Framhaldsskólanemar kalla eftir sálfræðiþjónustu Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. febrúar 2018 07:24 Sara Dís Hafþórsdóttir hannaði kennimerki herferðarinnar. SÍf Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) fór í gær af stað með herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. „Af viðbrögðunum og fjölda þátttakenda að dæma er ljóst að þörfin er mikil en hundruð hafa nú sett inn nýjar prófílmyndir á Facebook, myndir sem tákna ýmist að þeir séu framhaldsskólanemar sem þurfi á sálfræðiþjónustu að halda eða þekki framhaldsskólanema sem þurfi á sálfræðiþjónustu að halda,“ segir í tilkynningu frá Sambandinu. „Þá notast þátttakendur við myllumerkið #míngeðheilsa en hugmyndin er að þangað geti fólk deilt reynslusögum, ekki einungis nemendur heldur einnig fyrrum nemendur sem hafa þurft að hætta í framhaldsskóla vegna andlegrar vanlíðanar, foreldrar og starfsfólk skólanna,“ segir þar ennfremur. Umræðan um gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum hefur að sögn SÍF lengi verið rædd meðal nemenda, skólastjórnenda og foreldra en einnig á Alþingi. Þrisvar hefur verið lögð fram þingsályktunartillaga þar sem lagt er til að gjaldfrjáls sálfræðiþjónusta verði í boði í framhaldsskólum en hún hefur aldrei komist lengra en í fyrstu umræðu. Komið hefur í ljós að þriðjungur háskólanema hér á landi mælist með þunglyndi og má leiða líkur að því að hlutfall framhaldsskólanema sé ekki ósvipað. Þá eru sjálfsvíg algengasta dánarorsök ungra karla. „SÍF kallar eftir samtali við ráðamenn ekki seinna en strax þar sem útfærsla sálfræðiþjónustu verður rædd og síðan framkvæmd enda nemendur orðnir langþreyttir á að ráðherrar menntamála og heilbrigðismála bendi hvor á annan.“ Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) fór í gær af stað með herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. „Af viðbrögðunum og fjölda þátttakenda að dæma er ljóst að þörfin er mikil en hundruð hafa nú sett inn nýjar prófílmyndir á Facebook, myndir sem tákna ýmist að þeir séu framhaldsskólanemar sem þurfi á sálfræðiþjónustu að halda eða þekki framhaldsskólanema sem þurfi á sálfræðiþjónustu að halda,“ segir í tilkynningu frá Sambandinu. „Þá notast þátttakendur við myllumerkið #míngeðheilsa en hugmyndin er að þangað geti fólk deilt reynslusögum, ekki einungis nemendur heldur einnig fyrrum nemendur sem hafa þurft að hætta í framhaldsskóla vegna andlegrar vanlíðanar, foreldrar og starfsfólk skólanna,“ segir þar ennfremur. Umræðan um gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum hefur að sögn SÍF lengi verið rædd meðal nemenda, skólastjórnenda og foreldra en einnig á Alþingi. Þrisvar hefur verið lögð fram þingsályktunartillaga þar sem lagt er til að gjaldfrjáls sálfræðiþjónusta verði í boði í framhaldsskólum en hún hefur aldrei komist lengra en í fyrstu umræðu. Komið hefur í ljós að þriðjungur háskólanema hér á landi mælist með þunglyndi og má leiða líkur að því að hlutfall framhaldsskólanema sé ekki ósvipað. Þá eru sjálfsvíg algengasta dánarorsök ungra karla. „SÍF kallar eftir samtali við ráðamenn ekki seinna en strax þar sem útfærsla sálfræðiþjónustu verður rædd og síðan framkvæmd enda nemendur orðnir langþreyttir á að ráðherrar menntamála og heilbrigðismála bendi hvor á annan.“
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira