Mistök við lagasetningu alltof algeng Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. febrúar 2018 07:00 Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis. VÍSIR/ANTON BRINK Meðferð lagafrumvarpa og þingmála leiðir ítrekað af sér að mistök verða við lagasetningu. Breytingar á líftíma frumvarpa, innleiðing tölvutækni við vinnslu þingskjala auk auðkenningar á breytingartillögum er meðal þess sem tveir þingmenn sjá fyrir sér að gæti leyst úr vandanum. Fyrir helgi var lögð fram utan þingfundar breyting á lögum við meðferð sakamála. Við breytingar á lögum við stofnun millidómstigs leiddi handvömm til þess að ákvæði um innheimtu sakarkostnaðar féll úr lögum og hefur ekkert slíkt verið í gildi frá áramótum. Ár er frá því að Alþingi lagfærði afturvirkt mistök í almannatryggingalögum sem hefðu getað kostað ríkið 2,5 milljarða á mánuði. „Lagasetning á Íslandi er oft óttalegt fúsk sem unnin er í fljótheitum,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Hún nefnir ný útlendingalög sem samþykkt voru 2016 og tóku gildi 2017. „Þeim hefur verið breytt fimm sinnum þar sem gerð voru augljós mistök við setningu þeirra sem komu harkalega niður á hagsmunum fólks.“Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.VÍSIR/VILHELMHelga telur að það væri til bóta að þingmál myndu lifa út kjörtímabilið í stað þess að falla dauð niður í lok hvers þings. „Með því móti væri unnt að vanda betur til verka.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tekur í sama streng. „Það er oft gífurleg tímapressa á þinginu og lítill eða enginn fyrirsjáanleiki um hvaða mál verða kláruð hvenær. Þingmenn eru ítrekað settir í þá stöðu að kynna sér stór og viðamikil mál á stuttum tíma.“ Helgi segir litla virðingu borna fyrir vandamálinu. Þingmenn sem setið hafa lengi séu oft búnir að venjast fyrirkomulaginu og geti illa sett sig í spor þeirra sem finnst þetta vandamál. Hægt væri að skila lögum frá þinginu, sem ekki þyrfti sífellt að plástra, með breyttu fyrirkomulagi. „Það er þreytandi hvernig lítið er gert úr því þegar þingmenn kvarta yfir skorti á tíma og fyrirsjáanleika. Þetta er stofnun sem snýst um að fara með ágreiningsefni og því er undirliggjandi hvati til að láta eins og þetta sé ekki vandamál.“ Árið 2015 lagði Helgi fram þingsályktunartillögu um tölvutækt snið þingskjala og auðkenningu breytingartillagna. Sú fyrrnefnda varð að ályktun og vinnur starfshópur nú samkvæmt henni. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Meðferð lagafrumvarpa og þingmála leiðir ítrekað af sér að mistök verða við lagasetningu. Breytingar á líftíma frumvarpa, innleiðing tölvutækni við vinnslu þingskjala auk auðkenningar á breytingartillögum er meðal þess sem tveir þingmenn sjá fyrir sér að gæti leyst úr vandanum. Fyrir helgi var lögð fram utan þingfundar breyting á lögum við meðferð sakamála. Við breytingar á lögum við stofnun millidómstigs leiddi handvömm til þess að ákvæði um innheimtu sakarkostnaðar féll úr lögum og hefur ekkert slíkt verið í gildi frá áramótum. Ár er frá því að Alþingi lagfærði afturvirkt mistök í almannatryggingalögum sem hefðu getað kostað ríkið 2,5 milljarða á mánuði. „Lagasetning á Íslandi er oft óttalegt fúsk sem unnin er í fljótheitum,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Hún nefnir ný útlendingalög sem samþykkt voru 2016 og tóku gildi 2017. „Þeim hefur verið breytt fimm sinnum þar sem gerð voru augljós mistök við setningu þeirra sem komu harkalega niður á hagsmunum fólks.“Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.VÍSIR/VILHELMHelga telur að það væri til bóta að þingmál myndu lifa út kjörtímabilið í stað þess að falla dauð niður í lok hvers þings. „Með því móti væri unnt að vanda betur til verka.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, tekur í sama streng. „Það er oft gífurleg tímapressa á þinginu og lítill eða enginn fyrirsjáanleiki um hvaða mál verða kláruð hvenær. Þingmenn eru ítrekað settir í þá stöðu að kynna sér stór og viðamikil mál á stuttum tíma.“ Helgi segir litla virðingu borna fyrir vandamálinu. Þingmenn sem setið hafa lengi séu oft búnir að venjast fyrirkomulaginu og geti illa sett sig í spor þeirra sem finnst þetta vandamál. Hægt væri að skila lögum frá þinginu, sem ekki þyrfti sífellt að plástra, með breyttu fyrirkomulagi. „Það er þreytandi hvernig lítið er gert úr því þegar þingmenn kvarta yfir skorti á tíma og fyrirsjáanleika. Þetta er stofnun sem snýst um að fara með ágreiningsefni og því er undirliggjandi hvati til að láta eins og þetta sé ekki vandamál.“ Árið 2015 lagði Helgi fram þingsályktunartillögu um tölvutækt snið þingskjala og auðkenningu breytingartillagna. Sú fyrrnefnda varð að ályktun og vinnur starfshópur nú samkvæmt henni.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent