Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni barnaverndar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2018 12:07 Frá blaðamannafundi lögreglunnar vegna innri athugunar á vinnu við málið síðastliðinn mánudag. Vísir/Eyþór Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni barnaverndar Reykjavíkur sem grunaður er um kynferðisbrot gegn börnum. Ekki fást upplýsingar um það hversu langs varðhalds verður krafist en maðurinn hefur setið í haldi í þrjár vikur. Fyrir viku fór lögreglan fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir manninum á grundvelli rannsóknar-og almannahagsmuna og féllst Héraðsdómur Reykjaness á kröfuna á grundvelli almannahagsmuna til einnar viku. Varðhaldið yfir manninum rennur því út í dag. Í vikunni voru kynntar niðurstöður skýrslu um innri athugun lögreglunnar á vinnubrögðum við lögreglu við málið en maðurinn var kærður til lögreglunnar í ágúst í fyrra fyrir áralöng kynferðisbrot gegn pilti. Rannsókn málsins hófst hins vegar ekki fyrr en nokkrum mánuðum síðar og var vinnuveitandi mannsins, barnavernd Reykjavíkur, ekki látin vita af málinu fyrr en degi áður en maðurinn var handtekinn í janúar. Niðurstöður innri athugunarinnar voru þær að almennt hafi vinnan í málinu ekki verið í samræmi við hefðbundið verklag lögreglu. Fyrstu mistök sem gerð voru af hálfu lögreglu hafi leitt til þess að málið fékk ekki þá athygli sem því bar. „Það er okkar niðurstaða að ferill málsins við úthlutun hafi verið mjög óformlegur. Málið er afhent rannsóknarlögreglumanni án fyrirmæla og leiðbeininga um næstu skref ásamt tveimur gömlum málum og vísað til þess að þar séu komin þrjú mál þar sem langt sé liðið frá síðasta ætlaða broti. Við sjáum engin merki um það að þetta mál hafi verið rætt á vikulegum fundum deildarinnar fyrr en miðvikudaginn 17 janúar 2018,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, sem sinnti athuguninni ásamt öðrum lögreglumanni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, telur þó ekki tilefni til þess að stjórnendur verði látnir sæta ábyrgð vegna málsins. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Ráðherra telur ástæðulaust að hausar fjúki Dómsmálaráðherra mjög ánægður með viðbrögð lögreglu vegna máls starfsmann barnaverndar Reykjavíkur. 13. febrúar 2018 13:36 Yfirmaður kynferðisbrotadeildar tjáir sig ekki um framtíð sína Niðurstöður skoðunar lögreglunnar á því hvað gæti hafa farið úrskeiðis er dróst að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karls, sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, voru kynntar í fyrradag. 15. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni barnaverndar Reykjavíkur sem grunaður er um kynferðisbrot gegn börnum. Ekki fást upplýsingar um það hversu langs varðhalds verður krafist en maðurinn hefur setið í haldi í þrjár vikur. Fyrir viku fór lögreglan fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir manninum á grundvelli rannsóknar-og almannahagsmuna og féllst Héraðsdómur Reykjaness á kröfuna á grundvelli almannahagsmuna til einnar viku. Varðhaldið yfir manninum rennur því út í dag. Í vikunni voru kynntar niðurstöður skýrslu um innri athugun lögreglunnar á vinnubrögðum við lögreglu við málið en maðurinn var kærður til lögreglunnar í ágúst í fyrra fyrir áralöng kynferðisbrot gegn pilti. Rannsókn málsins hófst hins vegar ekki fyrr en nokkrum mánuðum síðar og var vinnuveitandi mannsins, barnavernd Reykjavíkur, ekki látin vita af málinu fyrr en degi áður en maðurinn var handtekinn í janúar. Niðurstöður innri athugunarinnar voru þær að almennt hafi vinnan í málinu ekki verið í samræmi við hefðbundið verklag lögreglu. Fyrstu mistök sem gerð voru af hálfu lögreglu hafi leitt til þess að málið fékk ekki þá athygli sem því bar. „Það er okkar niðurstaða að ferill málsins við úthlutun hafi verið mjög óformlegur. Málið er afhent rannsóknarlögreglumanni án fyrirmæla og leiðbeininga um næstu skref ásamt tveimur gömlum málum og vísað til þess að þar séu komin þrjú mál þar sem langt sé liðið frá síðasta ætlaða broti. Við sjáum engin merki um það að þetta mál hafi verið rætt á vikulegum fundum deildarinnar fyrr en miðvikudaginn 17 janúar 2018,“ sagði Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, sem sinnti athuguninni ásamt öðrum lögreglumanni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, telur þó ekki tilefni til þess að stjórnendur verði látnir sæta ábyrgð vegna málsins.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Ráðherra telur ástæðulaust að hausar fjúki Dómsmálaráðherra mjög ánægður með viðbrögð lögreglu vegna máls starfsmann barnaverndar Reykjavíkur. 13. febrúar 2018 13:36 Yfirmaður kynferðisbrotadeildar tjáir sig ekki um framtíð sína Niðurstöður skoðunar lögreglunnar á því hvað gæti hafa farið úrskeiðis er dróst að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karls, sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, voru kynntar í fyrradag. 15. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Ráðherra telur ástæðulaust að hausar fjúki Dómsmálaráðherra mjög ánægður með viðbrögð lögreglu vegna máls starfsmann barnaverndar Reykjavíkur. 13. febrúar 2018 13:36
Yfirmaður kynferðisbrotadeildar tjáir sig ekki um framtíð sína Niðurstöður skoðunar lögreglunnar á því hvað gæti hafa farið úrskeiðis er dróst að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karls, sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur, voru kynntar í fyrradag. 15. febrúar 2018 06:00