Einhverfir bruggarar vilja opna huga atvinnurekenda Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2018 21:00 Tilgangur brugghússins People like us er fjölþættur, fyrir utan að brugga úrvals bjór eru sköpuð störf fyrir einhverfa og öðrum atvinnurekendum veittur innblástur til að gera slíkt hið sama. „Um 60-80% þeirra sem eru á einhverfurófinu í Danmörku eru ekki á vinnumarkaði,“ segir Alberte Jannicke, kynningar- og fjölmiðlafulltrúi People like us. „Það er ekki af því að þau vilja það ekki eða geta það ekki. En uppbygging vinnumarkaðarins kemur í veg fyrir að þau komist út á markaðinn og fordómarnir eyðileggja möguleika þeirra til að sýna hvað þau geta. Það sem við gerum í People like us er að ráða fólk til starfa til að gera það sem það er hæft til, sem samræmist áhuga þeirra og hæfileikum, en gerum ekki kröfur um að þau geri það sem þau eiga erfitt með.“Alberte og Ronnie eru bæði á einhverfurófinu og starfa í bruggverksmiðjunni People like usvísir/stillaAlberte er sjálf með asperger og nýtur sín vel í starfi kynningarstjóra brugghússins. „Ég er líka með ADHD og hausinn á mér starfar hratt og stöðugt. En ég hef fundið stað þar sem það er kostur, að þróa verkefni, vera skapandi og taka frumkvæði. En ég gæti ekki starfað við bókhald og gera sömu verkefnin sí og æ. Þá kemuru fötlunin fram, en á öðrum stöðum er hún kostur.“ Ronnie Ferdinandsen er einhverfur og með félagsfælni en starfar þó við að hitta fólk í Brugghúsinu. „Framkvæmdastjórinn kom til mín og bað mig um að vera andlit brugghússins og segja mína sögu út á við. Það fyrsta sem ég hugsaði var að ég gæti það ekki af því að ég er með félagsfælni og því starfi þyrfti ég að tala við fólk. En svo hugsaði ég að þetta gæti verið eina leiðin til að vinna með fælnina og ná framförum. Og nú stend ég hér á Íslandi og tala við þig.“ Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Tilgangur brugghússins People like us er fjölþættur, fyrir utan að brugga úrvals bjór eru sköpuð störf fyrir einhverfa og öðrum atvinnurekendum veittur innblástur til að gera slíkt hið sama. „Um 60-80% þeirra sem eru á einhverfurófinu í Danmörku eru ekki á vinnumarkaði,“ segir Alberte Jannicke, kynningar- og fjölmiðlafulltrúi People like us. „Það er ekki af því að þau vilja það ekki eða geta það ekki. En uppbygging vinnumarkaðarins kemur í veg fyrir að þau komist út á markaðinn og fordómarnir eyðileggja möguleika þeirra til að sýna hvað þau geta. Það sem við gerum í People like us er að ráða fólk til starfa til að gera það sem það er hæft til, sem samræmist áhuga þeirra og hæfileikum, en gerum ekki kröfur um að þau geri það sem þau eiga erfitt með.“Alberte og Ronnie eru bæði á einhverfurófinu og starfa í bruggverksmiðjunni People like usvísir/stillaAlberte er sjálf með asperger og nýtur sín vel í starfi kynningarstjóra brugghússins. „Ég er líka með ADHD og hausinn á mér starfar hratt og stöðugt. En ég hef fundið stað þar sem það er kostur, að þróa verkefni, vera skapandi og taka frumkvæði. En ég gæti ekki starfað við bókhald og gera sömu verkefnin sí og æ. Þá kemuru fötlunin fram, en á öðrum stöðum er hún kostur.“ Ronnie Ferdinandsen er einhverfur og með félagsfælni en starfar þó við að hitta fólk í Brugghúsinu. „Framkvæmdastjórinn kom til mín og bað mig um að vera andlit brugghússins og segja mína sögu út á við. Það fyrsta sem ég hugsaði var að ég gæti það ekki af því að ég er með félagsfælni og því starfi þyrfti ég að tala við fólk. En svo hugsaði ég að þetta gæti verið eina leiðin til að vinna með fælnina og ná framförum. Og nú stend ég hér á Íslandi og tala við þig.“
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira