Erlent

Stjórnvöld í Víetnam fangelsa umhverfissinna

Kjartan Kjartansson skrifar
Hoang Duc Binh (t.h.) og Nguyen Ngoc Nhu Quynh (t.v.) voru báðir sakfelldir vegna mótmæla. Þeir hafa haldið úti bloggsíðum þar sem þeir tala máli umhverfisins.
Hoang Duc Binh (t.h.) og Nguyen Ngoc Nhu Quynh (t.v.) voru báðir sakfelldir vegna mótmæla. Þeir hafa haldið úti bloggsíðum þar sem þeir tala máli umhverfisins. Vísir/AFP
Þekktur umhverfissinni sem leiddi mótmæli eftir umhverfisslys í Víetnam hefur verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að „misnota lýðræðislegt frelsi“ sitt og að veita embættismönnum mótspyrnu við störf þeirra.

Hoang Duc Binh fór fyrir mótmælunum sem beindust gegn meiriháttar umhverfisslysi sem átti sér stað í tengslum við stálverksmiðju árið 2016. Hann hlaut tvo sjö ára fangelsisdóma og annar aðgerðarsinni tveggja ára dóm.

Lögmaður þeirra segir við Reuters-fréttastofuna að þeir hafi verið sakfelldir án sannana og hlutleysis. Dómurinn yfir Binh er einn sá þyngsti sem aðgerðasinni hefur hlotið í Víetnam.

Þrátt fyrir efnahagslegar umbætur og þróun í frjálslyndisátt hefur Kommúnistaflokkur Víetnam enn tögl og hagldir á fjölmiðlum og líður enga gagnrýni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×