„Mikilvægur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 19:45 Líkt og kunnugt er synjaði Héraðsdómur Reykjavíkur i í dag kröfu Glitnis HoldCo um staðfestingu lögbanns á fréttaflutnning Stundarinnar og Reykjavík media sem sýslumaður setti á í október. Ritstjórar miðlanna segja fleiri ósagðar fréttir vera að finna í gögnunum sem lögbannið nær til sem eigi erindi við almenning. Lögbannið var lagt á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík media upp úr gögnum Glitnis að kröfu eignarhaldsfélagsins í október. Snéri fréttaflutningurinn meðal annars að viðskiptum Bjarna Benediktssonar, þáverandi forstætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem kröfu Glitnis um staðfestingu lögbannsins var synjað. Þá voru Stundin og Reykjavík media sýknuð af öllum varakröfum stefnanda eða þeim vísað frá og er stefnanda gert að greiða hvorum miðli um sig 1,2 milljónir króna í málskostnað. Lögbannið verður hins vegar áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út eða þar til endanlegur dómur fellur í málinu, verði því áfrýjað. „Dómsorðið segir það að við unnum fullnaðarsigur á öllum sviðum og öllum kröfum Glitnis í rauninni hafnað þannig að þetta er miklivægur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, eigandi Reykjavik Media, í samtali við Stöð 2. Að sögn ritstjóra miðlanna verður umfjöllun sem byggir á gögnunum haldið áfram, þegar og ef lögbanninu verður aflétt. „Við náðum ekki að segja allar fréttirnar sem við vildum segja fyrir kosningar, fréttir sem við töldum eiga eitthvert erindi til almennings, þannig það eru ósagðar fréttir,“ segir Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri og annar ritstjóri Stundarinnar. Sem betur fer náðum við að segja einhverjar fréttir áður en við vorum stoppuð af.“ Undir það tekur Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, hinn ritstjóri Stundarinnar. „Gildi fréttanna er kannski ekki tímalaust. Með því að stöðva fréttaflutning þá geturðu líka verið að drepa fréttir, þannig að sumar fréttir sem áttu kannski mikið erindi eiga kannski ekki endilega sama erindi í dag,“ segir Ingibjörg. Að sögn Ólafs Eirkíkssonar, lögmanns stefnanda, mun Glitnir HoldCo ekki tjá sig um málið fyrr en aðilar félagsins og lögmenn hafi kynnt sér dóminn. Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Ritstjóri Stundarinnar segir erfitt að fagna Lögbann á umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum Glitnis gæti verið í gildi í allt að ár ef dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað. 2. febrúar 2018 14:30 Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Sjá meira
Líkt og kunnugt er synjaði Héraðsdómur Reykjavíkur i í dag kröfu Glitnis HoldCo um staðfestingu lögbanns á fréttaflutnning Stundarinnar og Reykjavík media sem sýslumaður setti á í október. Ritstjórar miðlanna segja fleiri ósagðar fréttir vera að finna í gögnunum sem lögbannið nær til sem eigi erindi við almenning. Lögbannið var lagt á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík media upp úr gögnum Glitnis að kröfu eignarhaldsfélagsins í október. Snéri fréttaflutningurinn meðal annars að viðskiptum Bjarna Benediktssonar, þáverandi forstætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra, við Glitni rétt fyrir hrun. Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem kröfu Glitnis um staðfestingu lögbannsins var synjað. Þá voru Stundin og Reykjavík media sýknuð af öllum varakröfum stefnanda eða þeim vísað frá og er stefnanda gert að greiða hvorum miðli um sig 1,2 milljónir króna í málskostnað. Lögbannið verður hins vegar áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út eða þar til endanlegur dómur fellur í málinu, verði því áfrýjað. „Dómsorðið segir það að við unnum fullnaðarsigur á öllum sviðum og öllum kröfum Glitnis í rauninni hafnað þannig að þetta er miklivægur sigur fyrir tjáningarfrelsið í landinu,“ segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, eigandi Reykjavik Media, í samtali við Stöð 2. Að sögn ritstjóra miðlanna verður umfjöllun sem byggir á gögnunum haldið áfram, þegar og ef lögbanninu verður aflétt. „Við náðum ekki að segja allar fréttirnar sem við vildum segja fyrir kosningar, fréttir sem við töldum eiga eitthvert erindi til almennings, þannig það eru ósagðar fréttir,“ segir Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri og annar ritstjóri Stundarinnar. Sem betur fer náðum við að segja einhverjar fréttir áður en við vorum stoppuð af.“ Undir það tekur Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, hinn ritstjóri Stundarinnar. „Gildi fréttanna er kannski ekki tímalaust. Með því að stöðva fréttaflutning þá geturðu líka verið að drepa fréttir, þannig að sumar fréttir sem áttu kannski mikið erindi eiga kannski ekki endilega sama erindi í dag,“ segir Ingibjörg. Að sögn Ólafs Eirkíkssonar, lögmanns stefnanda, mun Glitnir HoldCo ekki tjá sig um málið fyrr en aðilar félagsins og lögmenn hafi kynnt sér dóminn.
Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir Ritstjóri Stundarinnar segir erfitt að fagna Lögbann á umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum Glitnis gæti verið í gildi í allt að ár ef dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað. 2. febrúar 2018 14:30 Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Sjá meira
Ritstjóri Stundarinnar segir erfitt að fagna Lögbann á umfjöllun Stundarinnar upp úr gögnum Glitnis gæti verið í gildi í allt að ár ef dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verður áfrýjað. 2. febrúar 2018 14:30
Stundin sýknuð af lögbannskröfu Glitnis HoldCo Héraðsdómur sýknaði Stundina af lögbannskröfu Glitnis HoldCo nú í hádeginu. Lögbann verður áfram í gildi þar til áfrýjunarfrestur rennur út. 2. febrúar 2018 12:30