Segir forneskjuleg viðhorf til hundahalds enn ríkjandi Hersir Aron Ólafsson skrifar 11. febrúar 2018 20:00 Þrengt er að hundaeigendum í framtíðarskipulagi Reykjavíkurborgar. Þetta segir stjórnarmaður í félagi ábyrgra hundaeigenda. Hún segir gamlar kreddur um hundahald enn sitja fastar í mörgum Íslendingum. Félagið stóð fyrir málþingi í Ráðhúsinu í gær þar sem farið var yfir framtíðarsýn í hundaborginni Reykjavík. Þetta er þó rangnefni að mati margra fundarmanna, sem vildu meina að lítið væri gert ráð fyrir hundaeigendum í borgarlandinu. Freyja Kristinsdóttir, dýralæknir og stjórnarmaður í félaginu, segir að þó framfarir hafi víða náðst megi einnig merkja afturför. Þannig sé í tillögum um nýja Vogabyggð ekkert tillit tekið til hundagerðisins við Geirsnef. „Þar er bara gert ráð fyrir að hundasvæðið verði flutt eitthvað annað, t.d. upp á Hólmsheiði. Hins vegar erum við nú þegar með hundasvæði á Hólmsheiði þannig að það er bara verið að taka af okkur Geirsnefið,“ segir Freyja. Hún segir nauðsynlegt að svæði þar sem hundar geti hlaupið frjálsir án taums fái aukinn sess í borgarlandinu, enda geti sambúð fólks og hunda vel farið saman. „Það er þannig víða erlendis, en af einhverjum ástæðum finnst Íslendingum að hundagerði eigi bara að vera þar sem enginn vill vera.“Föst í forneskjulegum hugsunarhætti Freyja telur að sérkennileg viðhorf til hundahalds ráði enn ríkjum meðal margra landsmanna. Þetta sé þó skiljanlegt í ljósi sögunnar. „Hundahald var bannað hér til 1984, svo maður mætir ennþá þessu viðhorfi um að hundar eigi ekki að vera í borg heldur bara í sveit, sem er auðvitað algjör vitleysa,“ segir Freyja. Sabine Leskopf er formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Hún kveðst að mörgu leyti sammála gagnrýninni og telur æskilegt að umræðan um hundahald komist í betri farveg. „Fólk er svolítið mikið í sínum skotgröfum, annað hvort alfarið á móti hundahaldi eða á hunda og finnst við bara ekki komin nógu langt í þessu,“ segir Sabine. Hún samsinnir því að borgin mætti vissulega marka sér heildstæðari stefnu þegar kemur að hundahaldi. „Sú stefna er einfaldlega ekki til, en ég myndi mjög gjarnan vilja halda áfram að vinna í að leiða borgarbúa saman í þessum málaflokki.“ Dýr Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Sjá meira
Þrengt er að hundaeigendum í framtíðarskipulagi Reykjavíkurborgar. Þetta segir stjórnarmaður í félagi ábyrgra hundaeigenda. Hún segir gamlar kreddur um hundahald enn sitja fastar í mörgum Íslendingum. Félagið stóð fyrir málþingi í Ráðhúsinu í gær þar sem farið var yfir framtíðarsýn í hundaborginni Reykjavík. Þetta er þó rangnefni að mati margra fundarmanna, sem vildu meina að lítið væri gert ráð fyrir hundaeigendum í borgarlandinu. Freyja Kristinsdóttir, dýralæknir og stjórnarmaður í félaginu, segir að þó framfarir hafi víða náðst megi einnig merkja afturför. Þannig sé í tillögum um nýja Vogabyggð ekkert tillit tekið til hundagerðisins við Geirsnef. „Þar er bara gert ráð fyrir að hundasvæðið verði flutt eitthvað annað, t.d. upp á Hólmsheiði. Hins vegar erum við nú þegar með hundasvæði á Hólmsheiði þannig að það er bara verið að taka af okkur Geirsnefið,“ segir Freyja. Hún segir nauðsynlegt að svæði þar sem hundar geti hlaupið frjálsir án taums fái aukinn sess í borgarlandinu, enda geti sambúð fólks og hunda vel farið saman. „Það er þannig víða erlendis, en af einhverjum ástæðum finnst Íslendingum að hundagerði eigi bara að vera þar sem enginn vill vera.“Föst í forneskjulegum hugsunarhætti Freyja telur að sérkennileg viðhorf til hundahalds ráði enn ríkjum meðal margra landsmanna. Þetta sé þó skiljanlegt í ljósi sögunnar. „Hundahald var bannað hér til 1984, svo maður mætir ennþá þessu viðhorfi um að hundar eigi ekki að vera í borg heldur bara í sveit, sem er auðvitað algjör vitleysa,“ segir Freyja. Sabine Leskopf er formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Hún kveðst að mörgu leyti sammála gagnrýninni og telur æskilegt að umræðan um hundahald komist í betri farveg. „Fólk er svolítið mikið í sínum skotgröfum, annað hvort alfarið á móti hundahaldi eða á hunda og finnst við bara ekki komin nógu langt í þessu,“ segir Sabine. Hún samsinnir því að borgin mætti vissulega marka sér heildstæðari stefnu þegar kemur að hundahaldi. „Sú stefna er einfaldlega ekki til, en ég myndi mjög gjarnan vilja halda áfram að vinna í að leiða borgarbúa saman í þessum málaflokki.“
Dýr Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Sjá meira