Jónína segist skapi næst að hvetja „strákana okkar“ til að nafngreina stelpur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2018 20:15 Jónína Benediktsdóttir segist muna eftir því þegar Hafdís Inga Hinriksdóttir beið eftir landsliðsmönnum í handbolta árið 1984. Þá var Hafdís hins vegar aðeins þriggja ára. vísir/ernir Jónína Benediktsdóttir lýsir sinni upplifun af því hvernig áhugasamar konur hafi setið fyrir íslenskum landsliðsmönnum í handbolta á árum áður þegar þeir luku æfingu. Segir hún eina konuna, sem sagði sögu sína í hópi íþróttakvenna undir merkjum #metoo í gær, einfaldlega hafa verið ástfangna af giftum manni, og ekkert farið í felur með það. Henni hafi ekki verið nauðgað. Tilefni skrifa Jónínu er frásögn Hafdísar Ingu Hinriksdóttur, fyrrverandi landsliðskonu í handbolta, í Kastljósi í gærkvöldi. Þar lýsti Hafdís því að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu fyrrum landsliðsmanns í handbolta þegar hún var 16 ára gömul. Landsliðsmaðurinn var 25 ára. Nokkur ár eru síðan Hafdís sagði sögu sína en hún var ein 62 frásagna sem íþróttakonur, undir forystu Hafdísar, sendu fjölmiðlum í gær. Hafdís hefur komið fram fyrir hönd á sjötta hundrað íþróttakvenna sem krefjast breytinga; að geta stundað íþróttir án þess að verða fyrir ofbeldi eða áreitni. Fjölmargir, meðal annars Hafdís, svara Jónínu í þræðinum. Bendir fólk á að það sé ekki aðeins skrif hennar sem séu fyrir neðan allar hellur heldur sé hún að misskilja allt saman. Þannig segir Jónína frá því þegar hún tók karlalandsliðið í handbolta í eróbikk í aðdraganda Ólympíuleikanna í Los Angeles árið 1984. „Þeir komu til mín í Stúdíó Jónínu og Ágústu og þar púluðum við í klukkutíma. Þegar þeir síðan komu úr sturtu, giftir og ógiftir menn, þjóðhetjur var varla þverfótað fyrir áhugasömum konum í andyrinu,“ segir Jónína. Hún segir alla landsliðsmennina í Ólympíuhópnum 1984 liggja undir grun eftir nafnlausa frásögn Hafdísar Ingu.Hafdís Inga Hinriksdóttir þakkar Jónínu kærlega fyrir að gera lítið úr ofbeldi sem hún varð fyrir sextán ára gömul.Hafdís Inga er aftur á móti fædd árið 1981 og var því þriggja ára umrætt ár. Hún var aftur á móti sextán ára árið 1997 þegar hún segir að landsliðsmaðurinn, níu árum eldri, hafi nauðgað sér. Jónína segist engu að síður muna eftir henni, eftir að hafa séð Kastljósið í gærkvöldi. „Ég gleymi seint andlitum og þessir vinir mínir áttu fótum sínum fjör að launa og fyrir þá að halda í hjónabandið var iðulega varla hægt svo ágengar voru þessar konur margar,“ segir Jónína um upplifun sína að loknum eróbikktíma árið 1984. „Auðvitað getur svona athygli verið freistandi en í gær var það freistandi fyrir mig að benda á andlit og segja þér var ekki nauðgað þú varst einfaldlega ástfangin af giftum manni og fórst ekkert í felur með það.“ Jónínu virðist umhugað um einkalíf landsliðsmanna í handbolta. Þeir hafi átt erfitt uppdráttar, svo vinsælir hafi þeir verið.Ruddust inn í líf strákanna „í tíma og ótíma“ Jónína segir ekki allt sem sýnist. Henni sé skapi næst að hvetja „strákana okkar“ til að nafngreina þær konur „sem ruddust inn í líf þeirra í tíma og ótíma“. „Konur bera líka ábyrgð á orðum sínum og gjörðum ekki bara karlar. Persónulega finnst mér svona hálkveðnar vísur aulaháttur. Ef einhver nauðgar þér kærðu hann til lögreglu en búðu ekki til angistarástand í fjölda hjónabanda. Fordæmum ofbeldi en látum ekki misnota okkur í Kastljósi aftur.“ Hafdís svarar Jónínu einfaldlega með því að benda henni á að frásögnin gangi ekki upp. „Sæl Jónína. Ef þú ert að saka mig um að hafa hangið, 3 ára, fyrir framan klefa þessara leikmanna Bógdans, þá bara verði þér að góðu. Árið 1984 fór hann með lið sitt á Ólympíuleikana í Los Angeles, ég er fædd 1981. Annars bara þakka ég þér fyrir að kasta rýrð á frásögn mína um það ömurlega ofbeldi sem ég mátti þola 16 ára gömul. En þeir sem hafa eitthvað vit í kollinum hljóta að sjá að þessi orð þín eiga ekki við rök að styðjast.“ MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Íþróttakonur rjúfa þögnina: „Finnst okkur viðeigandi að dæmdir kynferðisafbrotamenn skuli spila fyrir íslenska landsliðið?“ Íslenskar íþróttakonur ræða nú saman um karlamenningu, áreitni og kynbundið ofbeldi innan íþrótta hér á landi en Hafdís Inga Hinriksdóttir segir að viðhorfið í íþróttaheiminum þurfi að breytast. 30. nóvember 2017 21:00 Íþróttafélög fái að skoða sakavottorð Íslensk íþróttafélög eru eftirbátar erlendra félaga varðandi verndun barna. Íþróttahreyfingin vinnur að siðareglum um kynferðisbrot. Mælst er til að félögin fái að skoða sakavottorð umsækjenda þyki tilefni til. 23. apríl 2013 08:00 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Jónína Benediktsdóttir lýsir sinni upplifun af því hvernig áhugasamar konur hafi setið fyrir íslenskum landsliðsmönnum í handbolta á árum áður þegar þeir luku æfingu. Segir hún eina konuna, sem sagði sögu sína í hópi íþróttakvenna undir merkjum #metoo í gær, einfaldlega hafa verið ástfangna af giftum manni, og ekkert farið í felur með það. Henni hafi ekki verið nauðgað. Tilefni skrifa Jónínu er frásögn Hafdísar Ingu Hinriksdóttur, fyrrverandi landsliðskonu í handbolta, í Kastljósi í gærkvöldi. Þar lýsti Hafdís því að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu fyrrum landsliðsmanns í handbolta þegar hún var 16 ára gömul. Landsliðsmaðurinn var 25 ára. Nokkur ár eru síðan Hafdís sagði sögu sína en hún var ein 62 frásagna sem íþróttakonur, undir forystu Hafdísar, sendu fjölmiðlum í gær. Hafdís hefur komið fram fyrir hönd á sjötta hundrað íþróttakvenna sem krefjast breytinga; að geta stundað íþróttir án þess að verða fyrir ofbeldi eða áreitni. Fjölmargir, meðal annars Hafdís, svara Jónínu í þræðinum. Bendir fólk á að það sé ekki aðeins skrif hennar sem séu fyrir neðan allar hellur heldur sé hún að misskilja allt saman. Þannig segir Jónína frá því þegar hún tók karlalandsliðið í handbolta í eróbikk í aðdraganda Ólympíuleikanna í Los Angeles árið 1984. „Þeir komu til mín í Stúdíó Jónínu og Ágústu og þar púluðum við í klukkutíma. Þegar þeir síðan komu úr sturtu, giftir og ógiftir menn, þjóðhetjur var varla þverfótað fyrir áhugasömum konum í andyrinu,“ segir Jónína. Hún segir alla landsliðsmennina í Ólympíuhópnum 1984 liggja undir grun eftir nafnlausa frásögn Hafdísar Ingu.Hafdís Inga Hinriksdóttir þakkar Jónínu kærlega fyrir að gera lítið úr ofbeldi sem hún varð fyrir sextán ára gömul.Hafdís Inga er aftur á móti fædd árið 1981 og var því þriggja ára umrætt ár. Hún var aftur á móti sextán ára árið 1997 þegar hún segir að landsliðsmaðurinn, níu árum eldri, hafi nauðgað sér. Jónína segist engu að síður muna eftir henni, eftir að hafa séð Kastljósið í gærkvöldi. „Ég gleymi seint andlitum og þessir vinir mínir áttu fótum sínum fjör að launa og fyrir þá að halda í hjónabandið var iðulega varla hægt svo ágengar voru þessar konur margar,“ segir Jónína um upplifun sína að loknum eróbikktíma árið 1984. „Auðvitað getur svona athygli verið freistandi en í gær var það freistandi fyrir mig að benda á andlit og segja þér var ekki nauðgað þú varst einfaldlega ástfangin af giftum manni og fórst ekkert í felur með það.“ Jónínu virðist umhugað um einkalíf landsliðsmanna í handbolta. Þeir hafi átt erfitt uppdráttar, svo vinsælir hafi þeir verið.Ruddust inn í líf strákanna „í tíma og ótíma“ Jónína segir ekki allt sem sýnist. Henni sé skapi næst að hvetja „strákana okkar“ til að nafngreina þær konur „sem ruddust inn í líf þeirra í tíma og ótíma“. „Konur bera líka ábyrgð á orðum sínum og gjörðum ekki bara karlar. Persónulega finnst mér svona hálkveðnar vísur aulaháttur. Ef einhver nauðgar þér kærðu hann til lögreglu en búðu ekki til angistarástand í fjölda hjónabanda. Fordæmum ofbeldi en látum ekki misnota okkur í Kastljósi aftur.“ Hafdís svarar Jónínu einfaldlega með því að benda henni á að frásögnin gangi ekki upp. „Sæl Jónína. Ef þú ert að saka mig um að hafa hangið, 3 ára, fyrir framan klefa þessara leikmanna Bógdans, þá bara verði þér að góðu. Árið 1984 fór hann með lið sitt á Ólympíuleikana í Los Angeles, ég er fædd 1981. Annars bara þakka ég þér fyrir að kasta rýrð á frásögn mína um það ömurlega ofbeldi sem ég mátti þola 16 ára gömul. En þeir sem hafa eitthvað vit í kollinum hljóta að sjá að þessi orð þín eiga ekki við rök að styðjast.“
MeToo Tengdar fréttir Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00 Íþróttakonur rjúfa þögnina: „Finnst okkur viðeigandi að dæmdir kynferðisafbrotamenn skuli spila fyrir íslenska landsliðið?“ Íslenskar íþróttakonur ræða nú saman um karlamenningu, áreitni og kynbundið ofbeldi innan íþrótta hér á landi en Hafdís Inga Hinriksdóttir segir að viðhorfið í íþróttaheiminum þurfi að breytast. 30. nóvember 2017 21:00 Íþróttafélög fái að skoða sakavottorð Íslensk íþróttafélög eru eftirbátar erlendra félaga varðandi verndun barna. Íþróttahreyfingin vinnur að siðareglum um kynferðisbrot. Mælst er til að félögin fái að skoða sakavottorð umsækjenda þyki tilefni til. 23. apríl 2013 08:00 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Íþróttakonur jafna leikinn: Lýsa áreitni, mismunun, ofbeldi og nauðgunum 462 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur sendu í dag frá sér MeToo yfirlýsingu ásamt 62 reynslusögum. 11. janúar 2018 15:00
Íþróttakonur rjúfa þögnina: „Finnst okkur viðeigandi að dæmdir kynferðisafbrotamenn skuli spila fyrir íslenska landsliðið?“ Íslenskar íþróttakonur ræða nú saman um karlamenningu, áreitni og kynbundið ofbeldi innan íþrótta hér á landi en Hafdís Inga Hinriksdóttir segir að viðhorfið í íþróttaheiminum þurfi að breytast. 30. nóvember 2017 21:00
Íþróttafélög fái að skoða sakavottorð Íslensk íþróttafélög eru eftirbátar erlendra félaga varðandi verndun barna. Íþróttahreyfingin vinnur að siðareglum um kynferðisbrot. Mælst er til að félögin fái að skoða sakavottorð umsækjenda þyki tilefni til. 23. apríl 2013 08:00