi ekki sjást á útivelliPáll segir ekki rétt að það sé grænt ryk í loftinu núna. „Þetta er nýlagður völlur og ef að Sveinbjörn hefði nægilega þekkingu og hefði einhvern tíman lagt völl þá myndi hann vita að það er eðlilegt að það taki tíma fyrir grasið að jafna sig.“ Völlurinn var kláraður á milli jóla og nýárs en Páll segir að þann 5. janúar hafi verið hafist handa við að skoða þau vandamál sem væru til staðar. „Ef þetta væri útivöllur þá myndi maður ekki sjá þetta.“ Páll segir að verið sé að vinna í málinu, meðal annars með því að ryksuga gervigrasið. Aðspurður hvort það sé hollt að anda þessu ryki að sér svarar Páll: „Auðvitað er ekki hollt að anda að sér neinu ryki ef það er í einhverju miklu magni. Það er bara ekki staðreyndin þarna, þetta er ekki mikið magn, þetta er áberandi magn.“Vænir menn um óheiðarleikaPáll segir að hiti undir grasinu og annað valdi því að græna efnið sé áberandi á skóm og fötum, þó oftar sé það rafmagnað við gerviefni. Hann hafnar þeirri staðhæfingu Sveinbjörns í Bítinu í gær að útboðið hafi verið hannað fyrir grasið sem Páll býður upp á. Sveinbjörn sagði í viðtalinu í Bítinu að Páll hefði líklega tengsl við ráðgjafana sem hefðu séð um útboðið fyrir Kópavogsbæ. „Þetta hljómar eins og spilling.“ Páll þvertekur fyrir þetta og benti hann á að Sveinbjörn hafi sjálfur tekið þátt í útboðinu fyrir gervigrasvellið í Kórnum en ekki fengið verkefnið, hugsanlega þar sem hann væri ekki með gras sem vottað væri af FIFA. „Þetta eru bara mannorðsmeiðandi ummæli og hann er að væna menn eins og þessar verkfræðistofur um óheiðarleika.“Viðtalið við Pál má hlusta á í heild sinni hér að neðan: Tengdar fréttir Taka börnin úr íþróttum út af grænu gúmmíryki Grænt gúmmíryk sem sest í fatnað, hár og jafnvel ofan í öndunarfæri kemur úr nýju gervigrasi í Kórnum. Foreldrar barna sem stunda íþróttir á grasinu vilja að vellinum verði lokað þar til heilbrigðiseftirlitið hefur gert úttekt. Kópavogsbær leitar leiða til að leysa málið. 17. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Páll Halldórsson segir að gervigrasið í Kórnum uppfylli kröfur FIFA. Páll sá um að leggja gervigrasið í Kórnum og sagði í viðtali í Bítinu í dag að það sé ekki rétt að fólk hræki grænu eftir æfingar. Foreldrar barna sem æfa í kórnum gagnrýndu í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina að heilbrigðiseftirlit Garðabæjar og Kópavogs hafi ekki tekið sýni í Kórnum vegna kvartana þeirra undan grænu smáu gúmmíryki sem kemur úr gervigrasinu sem nýlega var lagt í íþróttahöllinni.Sjá einnig: Taka börnin úr íþróttum út af grænu gúmmíryki „Þetta getur ekki verið heilbrigt fyrir börn að anda þessu að sér. Maður finnur alveg þegar maður kemur hér inn að það er megn stækja,“ sagði Björn Ásbjörnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina en hann er faðir barna sem eru í skólaíþróttum á grasinu. Ærumeiðingar og rangfærslur Foreldrar barna sem æfa með HK eða eru í Hörðuvallaskóla hafa deilt myndum á Facebook, til dæmis af grænum fötum, grænu hári og grænum hráka. Páll er sjálfur með 18 ára reynslu af gervigrasi og er lærður verkfræðingur og segir hann viðtalið við Sveinbjörn Arnaldsson í Bítinu í gær hafi verið fullt af rangfærslum og ærumeiðingum. Sveinn gagnrýndi þar gervigrasið í Kórnum harðlega. „Þetta er bara tímaskekkja því miður og þetta gervigras er bara óvandað og í rauninni úrelt,“ sagði Sveinbjörn um grasið í Kórnum. Sagði hann að Kópavogsbær hafi hvorki valið bestu gæðin eða besta verðið þegar tekin var ákvörðun um útboðið vegna Kórsins. „Þetta er auðvitað gúmmíryk og þetta inniheldur aragrúa af hættulegum efnum, þetta er alls ekki hollt,“ sagði Sveinbjörn meðal annars í viðtalinu.Grænt gúmmíryk hefur verið áberandi síðan nýtt gervigras var lagt í Kórnum um áramót.Vísir/HannaDýrasta efni sem hægt er að fá „Efnið sem hann vitnar í, þetta gráa efni, það er sama efnafræðiformúla og er í Kórnum, ÍR vellinum, Fram vellinum, Víkings vellinum,“ segir Páll. Hann segir að það efni uppfylli allar kröfur. Hann segir að mikil histería varðandi dekkjakurl hafi orðið til þess að ákveðið var að skipta um gervigras á mörgum völlum. Það hafi nú verið gefið út af Evrópusambandinu að dekkjakurlið sé í lagi sem innfyllingarefni en Ísland hafi tekið þá ákvörðun að nota það ekki. „Þetta græna efni í Kórnum er það dýrasta sem hægt er að fá. Það uppfyllir leikfangastaðla og uppfyllir sömu staðla og leikföng sem börn eru með uppi í sér þannig að þetta er ekkert hættulegt.“Notuðu grænt límPáll segir að aðstæðurnar í Kórnum séu mjög sérstakar, mikið af efninu sé á staðnum vegna álagsins á vellina . Kópavogsbær hafi valið þetta efni vegna þeirra sýninga og tónleika sem haldnir eru í Kórnum en þá er lagt gólf yfir grasið. „Einhverjir leikmenn eru búnir að anda þessu að sér og hrækja, eins og margir fótboltaiðkendur gera, og það hefur farið á hlaupabrautina og það kemur grænt slím á völlinn, sem lítur ekki vel út," sagði Birna Guðmundsdóttir, móðir barna sem æfa fótbolta með HK, í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina og var þá sýnd mynd af grænni klessu. Páll segir ekki rétt að íþróttaiðkendur hræki grænu eftir æfingar á gervigrasinu. „Þetta sýnir á hvaða stigi þessi umræða er. Þessi umrædda hráka er límklessa frá því grasið var lagt, við notum grænt lím.“Páll segir að græna gúmmírykið sé ekki skaðlegt börnum.Vísir/HannaMyndi ekki sjást á útivelliPáll segir ekki rétt að það sé grænt ryk í loftinu núna. „Þetta er nýlagður völlur og ef að Sveinbjörn hefði nægilega þekkingu og hefði einhvern tíman lagt völl þá myndi hann vita að það er eðlilegt að það taki tíma fyrir grasið að jafna sig.“ Völlurinn var kláraður á milli jóla og nýárs en Páll segir að þann 5. janúar hafi verið hafist handa við að skoða þau vandamál sem væru til staðar. „Ef þetta væri útivöllur þá myndi maður ekki sjá þetta.“ Páll segir að verið sé að vinna í málinu, meðal annars með því að ryksuga gervigrasið. Aðspurður hvort það sé hollt að anda þessu ryki að sér svarar Páll: „Auðvitað er ekki hollt að anda að sér neinu ryki ef það er í einhverju miklu magni. Það er bara ekki staðreyndin þarna, þetta er ekki mikið magn, þetta er áberandi magn.“Vænir menn um óheiðarleikaPáll segir að hiti undir grasinu og annað valdi því að græna efnið sé áberandi á skóm og fötum, þó oftar sé það rafmagnað við gerviefni. Hann hafnar þeirri staðhæfingu Sveinbjörns í Bítinu í gær að útboðið hafi verið hannað fyrir grasið sem Páll býður upp á. Sveinbjörn sagði í viðtalinu í Bítinu að Páll hefði líklega tengsl við ráðgjafana sem hefðu séð um útboðið fyrir Kópavogsbæ. „Þetta hljómar eins og spilling.“ Páll þvertekur fyrir þetta og benti hann á að Sveinbjörn hafi sjálfur tekið þátt í útboðinu fyrir gervigrasvellið í Kórnum en ekki fengið verkefnið, hugsanlega þar sem hann væri ekki með gras sem vottað væri af FIFA. „Þetta eru bara mannorðsmeiðandi ummæli og hann er að væna menn eins og þessar verkfræðistofur um óheiðarleika.“Viðtalið við Pál má hlusta á í heild sinni hér að neðan:
Tengdar fréttir Taka börnin úr íþróttum út af grænu gúmmíryki Grænt gúmmíryk sem sest í fatnað, hár og jafnvel ofan í öndunarfæri kemur úr nýju gervigrasi í Kórnum. Foreldrar barna sem stunda íþróttir á grasinu vilja að vellinum verði lokað þar til heilbrigðiseftirlitið hefur gert úttekt. Kópavogsbær leitar leiða til að leysa málið. 17. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Taka börnin úr íþróttum út af grænu gúmmíryki Grænt gúmmíryk sem sest í fatnað, hár og jafnvel ofan í öndunarfæri kemur úr nýju gervigrasi í Kórnum. Foreldrar barna sem stunda íþróttir á grasinu vilja að vellinum verði lokað þar til heilbrigðiseftirlitið hefur gert úttekt. Kópavogsbær leitar leiða til að leysa málið. 17. febrúar 2018 19:00