Oddný segir velferð Íslendinga að hluta byggða á þjófnaði Heimir Már Pétursson skrifar 30. janúar 2018 19:30 Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir óþolandi að aukinn hagvöxtur sé meðal annars borinn uppi af erlendu vinnuafli sem svikið sé um laun og önnur kjör. Þannig sé velferð Íslendinga að hluta haldið uppi með þjófnaði. Félagsmálaráðherra boðar lagabreytingar sem tryggi betur að erlent farandverkafólk sé ekki snuðað á vinnumarkaði. Hin mikla uppsveifla sem verið hefur í efnahagslífinu á undanförnum árum hefur kallað á að mikill fjöldi útlendinga hefur leitað hingað eftir vinnu. Nú búa um 38 þúsund útlendingar í landinu að staðaldri og á síðasta ári komu um fimm þúsund manns hingað á vegum starfsmannaleiga til að vinna hér tímabundið. Oddný G. Harðardóttir hóf sérstaka umræða á Alþingi í dag um félagsleg undirboð á vinnumarkaði. „Félagsleg undirboð eru snyrtileg orð yfir þann glæp sem á sér stað þegar fólk er rænt launum sínum og réttindum. Og því miður virðist sem slíkum ljótum málum sé að fjölga töluvert hér á landi og tengist þeim uppgangi sem er í samfélaginu. Ekki hvað síst í byggingariðnaði og ferðaþjónustu,“ sagði Oddný.Ásmundur Einar Daðason er félags- og jafnréttismálaráðherra.Vísir/EyþórDæmi séu um að atvinnurekendur komi sé undan að virða kjarasamninga, greiði ekki veikindadaga, fólk fái ekki lögbundin hvíldartíma og hringlað sé með vaktaplan til að komast hjá að greiða vaktaálag og yfirvinnu og svo framvegis. „Hagvöxtur hér á landi hefur verið mikill allt frá árinu 2010 þegar við fórum að rétta úr kútnum eftir hrunið. Þessi hagvöxtur og velferð Íslendinga hefði ekki orðið nema fyrir innflutt vinnuafl. Og það er óþolandi að velferðin okkar sé byggð að hluta til á þjófnaði,“ sagði Oddný. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði gríðarlega mikilvægt að farið væri eftir lögum og reglum varðandi réttindi launafólks. Nú væri unnið að frumvarpi um útselda starfsmenn og fleira sem tengdist vinnumarkaði í víðtæku samráði við stéttarfélög. „Ekki síst er markmið áformaðra lagabreytinga að styrkja eftirlit með kjörum erlendra starfsmanna sem sendir eru tímabundið hingað til lands á vegum erlendra fyrirtækja í tengslum við veitingu þjónustu hér á landi eða á vegum starfsmannaleiga. Þannig að laun og önnur kjör séu í samræmi við ákvæði laga og gildandi kjarasamninga í viðkomandi starfsgreinum á því svæði þar sem vinnan fer fram,“ sagði Ásmundur Einar. Alþingi Stj.mál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir óþolandi að aukinn hagvöxtur sé meðal annars borinn uppi af erlendu vinnuafli sem svikið sé um laun og önnur kjör. Þannig sé velferð Íslendinga að hluta haldið uppi með þjófnaði. Félagsmálaráðherra boðar lagabreytingar sem tryggi betur að erlent farandverkafólk sé ekki snuðað á vinnumarkaði. Hin mikla uppsveifla sem verið hefur í efnahagslífinu á undanförnum árum hefur kallað á að mikill fjöldi útlendinga hefur leitað hingað eftir vinnu. Nú búa um 38 þúsund útlendingar í landinu að staðaldri og á síðasta ári komu um fimm þúsund manns hingað á vegum starfsmannaleiga til að vinna hér tímabundið. Oddný G. Harðardóttir hóf sérstaka umræða á Alþingi í dag um félagsleg undirboð á vinnumarkaði. „Félagsleg undirboð eru snyrtileg orð yfir þann glæp sem á sér stað þegar fólk er rænt launum sínum og réttindum. Og því miður virðist sem slíkum ljótum málum sé að fjölga töluvert hér á landi og tengist þeim uppgangi sem er í samfélaginu. Ekki hvað síst í byggingariðnaði og ferðaþjónustu,“ sagði Oddný.Ásmundur Einar Daðason er félags- og jafnréttismálaráðherra.Vísir/EyþórDæmi séu um að atvinnurekendur komi sé undan að virða kjarasamninga, greiði ekki veikindadaga, fólk fái ekki lögbundin hvíldartíma og hringlað sé með vaktaplan til að komast hjá að greiða vaktaálag og yfirvinnu og svo framvegis. „Hagvöxtur hér á landi hefur verið mikill allt frá árinu 2010 þegar við fórum að rétta úr kútnum eftir hrunið. Þessi hagvöxtur og velferð Íslendinga hefði ekki orðið nema fyrir innflutt vinnuafl. Og það er óþolandi að velferðin okkar sé byggð að hluta til á þjófnaði,“ sagði Oddný. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði gríðarlega mikilvægt að farið væri eftir lögum og reglum varðandi réttindi launafólks. Nú væri unnið að frumvarpi um útselda starfsmenn og fleira sem tengdist vinnumarkaði í víðtæku samráði við stéttarfélög. „Ekki síst er markmið áformaðra lagabreytinga að styrkja eftirlit með kjörum erlendra starfsmanna sem sendir eru tímabundið hingað til lands á vegum erlendra fyrirtækja í tengslum við veitingu þjónustu hér á landi eða á vegum starfsmannaleiga. Þannig að laun og önnur kjör séu í samræmi við ákvæði laga og gildandi kjarasamninga í viðkomandi starfsgreinum á því svæði þar sem vinnan fer fram,“ sagði Ásmundur Einar.
Alþingi Stj.mál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira