Framhaldsskólanemar kalla eftir sálfræðiþjónustu Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. febrúar 2018 07:24 Sara Dís Hafþórsdóttir hannaði kennimerki herferðarinnar. SÍf Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) fór í gær af stað með herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. „Af viðbrögðunum og fjölda þátttakenda að dæma er ljóst að þörfin er mikil en hundruð hafa nú sett inn nýjar prófílmyndir á Facebook, myndir sem tákna ýmist að þeir séu framhaldsskólanemar sem þurfi á sálfræðiþjónustu að halda eða þekki framhaldsskólanema sem þurfi á sálfræðiþjónustu að halda,“ segir í tilkynningu frá Sambandinu. „Þá notast þátttakendur við myllumerkið #míngeðheilsa en hugmyndin er að þangað geti fólk deilt reynslusögum, ekki einungis nemendur heldur einnig fyrrum nemendur sem hafa þurft að hætta í framhaldsskóla vegna andlegrar vanlíðanar, foreldrar og starfsfólk skólanna,“ segir þar ennfremur. Umræðan um gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum hefur að sögn SÍF lengi verið rædd meðal nemenda, skólastjórnenda og foreldra en einnig á Alþingi. Þrisvar hefur verið lögð fram þingsályktunartillaga þar sem lagt er til að gjaldfrjáls sálfræðiþjónusta verði í boði í framhaldsskólum en hún hefur aldrei komist lengra en í fyrstu umræðu. Komið hefur í ljós að þriðjungur háskólanema hér á landi mælist með þunglyndi og má leiða líkur að því að hlutfall framhaldsskólanema sé ekki ósvipað. Þá eru sjálfsvíg algengasta dánarorsök ungra karla. „SÍF kallar eftir samtali við ráðamenn ekki seinna en strax þar sem útfærsla sálfræðiþjónustu verður rædd og síðan framkvæmd enda nemendur orðnir langþreyttir á að ráðherrar menntamála og heilbrigðismála bendi hvor á annan.“ Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) fór í gær af stað með herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. „Af viðbrögðunum og fjölda þátttakenda að dæma er ljóst að þörfin er mikil en hundruð hafa nú sett inn nýjar prófílmyndir á Facebook, myndir sem tákna ýmist að þeir séu framhaldsskólanemar sem þurfi á sálfræðiþjónustu að halda eða þekki framhaldsskólanema sem þurfi á sálfræðiþjónustu að halda,“ segir í tilkynningu frá Sambandinu. „Þá notast þátttakendur við myllumerkið #míngeðheilsa en hugmyndin er að þangað geti fólk deilt reynslusögum, ekki einungis nemendur heldur einnig fyrrum nemendur sem hafa þurft að hætta í framhaldsskóla vegna andlegrar vanlíðanar, foreldrar og starfsfólk skólanna,“ segir þar ennfremur. Umræðan um gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum hefur að sögn SÍF lengi verið rædd meðal nemenda, skólastjórnenda og foreldra en einnig á Alþingi. Þrisvar hefur verið lögð fram þingsályktunartillaga þar sem lagt er til að gjaldfrjáls sálfræðiþjónusta verði í boði í framhaldsskólum en hún hefur aldrei komist lengra en í fyrstu umræðu. Komið hefur í ljós að þriðjungur háskólanema hér á landi mælist með þunglyndi og má leiða líkur að því að hlutfall framhaldsskólanema sé ekki ósvipað. Þá eru sjálfsvíg algengasta dánarorsök ungra karla. „SÍF kallar eftir samtali við ráðamenn ekki seinna en strax þar sem útfærsla sálfræðiþjónustu verður rædd og síðan framkvæmd enda nemendur orðnir langþreyttir á að ráðherrar menntamála og heilbrigðismála bendi hvor á annan.“
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira