Fær ekki tíu milljónir frá HHÍ þrátt fyrir vinningsmiða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. febrúar 2018 15:53 Gunnlaugur Hrannar Jónsson situr uppi tómhentur eftir baráttu fyrir dómstólum. Vísir/Eyþór Gunnlaugur Hrannar Jónsson fær ekki tíu milljónir í vinning frá Happdrætti Háskóla Íslands þrátt fyrir að hafa verið með vinningsmiða. Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu.Málið snerist um að Gunnlaugur keypti þann 23. ágúst 2011 miða í Happdrætti Háskóla Íslands. Var miðinn í áskrift en þann 10. október 2013 komu tíu milljónir á happdrættisnúmer mannsins. HHÍ hafði nokkrum vikum áður gert tilraun til þess að skuldfæra greiðslukort mannsins fyrir útdráttinn í október. Ekki tókst að skuldfæra greiðslukortið þar sem notkun kortsins var komin umfram lánamörk þann mánuðinn. Færðist vinningurinn því yfir á næsta mánuð. Gunnlaugi varð kunnugt um þetta rúmlega ári síðar og gerðu þá kröfu um að HHÍ myndi greiða honum vinninginn. HHÍ hafnaði kröfunni og höfðaði Gunnlaugur því mál á hendur HHÍ. Reisti Gunnlaugur kröfur sínar meðal annars á því að HHÍ hefði haldið áfram að skuldfæra kort hans mánuðina eftir vinningsútdráttinn í október, auk þess sem að HHÍ hefði átt að láta hann vita að ekki hafi tekist að skuldfæra kortið umræddan mánuði. HHÍ var sýknað í héraðsdómi á þeim grundvelli að Gunnlaugi hafi borið að sjá sjálfur um að tryggja að unnt væri að skuldfæra greiðslukortið og að skylda hafi hvílt á honum að tryggja að kort hans væri innan lánamarka.1703 sambærileg tilvik og eitt frávik Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms utan þess að málskostnaður í hérað og Hæstarétti fellur niður. Fyrir Hæstarétti benti lögmaður Gunnlaugs á eitt sambærilegt tilvik þar sem vinningur hafði verið greiddur út þrátt fyrir að ekki hafði verið greitt endurnýjunargjald þegar útdráttur fór fram en fyrir dómi kom fram að 1703 tilvik hafi orðið þar sem vinningur kom á miða sem ekki hafði verið greitt endurnýjunargjald af. Taldi lögmaðurinn því að HHÍ hefði brotið jafnræðisreglu með því að veita honum ekki ekki vinninginn, líkt og gert hafi verið í einu tilfelli. Í dómi Hæstaréttar segir að leggja verði til grundvallar að í þeim 1703 tilvikum, sem eru sambærileg tilviki Gunnlaugs hafi mál verið afgreidd með sama hætti og í hans tilviki að einu frátöldu. Segir einnig að þó það liggi fyrir að HHÍ hafi í eitt skipti mismunað þáttakendum í happdrættinu hafi mál Gunnlaugs verið afgreitt með sambærilegum hætti og við önnur tilvik. „Áfrýjandi getur ekki reist kröfu sína um skaðabætur á því að við úrlausn hans máls verði öðru sinni vikið frá jafnræðissjónarmiðum. Leiðir þessi málsástæða hans því ekki til þess að fallist verði á kröfu hans,“ að því er segir í dómi Hæstaréttar.Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Dómsmál Tengdar fréttir Varð af tíu milljóna króna vinningi í HHÍ Maður sem höfðaði mál gegn Happdrætti Háskóla Íslands eftir að hafa ekki fengið tíu milljón króna vinning sem kom upp á miða í hans eigu sem ekki hafði verið greitt fyrir i tæka tíð, tapaði málinu fyrir Héraðsdóm fyrir helgi. 21. nóvember 2016 15:56 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Gunnlaugur Hrannar Jónsson fær ekki tíu milljónir í vinning frá Happdrætti Háskóla Íslands þrátt fyrir að hafa verið með vinningsmiða. Hæstiréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms í málinu.Málið snerist um að Gunnlaugur keypti þann 23. ágúst 2011 miða í Happdrætti Háskóla Íslands. Var miðinn í áskrift en þann 10. október 2013 komu tíu milljónir á happdrættisnúmer mannsins. HHÍ hafði nokkrum vikum áður gert tilraun til þess að skuldfæra greiðslukort mannsins fyrir útdráttinn í október. Ekki tókst að skuldfæra greiðslukortið þar sem notkun kortsins var komin umfram lánamörk þann mánuðinn. Færðist vinningurinn því yfir á næsta mánuð. Gunnlaugi varð kunnugt um þetta rúmlega ári síðar og gerðu þá kröfu um að HHÍ myndi greiða honum vinninginn. HHÍ hafnaði kröfunni og höfðaði Gunnlaugur því mál á hendur HHÍ. Reisti Gunnlaugur kröfur sínar meðal annars á því að HHÍ hefði haldið áfram að skuldfæra kort hans mánuðina eftir vinningsútdráttinn í október, auk þess sem að HHÍ hefði átt að láta hann vita að ekki hafi tekist að skuldfæra kortið umræddan mánuði. HHÍ var sýknað í héraðsdómi á þeim grundvelli að Gunnlaugi hafi borið að sjá sjálfur um að tryggja að unnt væri að skuldfæra greiðslukortið og að skylda hafi hvílt á honum að tryggja að kort hans væri innan lánamarka.1703 sambærileg tilvik og eitt frávik Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms utan þess að málskostnaður í hérað og Hæstarétti fellur niður. Fyrir Hæstarétti benti lögmaður Gunnlaugs á eitt sambærilegt tilvik þar sem vinningur hafði verið greiddur út þrátt fyrir að ekki hafði verið greitt endurnýjunargjald þegar útdráttur fór fram en fyrir dómi kom fram að 1703 tilvik hafi orðið þar sem vinningur kom á miða sem ekki hafði verið greitt endurnýjunargjald af. Taldi lögmaðurinn því að HHÍ hefði brotið jafnræðisreglu með því að veita honum ekki ekki vinninginn, líkt og gert hafi verið í einu tilfelli. Í dómi Hæstaréttar segir að leggja verði til grundvallar að í þeim 1703 tilvikum, sem eru sambærileg tilviki Gunnlaugs hafi mál verið afgreidd með sama hætti og í hans tilviki að einu frátöldu. Segir einnig að þó það liggi fyrir að HHÍ hafi í eitt skipti mismunað þáttakendum í happdrættinu hafi mál Gunnlaugs verið afgreitt með sambærilegum hætti og við önnur tilvik. „Áfrýjandi getur ekki reist kröfu sína um skaðabætur á því að við úrlausn hans máls verði öðru sinni vikið frá jafnræðissjónarmiðum. Leiðir þessi málsástæða hans því ekki til þess að fallist verði á kröfu hans,“ að því er segir í dómi Hæstaréttar.Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Dómsmál Tengdar fréttir Varð af tíu milljóna króna vinningi í HHÍ Maður sem höfðaði mál gegn Happdrætti Háskóla Íslands eftir að hafa ekki fengið tíu milljón króna vinning sem kom upp á miða í hans eigu sem ekki hafði verið greitt fyrir i tæka tíð, tapaði málinu fyrir Héraðsdóm fyrir helgi. 21. nóvember 2016 15:56 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Varð af tíu milljóna króna vinningi í HHÍ Maður sem höfðaði mál gegn Happdrætti Háskóla Íslands eftir að hafa ekki fengið tíu milljón króna vinning sem kom upp á miða í hans eigu sem ekki hafði verið greitt fyrir i tæka tíð, tapaði málinu fyrir Héraðsdóm fyrir helgi. 21. nóvember 2016 15:56