Ekki hægt að leggja ofurskatta á grein í uppbyggingu Aron Ingi Guðmundsson skrifar 23. janúar 2018 06:00 Fiskeldisfyrirtæki hafa fengið leyfi fyrir stórauknu fiskeldi í Patreksfirði. Vísir/Aron Ingi Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, segir ekki hægt að bera saman fiskeldisiðnaðinn hér á landi og í Noregi í ljósi ummæla Óttars Yngvasonar í Fréttablaðinu í gær. „Í fyrsta lagi er það þannig að í Noregi eru núna framleiddar 1,3 milljónir tonna af laxi. Fiskeldið þar hefur verið að byggjast sveiflukennt upp á síðustu fjörutíu árum. Við erum að slíta barnsskónum og heildarframleiðsla af laxi hjá okkur í sjókvíum í fyrra var í kringum 10.000 tonn. Það sjá allir að það er ekki hægt að leggja ofurskatta á grein sem er í uppbyggingu, enda gerðu Norðmenn það ekki fyrr en þeir voru komnir með um 500.000 tonna framleiðslu. Þá fóru þeir að beita þeirri gjaldtöku sem þekkist hjá þeim í dag,“ segir Einar og bætir við að leyfin sem veitt eru í Noregi séu varanleg leyfi, en tímabundin leyfi séu gefin út á Íslandi. „En þrátt fyrir að við séum stutt komin þá eru fiskeldisfyrirtæki farin að skila inn verulegum tekjum til sveitarfélaga þar sem þau starfa. Við erum með væntingar um 70-130.000 tonna ársframleiðslu og miðað við það getum við verið að tala um að tekjur sveitarfélaga verði upp á um það bil tvo milljarða króna.“ Einar segir að það séu góðar ástæður fyrir því að erlent eignarhald sé áberandi hjá fiskeldisfyrirtækjum hérlendis. „Það hefur verið lögð áhersla á að fá erlent fjármagn inn í atvinnugreinar hér á landi. Því miður kom ekki inn mikið fé frá Íslendingum þegar leitað var eftir fjárfestingu í fiskeldi á sínum tíma. En með því að fá inn erlenda aðila með þekkingu og reynslu í greininni þá styrkist iðnaðurinn hér.“ Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir norsk fiskeldisfyrirtæki spara milljarða á að flytja til Íslands Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og átta veiðifélög og veiðiréttarhafar krefjast þess að ógilt verði starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá 22. nóvember síðastliðnum fyrir Arctic Sea Farm hf. á 4.000 tonna ársframleiðslu af regnbogasilungi og laxi í opnum sjókvíum í Dýrafirði. 22. janúar 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva, segir ekki hægt að bera saman fiskeldisiðnaðinn hér á landi og í Noregi í ljósi ummæla Óttars Yngvasonar í Fréttablaðinu í gær. „Í fyrsta lagi er það þannig að í Noregi eru núna framleiddar 1,3 milljónir tonna af laxi. Fiskeldið þar hefur verið að byggjast sveiflukennt upp á síðustu fjörutíu árum. Við erum að slíta barnsskónum og heildarframleiðsla af laxi hjá okkur í sjókvíum í fyrra var í kringum 10.000 tonn. Það sjá allir að það er ekki hægt að leggja ofurskatta á grein sem er í uppbyggingu, enda gerðu Norðmenn það ekki fyrr en þeir voru komnir með um 500.000 tonna framleiðslu. Þá fóru þeir að beita þeirri gjaldtöku sem þekkist hjá þeim í dag,“ segir Einar og bætir við að leyfin sem veitt eru í Noregi séu varanleg leyfi, en tímabundin leyfi séu gefin út á Íslandi. „En þrátt fyrir að við séum stutt komin þá eru fiskeldisfyrirtæki farin að skila inn verulegum tekjum til sveitarfélaga þar sem þau starfa. Við erum með væntingar um 70-130.000 tonna ársframleiðslu og miðað við það getum við verið að tala um að tekjur sveitarfélaga verði upp á um það bil tvo milljarða króna.“ Einar segir að það séu góðar ástæður fyrir því að erlent eignarhald sé áberandi hjá fiskeldisfyrirtækjum hérlendis. „Það hefur verið lögð áhersla á að fá erlent fjármagn inn í atvinnugreinar hér á landi. Því miður kom ekki inn mikið fé frá Íslendingum þegar leitað var eftir fjárfestingu í fiskeldi á sínum tíma. En með því að fá inn erlenda aðila með þekkingu og reynslu í greininni þá styrkist iðnaðurinn hér.“
Fiskeldi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir norsk fiskeldisfyrirtæki spara milljarða á að flytja til Íslands Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og átta veiðifélög og veiðiréttarhafar krefjast þess að ógilt verði starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá 22. nóvember síðastliðnum fyrir Arctic Sea Farm hf. á 4.000 tonna ársframleiðslu af regnbogasilungi og laxi í opnum sjókvíum í Dýrafirði. 22. janúar 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Segir norsk fiskeldisfyrirtæki spara milljarða á að flytja til Íslands Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarfélagið Laxinn lifi og átta veiðifélög og veiðiréttarhafar krefjast þess að ógilt verði starfsleyfi Umhverfisstofnunar frá 22. nóvember síðastliðnum fyrir Arctic Sea Farm hf. á 4.000 tonna ársframleiðslu af regnbogasilungi og laxi í opnum sjókvíum í Dýrafirði. 22. janúar 2018 06:00