Einn kínverskur ferðamaður liggur enn á gjörgæslu Landspítalans eftir rútuslysið við Kirkjubæjarklaustur. Einn liggur á almennri legudeild. Einn fórst í slysinu.
Slysið varð þann 27. desember síðastliðinn með þeim hætti að rúta fór út af hringveginum um sex kílómetra frá Kirkjubæjarklaustri. Í bílnum voru 44 kínverskir ferðamenn auk íslensks bílstjóra.
Alls voru tólf manns flutt á Landspítalann með þyrlum Landhelgisgæslunnar, þar af níu alvarlega slösuð. Tíu hinna slösuðu hafa nú verið útskrifaðir af spítalanum.

