Fötlunaraktívisti ætlar í formann framkvæmdastjórnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2018 09:41 Inga Björk er 25 ára gamall Borgnesingur. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, fyrrum varaþingmaður Samfylkingarinnar og fötlunaraktívisti, gefur kost á sér í embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ingu Björk. Þar segir að Inga Björk sé 25 ára gömul, Borgnesingur og sjálfstætt starfandi sýningarstjóri. Hún hafi verið virk innan Samfylkingarinnar um langt skeið, átt sæti í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar frá árinu 2015, varaformaður og gjaldkeri Ungra jafnaðarmanna, formaður Samfylkingarfélags Borgarbyggðar og hafi verið 1. varaþingmaður Norðvesturkjördæmis 2016–2017. „Ég vil leggja alla krafta mína til svo flokkurinn geti haldið áfram að stækka og verið burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum. Í framkvæmdastjórn hef ég lagt áherslu á femínísk gildi og vil að flokkurinn stundi virkra sjálfsskoðun þegar kemur að karllægum viðhorfum og starfsháttum. Samfylkingin á að vera flokkur þar sem stjórnmálakonur fá tækifæri og stuðning en staðreyndin er sú að þær starfa styttra en karlar, bæði á þingi og á sveitarstjórnarstigi. Flokkurinn þarf að halda áfram baráttunni gegn kynbundu ofbeldi og þeirri þöggun sem viðgengist hefur innan íslenskra stjórnmála. Ég er stolt af því hvernig tekið hefur verið á málum síðustu misseri í innra starfi flokksins en aldrei má sofna á verðinum. Þá þarf að tryggja að jaðarsettir hópar, svo sem fólk af erlendum uppruna, fólk með fatlanir, hinsegin og kynsegin fólk upplifi sig öruggt og að á þau sé hlustað innan flokksins,“ segir Inga Björk. „Nú þegar flokkurinn hefur styrkt stöðu sína verður að leggja aukna áherslu á að styðja við og efla svæðisfélögin, en Samfylkingin á glæsilega fulltrúa í sveitarstjórnum vítt og breitt um landið. Ungir jafnaðarmenn eru burðarstólpi í starfi Samfylkingarinnar. Tryggja þarf ungu fólki rödd í starfi flokksins og sæti á listum í sveitastjórnar- og Alþingiskosningum.“ Inga Björk segir lágt fylgi meðal ungs fólks vera vandamál sem tækla þurfi á markvissan hátt með sterkum málflutningi kjörinna fulltrúa um hagsmuni ungs fólks og virku starfi Ungra jafnaðarmanna. „Ég hef lagt stóran hluta tíma míns í Samfylkinguna á síðustu árum og er tilbúin til að gera það áfram. Ég óska því eftir stuðningi ykkar á landsfundi dagana 2. –3. mars á Hotel Natura í Reykjavík í embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.“ Stj.mál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, fyrrum varaþingmaður Samfylkingarinnar og fötlunaraktívisti, gefur kost á sér í embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ingu Björk. Þar segir að Inga Björk sé 25 ára gömul, Borgnesingur og sjálfstætt starfandi sýningarstjóri. Hún hafi verið virk innan Samfylkingarinnar um langt skeið, átt sæti í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar frá árinu 2015, varaformaður og gjaldkeri Ungra jafnaðarmanna, formaður Samfylkingarfélags Borgarbyggðar og hafi verið 1. varaþingmaður Norðvesturkjördæmis 2016–2017. „Ég vil leggja alla krafta mína til svo flokkurinn geti haldið áfram að stækka og verið burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum. Í framkvæmdastjórn hef ég lagt áherslu á femínísk gildi og vil að flokkurinn stundi virkra sjálfsskoðun þegar kemur að karllægum viðhorfum og starfsháttum. Samfylkingin á að vera flokkur þar sem stjórnmálakonur fá tækifæri og stuðning en staðreyndin er sú að þær starfa styttra en karlar, bæði á þingi og á sveitarstjórnarstigi. Flokkurinn þarf að halda áfram baráttunni gegn kynbundu ofbeldi og þeirri þöggun sem viðgengist hefur innan íslenskra stjórnmála. Ég er stolt af því hvernig tekið hefur verið á málum síðustu misseri í innra starfi flokksins en aldrei má sofna á verðinum. Þá þarf að tryggja að jaðarsettir hópar, svo sem fólk af erlendum uppruna, fólk með fatlanir, hinsegin og kynsegin fólk upplifi sig öruggt og að á þau sé hlustað innan flokksins,“ segir Inga Björk. „Nú þegar flokkurinn hefur styrkt stöðu sína verður að leggja aukna áherslu á að styðja við og efla svæðisfélögin, en Samfylkingin á glæsilega fulltrúa í sveitarstjórnum vítt og breitt um landið. Ungir jafnaðarmenn eru burðarstólpi í starfi Samfylkingarinnar. Tryggja þarf ungu fólki rödd í starfi flokksins og sæti á listum í sveitastjórnar- og Alþingiskosningum.“ Inga Björk segir lágt fylgi meðal ungs fólks vera vandamál sem tækla þurfi á markvissan hátt með sterkum málflutningi kjörinna fulltrúa um hagsmuni ungs fólks og virku starfi Ungra jafnaðarmanna. „Ég hef lagt stóran hluta tíma míns í Samfylkinguna á síðustu árum og er tilbúin til að gera það áfram. Ég óska því eftir stuðningi ykkar á landsfundi dagana 2. –3. mars á Hotel Natura í Reykjavík í embætti formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.“
Stj.mál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira