Formaður kjörstjórnar segir kjörsókn lofa góðu Hersir Aron Ólafsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 10. febrúar 2018 15:30 Formaður kjörstjórnar Samfylkingarinnar þvertekur fyrir að flokkurinn sé í vörn. Vísir/Egill Aðalsteinsson Þátttaka í flokksvali Samfylkingarinnar í borginni hefur farið vel af stað, en kosningin stendur til klukkan 19 í kvöld. Formaður kjörstjórnar segir flokksmenn bjartsýna fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og þvertekur fyrir að flokkurinn sé í vörn í borginni. Kosning hófst á hádegi í gær, en klukkan 11 í morgun höfðu um 1100 flokksmenn tekið þátt. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður kjörstjórnar segir kjörsókn lofa góðu. „Mér sýnist það stefna í að það verði betri þátttaka en síðast enda er keppst um öll sæti nema það fyrsta,“ sagði Sigríður í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Þannig er Dagur B. Eggertsson sitjandi borgarstjóri öruggur í fyrsta sæti á lista. Aftur á móti berjast tveir frambjóðendur um annað sæti, fjórir um þriðja og fjórða sæti hvort um sig, og þrír sækjast eftir 5.-7. sæti. Um árabil hefur verið kosið rafrænt í flokksvalinu, þó einnig sé í boði að kjósa handvirkt.Flokkurinn ekki í vörn „Þetta ýtir tvímælalaust undir þátttöku, því fólk þarf bara að nota rafræn skilríki eða íslykil og í dag þegar fólk er alltaf á fleygiferð segir það sig sjálft að þetta auðveldar fólki. Enda erum við öll orðin svo vön því að nota rafrænar lausnir.“ Kosningunni lýkur klukkan 19 í kvöld, en von er á fyrstu tölum um hálftíma síðar. Sigríður þvertekur fyrir að flokkurinn sé í vörn í borginni. „Ég myndi segja að Samfylkingin sé í sókn því að við erum að fara að uppskera fyrir mjög sterkt kjörtímabil. Við höfum verið þar í forustu og það hefur verið mikil uppbygging í borginni. Það sést líka vel í þessu flokksvali að það er mikið af sterku fólki sem að vill koma og taka þátt í að hafa áhrif á borgina með okkur.“ Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira
Þátttaka í flokksvali Samfylkingarinnar í borginni hefur farið vel af stað, en kosningin stendur til klukkan 19 í kvöld. Formaður kjörstjórnar segir flokksmenn bjartsýna fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar og þvertekur fyrir að flokkurinn sé í vörn í borginni. Kosning hófst á hádegi í gær, en klukkan 11 í morgun höfðu um 1100 flokksmenn tekið þátt. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður kjörstjórnar segir kjörsókn lofa góðu. „Mér sýnist það stefna í að það verði betri þátttaka en síðast enda er keppst um öll sæti nema það fyrsta,“ sagði Sigríður í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Þannig er Dagur B. Eggertsson sitjandi borgarstjóri öruggur í fyrsta sæti á lista. Aftur á móti berjast tveir frambjóðendur um annað sæti, fjórir um þriðja og fjórða sæti hvort um sig, og þrír sækjast eftir 5.-7. sæti. Um árabil hefur verið kosið rafrænt í flokksvalinu, þó einnig sé í boði að kjósa handvirkt.Flokkurinn ekki í vörn „Þetta ýtir tvímælalaust undir þátttöku, því fólk þarf bara að nota rafræn skilríki eða íslykil og í dag þegar fólk er alltaf á fleygiferð segir það sig sjálft að þetta auðveldar fólki. Enda erum við öll orðin svo vön því að nota rafrænar lausnir.“ Kosningunni lýkur klukkan 19 í kvöld, en von er á fyrstu tölum um hálftíma síðar. Sigríður þvertekur fyrir að flokkurinn sé í vörn í borginni. „Ég myndi segja að Samfylkingin sé í sókn því að við erum að fara að uppskera fyrir mjög sterkt kjörtímabil. Við höfum verið þar í forustu og það hefur verið mikil uppbygging í borginni. Það sést líka vel í þessu flokksvali að það er mikið af sterku fólki sem að vill koma og taka þátt í að hafa áhrif á borgina með okkur.“
Mest lesið Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Sjá meira