16 ára piltur gripinn við sölu fíkniefna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 08:32 Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/KTD Klukkan hálf ellefu í gærkvöldi hafði lögreglan afskipti af 16 ára pilti sem grunaður var um að selja fíkniefni. Við leit á drengnum fann lögregla einnig eggvopn. Játaði pilturinn sölu fíkniefna og var faðir hans kallaður á lögreglustöðina. Óskað var eftir húsleitarheimild hjá piltinum en þegar í ljós kom að sú heimild yrði ekki veitt fyrr en í dag var piltinum sleppt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu í morgun. Þá segir einnig að um klukkan hálf tólf hafi verið óskað eftir aðstoð lögreglu vegna mjög ölvaðs manns á hóteli í vesturbæ Reykjavíkur. Var maðurinn með læti og var til ama svo gestir hótelsins höfðu ekki frið. Maðurinn var sjálfur gestur á ho´telinu en sökum ástands hans var óskað eftir því að hann yrði fjarlægður og var hann vistaður í fangageymslu þar til af honum rennur. Rétt eftir klukkan tvö í nótt var óskað eftir aðstoð lögreglu að verslun í miðbænum. Mjög ölvaður maður var búinn að stinga inn á sig vörum og neitaði hann að greiða fyrir þær. Maðurinn var fluttur á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem átti að reyna að ganga frá málinu með skýrslu. Það gekk ekki og var maðurinn vistaður í fangageymslu þar til af honum rennur. Um klukkan hálf eitt í nótt var tilkynnt um innbrot í Hafnarfirði og klukkutíma síðar var tilkynnt um innbrot í verslun uppi á Höfða. Á þriðja tímanum var tilkynnt um að tveir menn væru að reyna að brjóta upp skáp við hlið eldsneytisdælu við bensínstöð í Hraunbæ. Tveir menn voru handteknir og við leit fundust fíkniefni á öðrum þeirra. Mennirnir fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem þeir voru vistaðir í fangageymslu vegna frekari rannsóknar málsins. Þá voru fjórir ökumenn stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur og einn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Lögreglumál Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Klukkan hálf ellefu í gærkvöldi hafði lögreglan afskipti af 16 ára pilti sem grunaður var um að selja fíkniefni. Við leit á drengnum fann lögregla einnig eggvopn. Játaði pilturinn sölu fíkniefna og var faðir hans kallaður á lögreglustöðina. Óskað var eftir húsleitarheimild hjá piltinum en þegar í ljós kom að sú heimild yrði ekki veitt fyrr en í dag var piltinum sleppt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu í morgun. Þá segir einnig að um klukkan hálf tólf hafi verið óskað eftir aðstoð lögreglu vegna mjög ölvaðs manns á hóteli í vesturbæ Reykjavíkur. Var maðurinn með læti og var til ama svo gestir hótelsins höfðu ekki frið. Maðurinn var sjálfur gestur á ho´telinu en sökum ástands hans var óskað eftir því að hann yrði fjarlægður og var hann vistaður í fangageymslu þar til af honum rennur. Rétt eftir klukkan tvö í nótt var óskað eftir aðstoð lögreglu að verslun í miðbænum. Mjög ölvaður maður var búinn að stinga inn á sig vörum og neitaði hann að greiða fyrir þær. Maðurinn var fluttur á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem átti að reyna að ganga frá málinu með skýrslu. Það gekk ekki og var maðurinn vistaður í fangageymslu þar til af honum rennur. Um klukkan hálf eitt í nótt var tilkynnt um innbrot í Hafnarfirði og klukkutíma síðar var tilkynnt um innbrot í verslun uppi á Höfða. Á þriðja tímanum var tilkynnt um að tveir menn væru að reyna að brjóta upp skáp við hlið eldsneytisdælu við bensínstöð í Hraunbæ. Tveir menn voru handteknir og við leit fundust fíkniefni á öðrum þeirra. Mennirnir fluttir á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem þeir voru vistaðir í fangageymslu vegna frekari rannsóknar málsins. Þá voru fjórir ökumenn stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur og einn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Lögreglumál Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira