Frans páfi vill efla baráttu gegn ofbeldi Þórdís Valsdóttir skrifar 21. janúar 2018 10:31 Frans páfi er í vikulangri heimsókn í Suður Ameríku um þessar mundir. Vísir/getty Frans páfi er í heimsókn í Perú um þessar mundir og lagði orð í belg um ofbeldi gegn konum í Suður Ameríku. Páfinn segir ofbeldi sem konur verða fyrir í álfunni vera „plágu“ sem þarf að kljást við. BBC greinir frá. „Það eru svo mörg dæmi um ofbeldi sem þaggað er niður í á bakvið svo marga veggi,“ sagði Páfinn í messu í bænum Trujillo í Perú á laugardag. Helmingur þeirra 25 landa með hæstu tíðni morða á konum í heiminum eru í Suður Ameríku samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum. „Ég biðla til ykkar að berjast gegn þessari uppsprettu þjáninga, þar á meðal með löggjöf og menningu sem hafnar hvers kyns ofbeldi,“ sagði Frans páfi.Móðgaði þolendur misnotkunar Frans páfi hefur verið í Perú frá því á fimmtudag eftir að hafa verið í Síle. Í Síle reitti páfinn þolendur misnotkunar til reiði með því að saka þolendurna um að rægja biskup í landinu. Þolendurnir sem voru misnotaðir af kaþólska prestsinum Fernando Kardima sökuðu biskupinn um að hylma yfir brotum prestsins. Páfinn sagði að „engar sannanir“ væru fyrir því að biskupinn, Juan Barros, hafi hylmt yfir með níðingsprestinum. „Það er ekki eitt einasta sönnungargagn gegn honum. Þetta er allt rógur. Er það skilið?,“ sagði páfinn. Hann sagði einnig við blaðamenn á svæðinu að hann myndi ræða málið frekar ef einhver sönnunargögn gegn Barros kæmu upp á yfirborðið. Níðingspresturinn Kardima var sakaður um að hafa misnotað fjölda unglingsstráka í höfuðborginni Santiago frá árinu 1980. Vatíkanið dæmdi hann sekann árið 2011 og dæmdi hann til lífslangrar betrunar og bæna. Kardima var ekki sóttur til saka í Síle því brotin voru fyrnd. Þolendur Kardima hafa borið vitni um að Barros biskup hafi verið vitni að misnotkuninni. „Það sem páfinn hefur gert hérna í dag er móðgandi og særandi, ekki einungis við okkur, heldur alla sem vilja binda enda á misnotkun,“ sagði einn þolenda Kardima í viðtali við BBC. Chile Suður-Ameríka Trúmál Tengdar fréttir Páfi ætlar að hitta fórnarlömb Pinochet í Síle Um þrjú þúsund manns voru myrtir eða látnir hverfa í Síle í valdatíð einræðisherrans Augusto Pinochet. 11. janúar 2018 14:17 Rányrkju á Amazon-svæðinu verði hætt Frans páfi sagði að aldrei hafi meiri hætta steðjað að frumbyggjum Amazon-frumskógarins. 20. janúar 2018 10:30 Páfi hvetur ríki heimsins til að skella ekki í lás Frans páfi sagði það ekki samræmast kristinni trú að skella í lás. Hvatti ríki heims til að taka á móti innflytjendum sem hefðu þurft að þola mikla kúgun. 19. janúar 2018 07:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Frans páfi er í heimsókn í Perú um þessar mundir og lagði orð í belg um ofbeldi gegn konum í Suður Ameríku. Páfinn segir ofbeldi sem konur verða fyrir í álfunni vera „plágu“ sem þarf að kljást við. BBC greinir frá. „Það eru svo mörg dæmi um ofbeldi sem þaggað er niður í á bakvið svo marga veggi,“ sagði Páfinn í messu í bænum Trujillo í Perú á laugardag. Helmingur þeirra 25 landa með hæstu tíðni morða á konum í heiminum eru í Suður Ameríku samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum. „Ég biðla til ykkar að berjast gegn þessari uppsprettu þjáninga, þar á meðal með löggjöf og menningu sem hafnar hvers kyns ofbeldi,“ sagði Frans páfi.Móðgaði þolendur misnotkunar Frans páfi hefur verið í Perú frá því á fimmtudag eftir að hafa verið í Síle. Í Síle reitti páfinn þolendur misnotkunar til reiði með því að saka þolendurna um að rægja biskup í landinu. Þolendurnir sem voru misnotaðir af kaþólska prestsinum Fernando Kardima sökuðu biskupinn um að hylma yfir brotum prestsins. Páfinn sagði að „engar sannanir“ væru fyrir því að biskupinn, Juan Barros, hafi hylmt yfir með níðingsprestinum. „Það er ekki eitt einasta sönnungargagn gegn honum. Þetta er allt rógur. Er það skilið?,“ sagði páfinn. Hann sagði einnig við blaðamenn á svæðinu að hann myndi ræða málið frekar ef einhver sönnunargögn gegn Barros kæmu upp á yfirborðið. Níðingspresturinn Kardima var sakaður um að hafa misnotað fjölda unglingsstráka í höfuðborginni Santiago frá árinu 1980. Vatíkanið dæmdi hann sekann árið 2011 og dæmdi hann til lífslangrar betrunar og bæna. Kardima var ekki sóttur til saka í Síle því brotin voru fyrnd. Þolendur Kardima hafa borið vitni um að Barros biskup hafi verið vitni að misnotkuninni. „Það sem páfinn hefur gert hérna í dag er móðgandi og særandi, ekki einungis við okkur, heldur alla sem vilja binda enda á misnotkun,“ sagði einn þolenda Kardima í viðtali við BBC.
Chile Suður-Ameríka Trúmál Tengdar fréttir Páfi ætlar að hitta fórnarlömb Pinochet í Síle Um þrjú þúsund manns voru myrtir eða látnir hverfa í Síle í valdatíð einræðisherrans Augusto Pinochet. 11. janúar 2018 14:17 Rányrkju á Amazon-svæðinu verði hætt Frans páfi sagði að aldrei hafi meiri hætta steðjað að frumbyggjum Amazon-frumskógarins. 20. janúar 2018 10:30 Páfi hvetur ríki heimsins til að skella ekki í lás Frans páfi sagði það ekki samræmast kristinni trú að skella í lás. Hvatti ríki heims til að taka á móti innflytjendum sem hefðu þurft að þola mikla kúgun. 19. janúar 2018 07:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Páfi ætlar að hitta fórnarlömb Pinochet í Síle Um þrjú þúsund manns voru myrtir eða látnir hverfa í Síle í valdatíð einræðisherrans Augusto Pinochet. 11. janúar 2018 14:17
Rányrkju á Amazon-svæðinu verði hætt Frans páfi sagði að aldrei hafi meiri hætta steðjað að frumbyggjum Amazon-frumskógarins. 20. janúar 2018 10:30
Páfi hvetur ríki heimsins til að skella ekki í lás Frans páfi sagði það ekki samræmast kristinni trú að skella í lás. Hvatti ríki heims til að taka á móti innflytjendum sem hefðu þurft að þola mikla kúgun. 19. janúar 2018 07:00