Lífið

Myndaklúður í minningargreinum Moggans komið í heimsfréttirnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Óheppileg mistök í Mogganum.
Óheppileg mistök í Mogganum.

Þau leiðinlegu mistök eru í Morgunblaðinu í dag að mynd af Ed Sheeran fylgir með minningargrein manns sem lést hér á landi á dögunum.

Mynd af Sheeran má sjá við minningargrein Íslendings sem lést 19. desember á síðasta ári. Maðurinn fæddist árið 1935 en sjálfur er söngvarinn fæddur árið 1991. Vísir greindi frá málinu fyrr í dag en nú er málið komið í heimsfréttirnar. Breski miðillinn Metro greinir frá málinu og hefur það einnig ratað á Twitter.

Sheeran er einn allra vinsælasti tónlistarmaður heims í dag og selst upp á alla hans tónleika, hvar sem hann kemur fram.

Það þarf því ekki að koma á óvart að slík mistök farið í fréttir erlendis.

vísir/getty

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.