Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Kristján Már Unnarsson skrifar 16. febrúar 2018 20:45 Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land, að sögn framkvæmdastjóra Air Iceland Connect, Árna Gunnarssonar. Rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Flugfélag Íslands blés til sóknar fyrir tveimur árum með því hefja flug frá Keflavíkurflugvelli, fyrst til Aberdeen, síðan Belfast og einnig beint til Akureyrar. Félagið hefur síðan skipt um nafn og nú hefur verið ákveðið að leggja niður allt Keflavíkurflug frá 15. maí í vor. Reykjavík verður eina miðstöðin. Framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir að eftir að Bretlandsflugið hófst hafi markaðurinn þar í landi þróast til hins verra með Brexit og falli pundsins og vegna aukinnar samkeppni. „Því miður hefur þróunin á þessum leiðum ekki verið í samræmi við væntingar,“ segir Árni.Bombardier Q400 á Akureyrarflugvelli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hér innanlands vekur hins vegar meiri athygli ákvörðun um að leggja niður beint flug milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar. Árni segir að tilraunin núna hafi verið sú viðamesta til þessa, með fimm flug á viku. „Við bundum miklar vonir við þessa tilraun. En því miður hefur hún ekki verið að þróast eins og við vorum að vonast til og erum því nauðbeygð að draga okkur út af þessum markaði.“ Ekki hafi verið talið vænlegt til árangurs að gefa þessari tilraun lengri tíma. Þróunin hafi ekki bent til þess að líkur væru á að hún gæti staðið undir sér til framtíðar. Það voru erlendu ferðamennirnir sem brugðust. „Erlendir ferðamenn hafa ekki skilað sér eins mikið og við vorum að vonast til inn í þetta flug. Hins vegar hefur fólk af Norðurlandi nýtt þetta í töluvert miklum mæli og það er auðvitað synd að þetta skuli þurfa að detta út núna.“Flugtak frá Akureyrarflugvelli. Frá miðjum maí liggur leiðin suður aðeins til Reykjavíkurflugvallar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Erlendum ferðamönnum hefur þó verið að fjölga í innanlandsfluginu út frá Reykjavík. „Áður en þessi mikla fjölgun ferðamanna varð til landsins þá var hlutdeild þeirra eingöngu í kringum fimm prósent. Hún er í dag í kringum tuttugu prósent. Íslendingum er að fjölga í innanlandsflugi, þannig að með bættu efnahagsástandi þá fjölgar þeim líka. Þannig að við sjáum fram á jákvæða þróun þar. Svo höfum við verið að bæta við áfangastöðum á Grænlandi og við munum áfram leggja mikla áherslu á Grænland,“ segir Árni Gunnarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Akureyri Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Unnið að því að stjórnvöld viðurkenni innanlandsflug sem hluta af almenningssamgöngum Einhver hundruð milljóna þarf til þess að koma flugvöllum á landsbyggðinni í viðunandi horf 17. janúar 2018 19:15 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land, að sögn framkvæmdastjóra Air Iceland Connect, Árna Gunnarssonar. Rætt var við hann í fréttum Stöðvar 2. Flugfélag Íslands blés til sóknar fyrir tveimur árum með því hefja flug frá Keflavíkurflugvelli, fyrst til Aberdeen, síðan Belfast og einnig beint til Akureyrar. Félagið hefur síðan skipt um nafn og nú hefur verið ákveðið að leggja niður allt Keflavíkurflug frá 15. maí í vor. Reykjavík verður eina miðstöðin. Framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir að eftir að Bretlandsflugið hófst hafi markaðurinn þar í landi þróast til hins verra með Brexit og falli pundsins og vegna aukinnar samkeppni. „Því miður hefur þróunin á þessum leiðum ekki verið í samræmi við væntingar,“ segir Árni.Bombardier Q400 á Akureyrarflugvelli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hér innanlands vekur hins vegar meiri athygli ákvörðun um að leggja niður beint flug milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar. Árni segir að tilraunin núna hafi verið sú viðamesta til þessa, með fimm flug á viku. „Við bundum miklar vonir við þessa tilraun. En því miður hefur hún ekki verið að þróast eins og við vorum að vonast til og erum því nauðbeygð að draga okkur út af þessum markaði.“ Ekki hafi verið talið vænlegt til árangurs að gefa þessari tilraun lengri tíma. Þróunin hafi ekki bent til þess að líkur væru á að hún gæti staðið undir sér til framtíðar. Það voru erlendu ferðamennirnir sem brugðust. „Erlendir ferðamenn hafa ekki skilað sér eins mikið og við vorum að vonast til inn í þetta flug. Hins vegar hefur fólk af Norðurlandi nýtt þetta í töluvert miklum mæli og það er auðvitað synd að þetta skuli þurfa að detta út núna.“Flugtak frá Akureyrarflugvelli. Frá miðjum maí liggur leiðin suður aðeins til Reykjavíkurflugvallar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Erlendum ferðamönnum hefur þó verið að fjölga í innanlandsfluginu út frá Reykjavík. „Áður en þessi mikla fjölgun ferðamanna varð til landsins þá var hlutdeild þeirra eingöngu í kringum fimm prósent. Hún er í dag í kringum tuttugu prósent. Íslendingum er að fjölga í innanlandsflugi, þannig að með bættu efnahagsástandi þá fjölgar þeim líka. Þannig að við sjáum fram á jákvæða þróun þar. Svo höfum við verið að bæta við áfangastöðum á Grænlandi og við munum áfram leggja mikla áherslu á Grænland,“ segir Árni Gunnarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Akureyri Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Unnið að því að stjórnvöld viðurkenni innanlandsflug sem hluta af almenningssamgöngum Einhver hundruð milljóna þarf til þess að koma flugvöllum á landsbyggðinni í viðunandi horf 17. janúar 2018 19:15 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Unnið að því að stjórnvöld viðurkenni innanlandsflug sem hluta af almenningssamgöngum Einhver hundruð milljóna þarf til þess að koma flugvöllum á landsbyggðinni í viðunandi horf 17. janúar 2018 19:15
Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15