Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. janúar 2018 18:45 Sveitarstjórn Dalabyggðar undirritaði viljayfirlýsingu um byggingu vindmyllugarðs áður en umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins gat tekið afstöðu til málsins. Áætluð raforkuframleiðsla vindmyllanna, sem verða á bilinu þrjátíu til fjörutíu, er um helmingur þess sem Búrfellsvirkjun framleiðir. Forsaga málsins er sú að í byrjun ágúst á síðasta ári var 1700 hektara jörð að Hróðnýjarstöðum í Dalabyggð seld til bræðranna Magnúsar og Sigurðar Jóhannessona og rúmum þremur vikum seinna var vilja- og samstarfsyfirlýsing borin undir fund sveitarstjórnar, þar sem fyrirtækið Storm Orka ehf. í eigu fyrrnefndra bræðra, áformi að koma upp vindorkugarði á á staðnum ef tilskilin leyfi fást og óskað var eftir samstarfi við Dalabyggð varðandi skipulagsmál og fleira. Sveitarstjórn tók jákvætt í hugmyndir Storm orku en vísaði málinu til umsagnar um miðjan september, til umhverfis- og skipulagsnefndar sem átti erfitt með að taka afstöðu til verkefnisins þar sem gögn vantaði, svo sem afstöðumynd, stærð og fjölda vindmylla og flatarmál vindorkugarðsins. Fjórum dögum síðar fundar sveitarstjórn aftur vegna málsins en framkvæmdastjóri Storm Orku, Magnús B. Jóhannsson sat fundinn og skýrði frá áformum fyrirtækisins. Á fundinum var lagt til að sveitarstjórn samþykkti vilja- og samstarfsyfirlýsinguna. og var það gert með sex atkvæðum. Athygli vekur að viljayfirlýsingin var undirrituð áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði getað tekið afstöðu til málsins. Áform eru upp um að reisa 30-40 vindmyllur í landi Hróðnýjarstaða og verður samanlögð raforkuframleiðsla þeirra um 130 MW eða um helmingi minni en Búrfellsvirkjun. Ljóst er að um mikil mannvirki er að ræða en áætluð hæð hvers turns getur orðið allt að 120 metrar og með hæsta punkti vængs um eða yfir 180 metra hæð. Frá því málið kom upp snemma í haust hefur það lítið sem ekkert verið kynnt íbúum á svæðinu en núna fyrst tæpum sex mánuðum síðar hafi sveitarstjórn boðað til íbúafundar annað kvöld en honum hefur verið frestað fram í næstu viku í samráði við veðurfræðing hjá Veðurstofu Íslands vegna slæmrar veðurspár. Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð Eigendur Storm Orku vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Hróðnýjarstöðum skammt frá Búðardal. Þeir undirrituðu í september viljayfirlýsingu ásamt Dalabyggð. Keyptu jörðina í ágúst og ætla að halda íbúafund í næsta mánuði. 18. október 2017 06:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Sveitarstjórn Dalabyggðar undirritaði viljayfirlýsingu um byggingu vindmyllugarðs áður en umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins gat tekið afstöðu til málsins. Áætluð raforkuframleiðsla vindmyllanna, sem verða á bilinu þrjátíu til fjörutíu, er um helmingur þess sem Búrfellsvirkjun framleiðir. Forsaga málsins er sú að í byrjun ágúst á síðasta ári var 1700 hektara jörð að Hróðnýjarstöðum í Dalabyggð seld til bræðranna Magnúsar og Sigurðar Jóhannessona og rúmum þremur vikum seinna var vilja- og samstarfsyfirlýsing borin undir fund sveitarstjórnar, þar sem fyrirtækið Storm Orka ehf. í eigu fyrrnefndra bræðra, áformi að koma upp vindorkugarði á á staðnum ef tilskilin leyfi fást og óskað var eftir samstarfi við Dalabyggð varðandi skipulagsmál og fleira. Sveitarstjórn tók jákvætt í hugmyndir Storm orku en vísaði málinu til umsagnar um miðjan september, til umhverfis- og skipulagsnefndar sem átti erfitt með að taka afstöðu til verkefnisins þar sem gögn vantaði, svo sem afstöðumynd, stærð og fjölda vindmylla og flatarmál vindorkugarðsins. Fjórum dögum síðar fundar sveitarstjórn aftur vegna málsins en framkvæmdastjóri Storm Orku, Magnús B. Jóhannsson sat fundinn og skýrði frá áformum fyrirtækisins. Á fundinum var lagt til að sveitarstjórn samþykkti vilja- og samstarfsyfirlýsinguna. og var það gert með sex atkvæðum. Athygli vekur að viljayfirlýsingin var undirrituð áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði getað tekið afstöðu til málsins. Áform eru upp um að reisa 30-40 vindmyllur í landi Hróðnýjarstaða og verður samanlögð raforkuframleiðsla þeirra um 130 MW eða um helmingi minni en Búrfellsvirkjun. Ljóst er að um mikil mannvirki er að ræða en áætluð hæð hvers turns getur orðið allt að 120 metrar og með hæsta punkti vængs um eða yfir 180 metra hæð. Frá því málið kom upp snemma í haust hefur það lítið sem ekkert verið kynnt íbúum á svæðinu en núna fyrst tæpum sex mánuðum síðar hafi sveitarstjórn boðað til íbúafundar annað kvöld en honum hefur verið frestað fram í næstu viku í samráði við veðurfræðing hjá Veðurstofu Íslands vegna slæmrar veðurspár.
Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð Eigendur Storm Orku vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Hróðnýjarstöðum skammt frá Búðardal. Þeir undirrituðu í september viljayfirlýsingu ásamt Dalabyggð. Keyptu jörðina í ágúst og ætla að halda íbúafund í næsta mánuði. 18. október 2017 06:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð Eigendur Storm Orku vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Hróðnýjarstöðum skammt frá Búðardal. Þeir undirrituðu í september viljayfirlýsingu ásamt Dalabyggð. Keyptu jörðina í ágúst og ætla að halda íbúafund í næsta mánuði. 18. október 2017 06:00