Öryggisvörður talinn hafa aðstoðað við innbrot í gagnaver Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2018 20:15 Starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar er talinn hafa aðstoðað þjófa við að athafna sig þegar þeir brutust inn í gagnaver Advania í síðasta mánuði. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld og var staðfest að hluta í tilkynningu frá Öryggismiðstöðinni. Lögregla útilokar ekki að hundruð tölva sem var stolið í þremur gagnaverum hafi verið komið fyrir í ólöglegu gagnaveri hér á landi. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því í dag að tveir íslenskir karlmenn sitji nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við þrjú innbrot í gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í desember og janúar. Um sex hundruð tölvum sem eru sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin var stolið og telur lögregla að verðmæti búnaðarins nemi rúmum tvö hundruð milljónum króna. Advania greindi svo frá því síðdegis að gagnaver fyrirtækisins á Fitjum í Reykjanesbæ hafi verið eitt þeirra sem varð fyrir barðinu á þjófunum. Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri gagnavera Advania, sagði Vísi í dag að innbrotið hefði náðst á öryggismyndavélum á svæðinu.Rekinn en átti „flekklausan“ feril að bakiÍ fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að búnaðurinn hafi ekki komið í leitirnar. Lögreglan útilokar ekki að honum hafi verið komið fyrir í ólöglegu gagnaveri hér á landi. Innbrotin eru rannsökuð sem hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Níu voru handteknir í tengslum við rannsóknina, þar á meðal öryggisvörður hjá Öryggismiðstöðinni en fyrirtækið annast öryggismál fyrir Advania, að sögn RÚV. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en tveimur var sleppt, þar á meðal öryggisverðinum. Í tilkynningu frá Öryggismiðstöðinni í kjölfar fréttar RÚV kom fram að öryggisverðinum hefði verið sagt upp störfum. RÚV hafði þá greint frá því að maðurinn hefði verið settur í ótímabundið leyfi og mál hans væri í ferli hjá fyrirtækinu. Öryggisvörðurinn er sagður hafa unnið fyrir Öryggismiðstöðina um árabil og hafa átt flekklausan feril að baki fram að þessu. „Það er því afar sárt að sjá viðkomandi aðila taka svo alvarlegar og rangar ákvarðanir. Öryggismiðstöðin hefur veitt lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. Mikilvægt er að aðkoma viðkomandi aðila að málinu telst nú upplýst,“ segir í yfirlýsingu Öryggismiðstöðvarinnar. Mikið hefur verið fjallað um Bitcoin nýlega. Gengi rafmyntarinnar hækkaði mikið á seinni hluta síðasta árs en sérfræðingar hafa varað við rafmyntarbólu.Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning Öryggismiðstöðvarinnar barst skömmu eftir að fréttin birtist upphaflega. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Stórfelldur þjófnaður í Borgarnesi óupplýstur Búnaðnum var stolið aðfaranótt 15. desember síðastliðinn. 28. desember 2017 16:00 Innbrotið náðist á mynd í gagnaveri Advania Advania var eitt þeirra fyrirtækja sem urðu fyrir barðinu á þjófum sem brutust inn í gagnaver í desember og janúar. 21. febrúar 2018 17:33 Tugmilljóna tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð í Ásbrú í Reykjanesbæ aðfaranótt 6. desember. 16. desember 2017 11:55 Rannsaka þjófnað á 600 tölvum Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð 21. febrúar 2018 14:42 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Fleiri fréttir Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Sjá meira
Starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar er talinn hafa aðstoðað þjófa við að athafna sig þegar þeir brutust inn í gagnaver Advania í síðasta mánuði. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld og var staðfest að hluta í tilkynningu frá Öryggismiðstöðinni. Lögregla útilokar ekki að hundruð tölva sem var stolið í þremur gagnaverum hafi verið komið fyrir í ólöglegu gagnaveri hér á landi. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því í dag að tveir íslenskir karlmenn sitji nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við þrjú innbrot í gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í desember og janúar. Um sex hundruð tölvum sem eru sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin var stolið og telur lögregla að verðmæti búnaðarins nemi rúmum tvö hundruð milljónum króna. Advania greindi svo frá því síðdegis að gagnaver fyrirtækisins á Fitjum í Reykjanesbæ hafi verið eitt þeirra sem varð fyrir barðinu á þjófunum. Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri gagnavera Advania, sagði Vísi í dag að innbrotið hefði náðst á öryggismyndavélum á svæðinu.Rekinn en átti „flekklausan“ feril að bakiÍ fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að búnaðurinn hafi ekki komið í leitirnar. Lögreglan útilokar ekki að honum hafi verið komið fyrir í ólöglegu gagnaveri hér á landi. Innbrotin eru rannsökuð sem hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Níu voru handteknir í tengslum við rannsóknina, þar á meðal öryggisvörður hjá Öryggismiðstöðinni en fyrirtækið annast öryggismál fyrir Advania, að sögn RÚV. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en tveimur var sleppt, þar á meðal öryggisverðinum. Í tilkynningu frá Öryggismiðstöðinni í kjölfar fréttar RÚV kom fram að öryggisverðinum hefði verið sagt upp störfum. RÚV hafði þá greint frá því að maðurinn hefði verið settur í ótímabundið leyfi og mál hans væri í ferli hjá fyrirtækinu. Öryggisvörðurinn er sagður hafa unnið fyrir Öryggismiðstöðina um árabil og hafa átt flekklausan feril að baki fram að þessu. „Það er því afar sárt að sjá viðkomandi aðila taka svo alvarlegar og rangar ákvarðanir. Öryggismiðstöðin hefur veitt lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. Mikilvægt er að aðkoma viðkomandi aðila að málinu telst nú upplýst,“ segir í yfirlýsingu Öryggismiðstöðvarinnar. Mikið hefur verið fjallað um Bitcoin nýlega. Gengi rafmyntarinnar hækkaði mikið á seinni hluta síðasta árs en sérfræðingar hafa varað við rafmyntarbólu.Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning Öryggismiðstöðvarinnar barst skömmu eftir að fréttin birtist upphaflega.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Stórfelldur þjófnaður í Borgarnesi óupplýstur Búnaðnum var stolið aðfaranótt 15. desember síðastliðinn. 28. desember 2017 16:00 Innbrotið náðist á mynd í gagnaveri Advania Advania var eitt þeirra fyrirtækja sem urðu fyrir barðinu á þjófum sem brutust inn í gagnaver í desember og janúar. 21. febrúar 2018 17:33 Tugmilljóna tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð í Ásbrú í Reykjanesbæ aðfaranótt 6. desember. 16. desember 2017 11:55 Rannsaka þjófnað á 600 tölvum Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð 21. febrúar 2018 14:42 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Fleiri fréttir Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Sjá meira
Stórfelldur þjófnaður í Borgarnesi óupplýstur Búnaðnum var stolið aðfaranótt 15. desember síðastliðinn. 28. desember 2017 16:00
Innbrotið náðist á mynd í gagnaveri Advania Advania var eitt þeirra fyrirtækja sem urðu fyrir barðinu á þjófum sem brutust inn í gagnaver í desember og janúar. 21. febrúar 2018 17:33
Tugmilljóna tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð í Ásbrú í Reykjanesbæ aðfaranótt 6. desember. 16. desember 2017 11:55
Rannsaka þjófnað á 600 tölvum Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð 21. febrúar 2018 14:42