„Algjörlega ófyrirgefanlegt og óeðlilegt“ Birgir Olgeirsson skrifar 28. febrúar 2018 13:00 Fötluð kona gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra í gærmorgun. Bílstjórinn fór í kaffi á meðan hún sat ein og yfirgefin í bílnum. Vísir/stefán „Þetta er á allan hátt algjörlega ófyrirgefanlegt og óeðlilegt,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., um mikið fatlaða konu sem gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík í gærmorgun þegar átti að aka henni til vinnu. Greint var fyrst frá málinu í Fréttablaðinu en þar kom fram að bílstjórinn fór heim í kaffipásu þegar uppgötvaðist að konan væri yfirgefin úti í bíl hjá honum. Jóhannes segir að farið hafi verið yfir málið hjá Strætó og segir hann í samtali við Vísi að það sé með öllu óskiljanlegt hvernig svona getur gerst. „Við erum með tæki og tól þar sem farþegar eru stimplaðir inn og svo stimplaðir út. Þetta er fyrir augum bílstjóra meðan þeir eru í akstri, auk þess að þetta er ekki stór bíll,“ segir Jóhannes. Hann segir Strætó hafa útbúið verklagsreglur og viðbragðsferla en í þessu máli var ekki farið eftir verklagsreglum. „En viðbragðið í sjálfu sér sem fór af stað í framhaldinu, það virkar. Það er svona það eina jákvæða, ef hægt er að tala um jákvæða hluti í þessu samhengi, sem við sjáum í þessu.“ Strætó bs. sér um ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík en verktakar sinna akstursþjónustunni. Í Fréttablaðinu kom fram að konan notast við hjólastól, er mjög flogaveik og sögð geta fengið stór flog hvenær sem er. Hún sé af þeim sökum til dæmis aldrei skilin eftir ein og eftirlitslaus í vinnunni. Blessunarlega varð konunni ekki meint af þessari miklu yfirsjón bílstjórans og var henni á endanum komið til vinnu í Lækjarási. Ferðaþjónusta fatlaðra Tengdar fréttir Bílstjórinn gleymdi fatlaðri konu úti í bíl Bílstjóri ferðaþjónustu fatlaðra gleymdi að skutla fatlaðri konu til vinnu og fór heim til sín í kaffi. Á meðan var konan ein og yfirgefin í bílnum. Konan er mikið flogaveik og því aldrei skilin ein eftir. Málið er litið mjög alvarlegum augum. 28. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Þetta er á allan hátt algjörlega ófyrirgefanlegt og óeðlilegt,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., um mikið fatlaða konu sem gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík í gærmorgun þegar átti að aka henni til vinnu. Greint var fyrst frá málinu í Fréttablaðinu en þar kom fram að bílstjórinn fór heim í kaffipásu þegar uppgötvaðist að konan væri yfirgefin úti í bíl hjá honum. Jóhannes segir að farið hafi verið yfir málið hjá Strætó og segir hann í samtali við Vísi að það sé með öllu óskiljanlegt hvernig svona getur gerst. „Við erum með tæki og tól þar sem farþegar eru stimplaðir inn og svo stimplaðir út. Þetta er fyrir augum bílstjóra meðan þeir eru í akstri, auk þess að þetta er ekki stór bíll,“ segir Jóhannes. Hann segir Strætó hafa útbúið verklagsreglur og viðbragðsferla en í þessu máli var ekki farið eftir verklagsreglum. „En viðbragðið í sjálfu sér sem fór af stað í framhaldinu, það virkar. Það er svona það eina jákvæða, ef hægt er að tala um jákvæða hluti í þessu samhengi, sem við sjáum í þessu.“ Strætó bs. sér um ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík en verktakar sinna akstursþjónustunni. Í Fréttablaðinu kom fram að konan notast við hjólastól, er mjög flogaveik og sögð geta fengið stór flog hvenær sem er. Hún sé af þeim sökum til dæmis aldrei skilin eftir ein og eftirlitslaus í vinnunni. Blessunarlega varð konunni ekki meint af þessari miklu yfirsjón bílstjórans og var henni á endanum komið til vinnu í Lækjarási.
Ferðaþjónusta fatlaðra Tengdar fréttir Bílstjórinn gleymdi fatlaðri konu úti í bíl Bílstjóri ferðaþjónustu fatlaðra gleymdi að skutla fatlaðri konu til vinnu og fór heim til sín í kaffi. Á meðan var konan ein og yfirgefin í bílnum. Konan er mikið flogaveik og því aldrei skilin ein eftir. Málið er litið mjög alvarlegum augum. 28. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Bílstjórinn gleymdi fatlaðri konu úti í bíl Bílstjóri ferðaþjónustu fatlaðra gleymdi að skutla fatlaðri konu til vinnu og fór heim til sín í kaffi. Á meðan var konan ein og yfirgefin í bílnum. Konan er mikið flogaveik og því aldrei skilin ein eftir. Málið er litið mjög alvarlegum augum. 28. febrúar 2018 06:00