Klukkan tifar á stjórnvöld og aðila vinnumarkaðarins Heimir Már Pétursson skrifar 10. janúar 2018 20:18 Aðilar almenna vinnumarkaðarins ásamt forystufólki samtaka starfsmanna ríkis og sveitarfélaga funduðu nú síðdegis með ráðherrum til að ræða hvernig stjórnvöld geta komið að gerð kjarasamninga. Tæpir tveir mánuðir eru þar til endurskoðunarákvæði samninga á almenna markaðnum tekur gildi. Eitt stærsta verkefni ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og kannski prófsteinninn á hana verður hvernig til tekst að ná samkomulagi á vinnumarkaðnum. Aðilar vinnumarkaðarins komu einmitt til fundar við ráðherra í ríkisstjórninni í Ráðherrabústaðnum í dag. Þetta er annar óformlegur fundur fulltrúa Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambandsins, samtaka starfsmanna hjá ríki og sveitarfélögum með leiðtogum stjórnarflokkanna þriggja. Það er mikil spenna á vinnumarkaðnum þar sem samningar starfsmanna ríkis og sveitarfélaga eru margir lausir eða að losna og samkvæmt endurskoðunarákvæði samninga á almennum markaði væri hægt að segja þeim upp í lok febrúar. Verkefni stjórnvalda og allra þeirra sem að koma er að tryggja að ekki fari af stað svo kallað höfrungahlaup á vinnumarkaðnum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra reiknar með að fundirnir eigi eftir að verða fleiri áður en samkomulag næst. „Við erum bara að hittast hér með óformlegum hætti. Stjórnvöld og fulltrúar heildarsamtaka á vinnumarkaði til að fara yfir stöðuna. Þannig að það er markmið fundarins. Það er ekki stefnt að neinni niðurstöðu í hans lok. Þetta er bara vinna sem er í gangi,“ sagði Katrín áður en hún hélt til fundarins. Kjaramál Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira
Aðilar almenna vinnumarkaðarins ásamt forystufólki samtaka starfsmanna ríkis og sveitarfélaga funduðu nú síðdegis með ráðherrum til að ræða hvernig stjórnvöld geta komið að gerð kjarasamninga. Tæpir tveir mánuðir eru þar til endurskoðunarákvæði samninga á almenna markaðnum tekur gildi. Eitt stærsta verkefni ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur og kannski prófsteinninn á hana verður hvernig til tekst að ná samkomulagi á vinnumarkaðnum. Aðilar vinnumarkaðarins komu einmitt til fundar við ráðherra í ríkisstjórninni í Ráðherrabústaðnum í dag. Þetta er annar óformlegur fundur fulltrúa Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambandsins, samtaka starfsmanna hjá ríki og sveitarfélögum með leiðtogum stjórnarflokkanna þriggja. Það er mikil spenna á vinnumarkaðnum þar sem samningar starfsmanna ríkis og sveitarfélaga eru margir lausir eða að losna og samkvæmt endurskoðunarákvæði samninga á almennum markaði væri hægt að segja þeim upp í lok febrúar. Verkefni stjórnvalda og allra þeirra sem að koma er að tryggja að ekki fari af stað svo kallað höfrungahlaup á vinnumarkaðnum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra reiknar með að fundirnir eigi eftir að verða fleiri áður en samkomulag næst. „Við erum bara að hittast hér með óformlegum hætti. Stjórnvöld og fulltrúar heildarsamtaka á vinnumarkaði til að fara yfir stöðuna. Þannig að það er markmið fundarins. Það er ekki stefnt að neinni niðurstöðu í hans lok. Þetta er bara vinna sem er í gangi,“ sagði Katrín áður en hún hélt til fundarins.
Kjaramál Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira