Skipan dómara í Landsrétt hratt af stað dómínóáhrifum Baldur Guðmundsson skrifar 20. janúar 2018 07:00 Unnið er að skipun nýs dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. vísir/gva Skipan dómara í Landsrétt varð til þess að fimm héraðsdómarar fóru þess á leit að vera fluttir til í starfi, en eftir þrjú ár í starfi geta dómarar óskað eftir flutningi. Fimm af þessum sex dómurum færðu sig um set nú í upphafi ársins en einn síðastliðið haust. Þorsteinn Davíðsson hefur fært sig frá Héraðsdómi Norðurlands eystra til Héraðsdóms Reykjaness en hann hefur verið dómari á Norðausturlandi í tíu ár, frá því 1. janúar 2008. Halldór Björnsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur frá 2008, hóf störf við Héraðsdóm Norðurlands eystra um áramótin. Hildur Briem, fyrrverandi dómstjóri Héraðsdóms Austurlands, óskaði eftir flutningi til Héraðsdóms Reykjavíkur en hún var skipuð dómari fyrir austan haustið 2010. Ingimundur Einarsson, fyrrverandi dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, sem þar hefur verið dómari frá desember 2006, færði sig til Héraðsdóms Reykjaness, líkt og Þorsteinn. Þá hefur Ólafur Ólafsson, fyrrverandi dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystra hafið störf við Héraðsdóm Austurlands, en hann var skipaður dómari fyrir norðan árið 1992. Þessum fimm dómurum til viðbótar færði Sigríður Elsa Kjartansdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Vestfjarða, sem skipuð var dómari í september 2013, sig í Héraðsdóm Reykjavíkur þegar Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari varð forseti Landsréttar síðastliðið haust. „Héraðsdómarar eiga rétt á að skipta um starfsvettvang, eftir þrjú ár í starfi,“ segir Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar. Það gerist þegar dómari hættir sökum aldurs eða hverfur frá störfum. Ólöf segir að þá skapist svokallaður flutningsréttur, en boð um slíkt sé sent á alla dómara. „Þetta er til að auka hreyfanleika í kerfinu sem er mjög mikilvægt,“ útskýrir Ólöf. Þórður S. Gunnarsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur frá 2012, lætur af störfum vegna aldurs á næstu dögum, en hann verður sjötugur á þriðjudag. Ólöf segir að hæfnisnefndin sé að ljúka þeirri vinnu að skipa í lausa stöðu við réttinn. Sá dómari mun, þrátt fyrir þessar tilfærslur, taka sæti í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ólöf segir það fordæmalaust að svo margar stöður séu lausar á sama tíma. Skipan dómara í Landsrétt skýri það. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Skipan dómara í Landsrétt varð til þess að fimm héraðsdómarar fóru þess á leit að vera fluttir til í starfi, en eftir þrjú ár í starfi geta dómarar óskað eftir flutningi. Fimm af þessum sex dómurum færðu sig um set nú í upphafi ársins en einn síðastliðið haust. Þorsteinn Davíðsson hefur fært sig frá Héraðsdómi Norðurlands eystra til Héraðsdóms Reykjaness en hann hefur verið dómari á Norðausturlandi í tíu ár, frá því 1. janúar 2008. Halldór Björnsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur frá 2008, hóf störf við Héraðsdóm Norðurlands eystra um áramótin. Hildur Briem, fyrrverandi dómstjóri Héraðsdóms Austurlands, óskaði eftir flutningi til Héraðsdóms Reykjavíkur en hún var skipuð dómari fyrir austan haustið 2010. Ingimundur Einarsson, fyrrverandi dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, sem þar hefur verið dómari frá desember 2006, færði sig til Héraðsdóms Reykjaness, líkt og Þorsteinn. Þá hefur Ólafur Ólafsson, fyrrverandi dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands eystra hafið störf við Héraðsdóm Austurlands, en hann var skipaður dómari fyrir norðan árið 1992. Þessum fimm dómurum til viðbótar færði Sigríður Elsa Kjartansdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Vestfjarða, sem skipuð var dómari í september 2013, sig í Héraðsdóm Reykjavíkur þegar Hervör Þorvaldsdóttir héraðsdómari varð forseti Landsréttar síðastliðið haust. „Héraðsdómarar eiga rétt á að skipta um starfsvettvang, eftir þrjú ár í starfi,“ segir Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar. Það gerist þegar dómari hættir sökum aldurs eða hverfur frá störfum. Ólöf segir að þá skapist svokallaður flutningsréttur, en boð um slíkt sé sent á alla dómara. „Þetta er til að auka hreyfanleika í kerfinu sem er mjög mikilvægt,“ útskýrir Ólöf. Þórður S. Gunnarsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur frá 2012, lætur af störfum vegna aldurs á næstu dögum, en hann verður sjötugur á þriðjudag. Ólöf segir að hæfnisnefndin sé að ljúka þeirri vinnu að skipa í lausa stöðu við réttinn. Sá dómari mun, þrátt fyrir þessar tilfærslur, taka sæti í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ólöf segir það fordæmalaust að svo margar stöður séu lausar á sama tíma. Skipan dómara í Landsrétt skýri það.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira