Oddný segir velferð Íslendinga að hluta byggða á þjófnaði Heimir Már Pétursson skrifar 30. janúar 2018 19:30 Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir óþolandi að aukinn hagvöxtur sé meðal annars borinn uppi af erlendu vinnuafli sem svikið sé um laun og önnur kjör. Þannig sé velferð Íslendinga að hluta haldið uppi með þjófnaði. Félagsmálaráðherra boðar lagabreytingar sem tryggi betur að erlent farandverkafólk sé ekki snuðað á vinnumarkaði. Hin mikla uppsveifla sem verið hefur í efnahagslífinu á undanförnum árum hefur kallað á að mikill fjöldi útlendinga hefur leitað hingað eftir vinnu. Nú búa um 38 þúsund útlendingar í landinu að staðaldri og á síðasta ári komu um fimm þúsund manns hingað á vegum starfsmannaleiga til að vinna hér tímabundið. Oddný G. Harðardóttir hóf sérstaka umræða á Alþingi í dag um félagsleg undirboð á vinnumarkaði. „Félagsleg undirboð eru snyrtileg orð yfir þann glæp sem á sér stað þegar fólk er rænt launum sínum og réttindum. Og því miður virðist sem slíkum ljótum málum sé að fjölga töluvert hér á landi og tengist þeim uppgangi sem er í samfélaginu. Ekki hvað síst í byggingariðnaði og ferðaþjónustu,“ sagði Oddný.Ásmundur Einar Daðason er félags- og jafnréttismálaráðherra.Vísir/EyþórDæmi séu um að atvinnurekendur komi sé undan að virða kjarasamninga, greiði ekki veikindadaga, fólk fái ekki lögbundin hvíldartíma og hringlað sé með vaktaplan til að komast hjá að greiða vaktaálag og yfirvinnu og svo framvegis. „Hagvöxtur hér á landi hefur verið mikill allt frá árinu 2010 þegar við fórum að rétta úr kútnum eftir hrunið. Þessi hagvöxtur og velferð Íslendinga hefði ekki orðið nema fyrir innflutt vinnuafl. Og það er óþolandi að velferðin okkar sé byggð að hluta til á þjófnaði,“ sagði Oddný. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði gríðarlega mikilvægt að farið væri eftir lögum og reglum varðandi réttindi launafólks. Nú væri unnið að frumvarpi um útselda starfsmenn og fleira sem tengdist vinnumarkaði í víðtæku samráði við stéttarfélög. „Ekki síst er markmið áformaðra lagabreytinga að styrkja eftirlit með kjörum erlendra starfsmanna sem sendir eru tímabundið hingað til lands á vegum erlendra fyrirtækja í tengslum við veitingu þjónustu hér á landi eða á vegum starfsmannaleiga. Þannig að laun og önnur kjör séu í samræmi við ákvæði laga og gildandi kjarasamninga í viðkomandi starfsgreinum á því svæði þar sem vinnan fer fram,“ sagði Ásmundur Einar. Alþingi Stj.mál Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir óþolandi að aukinn hagvöxtur sé meðal annars borinn uppi af erlendu vinnuafli sem svikið sé um laun og önnur kjör. Þannig sé velferð Íslendinga að hluta haldið uppi með þjófnaði. Félagsmálaráðherra boðar lagabreytingar sem tryggi betur að erlent farandverkafólk sé ekki snuðað á vinnumarkaði. Hin mikla uppsveifla sem verið hefur í efnahagslífinu á undanförnum árum hefur kallað á að mikill fjöldi útlendinga hefur leitað hingað eftir vinnu. Nú búa um 38 þúsund útlendingar í landinu að staðaldri og á síðasta ári komu um fimm þúsund manns hingað á vegum starfsmannaleiga til að vinna hér tímabundið. Oddný G. Harðardóttir hóf sérstaka umræða á Alþingi í dag um félagsleg undirboð á vinnumarkaði. „Félagsleg undirboð eru snyrtileg orð yfir þann glæp sem á sér stað þegar fólk er rænt launum sínum og réttindum. Og því miður virðist sem slíkum ljótum málum sé að fjölga töluvert hér á landi og tengist þeim uppgangi sem er í samfélaginu. Ekki hvað síst í byggingariðnaði og ferðaþjónustu,“ sagði Oddný.Ásmundur Einar Daðason er félags- og jafnréttismálaráðherra.Vísir/EyþórDæmi séu um að atvinnurekendur komi sé undan að virða kjarasamninga, greiði ekki veikindadaga, fólk fái ekki lögbundin hvíldartíma og hringlað sé með vaktaplan til að komast hjá að greiða vaktaálag og yfirvinnu og svo framvegis. „Hagvöxtur hér á landi hefur verið mikill allt frá árinu 2010 þegar við fórum að rétta úr kútnum eftir hrunið. Þessi hagvöxtur og velferð Íslendinga hefði ekki orðið nema fyrir innflutt vinnuafl. Og það er óþolandi að velferðin okkar sé byggð að hluta til á þjófnaði,“ sagði Oddný. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði gríðarlega mikilvægt að farið væri eftir lögum og reglum varðandi réttindi launafólks. Nú væri unnið að frumvarpi um útselda starfsmenn og fleira sem tengdist vinnumarkaði í víðtæku samráði við stéttarfélög. „Ekki síst er markmið áformaðra lagabreytinga að styrkja eftirlit með kjörum erlendra starfsmanna sem sendir eru tímabundið hingað til lands á vegum erlendra fyrirtækja í tengslum við veitingu þjónustu hér á landi eða á vegum starfsmannaleiga. Þannig að laun og önnur kjör séu í samræmi við ákvæði laga og gildandi kjarasamninga í viðkomandi starfsgreinum á því svæði þar sem vinnan fer fram,“ sagði Ásmundur Einar.
Alþingi Stj.mál Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira