Útlendingar sýna AK Extreme aukinn áhuga Stefán Þór Hjartarson skrifar 30. janúar 2018 11:00 Aðstandendur hátíðarinnar hafa vart undan að svara erlendum aðilum sem vilja fá að taka þátt í keppninni. Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme verður haldin dagana 5. til 8. apríl í ár og hápunkturinn verður nú sem fyrr gámastökkið glannalega í Gilinu á Akureyri. Í fyrra sigraði Zoltan Strcula í gámastökkinu og virðist það hafa vakið athygli á keppninni erlendis og segjast aðstandendur keppninnar finna fyrir aukinni aðsókn utan úr heimi. „Við tökum eiginlega mest eftir þessu á Facebook-síðunni okkar. Það er farið að rigna yfir okkur fyrirspurnum, aðallega um hvenær hátíðin sé haldin. Ég held að ástæðan fyrir þessari auknu erlendu aðsókn sé vegna þess að í fyrra vann erlendur keppandi, frá Slóvakíu,“ segir Emmsjé Gauti, einn aðstandenda keppninnar. Hann nefnir einnig danska skíðamenn sem tóku þátt eitt árið og virðast einnig hafa dreift orðspori keppninnar um heiminn.Hann segist alla tíð hafa verið duglegur við að auglýsa keppnina á samfélagsmiðlum, en hann kallar janúar „spamm-mánuðinn“ sinn, en það verði þó sífellt minna verk vegna aukinna vinsælda hátíðarinnar. „Það hefur aldrei verið jafn mikil aðsókn áður í að keppa. Við reyndar veljum inn í keppnina og erum með topp menn í að velja inn – þetta eru strákar sem fylgjast mjög vel með senunni og hvort þeir sem vilja taka þátt séu yfirleitt nógu hæfir til þess að taka þátt. Þetta er alveg þannig að við erum að fylgjast með fólki í fjöllunum; hverjir eru að stökkva best, hverjir eru duglegir að taka þátt í öðrum mótum og pósta myndböndum af sér og þannig.“Gauti nefnir einnig að mögulega sé það svo að gámastökkið heilli marga erlenda þátttakendur vegna þess hve glæfraleg hugmyndin sé og að þetta væri ekki leyft á mörgum öðrum stöðum í heiminum, sérstaklega ekki svona inni í miðjum bæ. Og gámunum fjölgar bara með hverju árinu. „Ef maður sér myndir frá því þetta var að byrja þá eru þarna þrír gámar. Þetta er orðið töluvert meira núna, gámarnir eru 19. Þetta verður alltaf meira og meira alvöru keppni. Ef ég gæti farið í tímavél og aftur að fyrstu keppninni segði ég bara: „Eruð þið eitthvað heimskir? Þið getið ekkert gert þetta svona – þið verðið að vera með öryggisgrindur.“ Við höfum verið að bæta þannig hluti. Þetta er svona eins og UFC, í fyrstu keppninni voru engir þyngdarflokkar – bara einhver súmóglímukappi á móti einhverjum rindli, en í dag er það betra.“ Tónleikahliðin á hátíðinni hefur líka verið að stækka og er núna orðin stærðarinnar batterí. Í ár verða stórir tónleikar í Sjallanum þar sem vinsælustu tónlistarmenn landsins spila auk þess sem á Græna hattinum verða upphitunartónleikar þar sem fram koma Dr. Spock og Une Misère. Það má næla sér í miða á hátíðina á tix.is. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Sjá meira
Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme verður haldin dagana 5. til 8. apríl í ár og hápunkturinn verður nú sem fyrr gámastökkið glannalega í Gilinu á Akureyri. Í fyrra sigraði Zoltan Strcula í gámastökkinu og virðist það hafa vakið athygli á keppninni erlendis og segjast aðstandendur keppninnar finna fyrir aukinni aðsókn utan úr heimi. „Við tökum eiginlega mest eftir þessu á Facebook-síðunni okkar. Það er farið að rigna yfir okkur fyrirspurnum, aðallega um hvenær hátíðin sé haldin. Ég held að ástæðan fyrir þessari auknu erlendu aðsókn sé vegna þess að í fyrra vann erlendur keppandi, frá Slóvakíu,“ segir Emmsjé Gauti, einn aðstandenda keppninnar. Hann nefnir einnig danska skíðamenn sem tóku þátt eitt árið og virðast einnig hafa dreift orðspori keppninnar um heiminn.Hann segist alla tíð hafa verið duglegur við að auglýsa keppnina á samfélagsmiðlum, en hann kallar janúar „spamm-mánuðinn“ sinn, en það verði þó sífellt minna verk vegna aukinna vinsælda hátíðarinnar. „Það hefur aldrei verið jafn mikil aðsókn áður í að keppa. Við reyndar veljum inn í keppnina og erum með topp menn í að velja inn – þetta eru strákar sem fylgjast mjög vel með senunni og hvort þeir sem vilja taka þátt séu yfirleitt nógu hæfir til þess að taka þátt. Þetta er alveg þannig að við erum að fylgjast með fólki í fjöllunum; hverjir eru að stökkva best, hverjir eru duglegir að taka þátt í öðrum mótum og pósta myndböndum af sér og þannig.“Gauti nefnir einnig að mögulega sé það svo að gámastökkið heilli marga erlenda þátttakendur vegna þess hve glæfraleg hugmyndin sé og að þetta væri ekki leyft á mörgum öðrum stöðum í heiminum, sérstaklega ekki svona inni í miðjum bæ. Og gámunum fjölgar bara með hverju árinu. „Ef maður sér myndir frá því þetta var að byrja þá eru þarna þrír gámar. Þetta er orðið töluvert meira núna, gámarnir eru 19. Þetta verður alltaf meira og meira alvöru keppni. Ef ég gæti farið í tímavél og aftur að fyrstu keppninni segði ég bara: „Eruð þið eitthvað heimskir? Þið getið ekkert gert þetta svona – þið verðið að vera með öryggisgrindur.“ Við höfum verið að bæta þannig hluti. Þetta er svona eins og UFC, í fyrstu keppninni voru engir þyngdarflokkar – bara einhver súmóglímukappi á móti einhverjum rindli, en í dag er það betra.“ Tónleikahliðin á hátíðinni hefur líka verið að stækka og er núna orðin stærðarinnar batterí. Í ár verða stórir tónleikar í Sjallanum þar sem vinsælustu tónlistarmenn landsins spila auk þess sem á Græna hattinum verða upphitunartónleikar þar sem fram koma Dr. Spock og Une Misère. Það má næla sér í miða á hátíðina á tix.is.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Sjá meira