Innlent

Stórfelldur þjófnaður í Borgarnesi óupplýstur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lögregla stöðvaði bílinn á leiðinni út úr Borgarnesi eftir að maðurinn hafði setið að sumbli í Hyrnunni.
Lögregla stöðvaði bílinn á leiðinni út úr Borgarnesi eftir að maðurinn hafði setið að sumbli í Hyrnunni. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Vesturlandi hefur til rannsóknar umfangsmikinn þjófnað á tölvubúnaði í Borgarnesi aðfaranótt 15. desember. Lýst var eftir blárri sendibifreið af gerðinni Volkswagen Transporter viku síðar, 22. desember.

Jónas H. Ottósson, rannsóknarlögreglumaður á Vesturlandi, segir að bifreiðin hafi fundist samdægurs. Tölvubúnaðurinn sé þó enn ófundinn. 

Aðspurður hvort einhver hafi verið handtekinn vegna málsins vill Jónas sem minnst um það segja. Bíllinn verði rannsakaður en öðrum upplýsingum vilji lögregla halda fyrir sig á þessu stigi málsins.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.