Segir fólk á einhverfurófi alls ekki gagnlaust á vinnumarkaði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. janúar 2018 20:30 Í gær sögðum við frá einhverfum bruggurum frá Danmörku en þar í landi er aðeins um 30% atvinnuþátttaka einhverfra og má gera ráð fyrir að staðan sé svipuð á Íslandi. Á síðustu sjö árum hafa 120 einstaklingar komið í þjálfun Specialisterne á Íslandi sem stuðla að atvinnuþátttöku einhverfra og hafa 50 þeirra komist út á vinnumarkaðinn. Bjarni Torfi Álfþórsson, framkvæmdastjóri Specialisterna, segir hræðslu við hið óþekkta fækka atvinnutækifærunum. „Ég hef átt í tölvupóstsamskiptum við marga framkvæmdastjóra og þeir taka ljúflega í þetta. En þegar kemur að þeim sem eiga að stafa nær þeim, þá kemur upp ótti um að þetta sé íþyngjandi og erfitt," segir Bjarni en bætir við að árangurinn hafi verið góður. „Allir sem hafa farið frá okkur í vinnu hafa staðið undir væntingum þannig að ég skora á atvinnurekendur að gefa okkur tækifæri.“ Leturprent gaf starfsmanni með asperger tækifæri og byrjaði Daði Gunnlaugsson að vinna hjá þeim fyrir rúmum þremur árum. Burkni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri, segir hann standa sig vel. „Við finnum að hann er farinn að taka fleiri ákvarðanir sjálfur og tekur þátt í flóknari verkefnum. Þetta er bara mjög gott.“ Daði segir Asperger-heilkenni fyrst og fremst félagslega hamlandi. „Jafnvel við að tala við þig núna þá er ég með smá stress inni í mér en ég reyni bara að þrýsta þessu niður. Ég reyni bara að haga mér þannig að ég sé að tala við mig sjálfan.“ Daði er alsæll með starfið, segir verkefnin fjölbreytt og skemmtileg. Áður var hann atvinnulaus í þrjú ár og fyrir það vann hann hjá póstinum „Eina sem ég gerði var að flokka póst og mér leiddist svo mikið að ég fór að raða stöflunum þannig að þeir voru alveg þráðbeinir. Þá hugsaði ég að það væri tímabært fyrir mig að skipta um vinnu.“ Daði vonar að fleiri á einhverfurófinu fái tækifæri á vinnumarkaði. „Sumir staðir geta ekki tekið við liði eins og mér af því að þau treysta okkur ekki og halda að við séum gagnlaust fólk. Að lið eins og ég sé gagnlaust. En þegar kemur að fólki með Asperger þá er það bara með takmarkanir, fólk er gott í sumu og kannski vonlaust í öðru," segir Daði. Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Í gær sögðum við frá einhverfum bruggurum frá Danmörku en þar í landi er aðeins um 30% atvinnuþátttaka einhverfra og má gera ráð fyrir að staðan sé svipuð á Íslandi. Á síðustu sjö árum hafa 120 einstaklingar komið í þjálfun Specialisterne á Íslandi sem stuðla að atvinnuþátttöku einhverfra og hafa 50 þeirra komist út á vinnumarkaðinn. Bjarni Torfi Álfþórsson, framkvæmdastjóri Specialisterna, segir hræðslu við hið óþekkta fækka atvinnutækifærunum. „Ég hef átt í tölvupóstsamskiptum við marga framkvæmdastjóra og þeir taka ljúflega í þetta. En þegar kemur að þeim sem eiga að stafa nær þeim, þá kemur upp ótti um að þetta sé íþyngjandi og erfitt," segir Bjarni en bætir við að árangurinn hafi verið góður. „Allir sem hafa farið frá okkur í vinnu hafa staðið undir væntingum þannig að ég skora á atvinnurekendur að gefa okkur tækifæri.“ Leturprent gaf starfsmanni með asperger tækifæri og byrjaði Daði Gunnlaugsson að vinna hjá þeim fyrir rúmum þremur árum. Burkni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri, segir hann standa sig vel. „Við finnum að hann er farinn að taka fleiri ákvarðanir sjálfur og tekur þátt í flóknari verkefnum. Þetta er bara mjög gott.“ Daði segir Asperger-heilkenni fyrst og fremst félagslega hamlandi. „Jafnvel við að tala við þig núna þá er ég með smá stress inni í mér en ég reyni bara að þrýsta þessu niður. Ég reyni bara að haga mér þannig að ég sé að tala við mig sjálfan.“ Daði er alsæll með starfið, segir verkefnin fjölbreytt og skemmtileg. Áður var hann atvinnulaus í þrjú ár og fyrir það vann hann hjá póstinum „Eina sem ég gerði var að flokka póst og mér leiddist svo mikið að ég fór að raða stöflunum þannig að þeir voru alveg þráðbeinir. Þá hugsaði ég að það væri tímabært fyrir mig að skipta um vinnu.“ Daði vonar að fleiri á einhverfurófinu fái tækifæri á vinnumarkaði. „Sumir staðir geta ekki tekið við liði eins og mér af því að þau treysta okkur ekki og halda að við séum gagnlaust fólk. Að lið eins og ég sé gagnlaust. En þegar kemur að fólki með Asperger þá er það bara með takmarkanir, fólk er gott í sumu og kannski vonlaust í öðru," segir Daði.
Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira