Fótbolti

ÍBV semur við fyrrum varnarmann Napoli og Parma

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ignacio í leik með Napoli í Serie A
Ignacio í leik með Napoli í Serie A vísir/getty

Bikarmeistarar ÍBV hafa samið við argentínska varnarmanninn Ignacio Fideleff.

Ignacio þessi er 28 ára gamall varnarmaður og þótti afar efnilegur á sínum yngri árum. Hann á til að mynda níu landsleiki fyrir U-20 ára landslið Argentínu þar sem hann skoraði eitt mark.

Ignacio ólst upp hjá Newell´s Old Boys í Argentínu og lék yfir 30 leiki með liðinu áður en hann var seldur til Ítalíu fyrir rúmar þrjár milljónir evra sumarið 2011.

Hann var samningsbundinn ítalska stórliðinu Napoli frá 2011-2016 en lék hins vegar aðeins fjóra deildarleiki fyrir félagið á þeim tíma. Hann var lánaður víða og til að mynda til Parma og Maccabi Tel Aviv þar sem hann hjálpaði síðarnefnda liðinu að vinna ísraelsku úrvalsdeildina 2013.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.