Íþróttafélög fái að skoða sakavottorð Hanna Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2013 08:00 Hafdís Inga Hinriksdóttir Íþróttafélögin vinna nú að gerð siðareglna er varða kynferðisbrot gegn börnum og ungmennum innan félaganna. Fá félög hafa slíkar reglur í dag. Verkefnið er samvinna Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) og Íþróttabandalags Reykjavíkur. Á nýafstöðnu íþróttaþingi ÍSÍ var samþykkt lagabreyting sem kveður á um að óheimilt sé að velja einstaklinga til íþróttahreyfingarinnar sem hlotið hafa refsidóma vegna kynferðisbrota. Það á bæði við um sjálfboðaliða og launaða starfsmenn. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir að þess verði ekki krafist að allir sem sækja um hjá íþróttafélögunum leggi fram sakavottorð. Samkvæmt æskulýðslögum sé þó heimild fyrir hendi til að óska framlagningar þess. „Það er öllum heimilt að láta umsækjendur vita um að mögulega verði óskað eftir sakavottorði,“ segir Líney. Á þinginu var einnig samþykkt áskorun gegn einelti og hvers kyns ofbeldi í íþróttahreyfingunni og eru aðildarfélögin hvött til að vinna gegn ofbeldi og einelti og setja sér viðbragðsáætlun þar að lútandi. Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta, kemur að þróun siðareglnanna. BA-ritgerð hennar í félagsráðgjöf við HÍ fjallaði um kynferðisofbeldi í íþróttum, siðareglur og fræðslu. Niðurstaða rannsóknarinnar er að íslensk íþróttafélög séu langt á eftir íþróttafélögum í öðrum löndum þegar kemur að verndun barna. Þjálfarar fái ekki fræðslu um forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum og þeir þekki ekki til verkferla hjá félögum sínum. „Kynferðislegt ofbeldi á sér stað innan íþrótta eins og annars staðar í samfélaginu. Það er ekki nóg að hafa siðareglur heldur verður líka að fara eftir þeim.“ segir Hafdís. Hún segir að íþróttahreyfingin verði að vera samstíga. Siðareglur, verkferlar, fræðsla og forvarnir verði að vera á hreinu. „Markmið okkar er ekki að draga úr íþróttaástundun barna heldur að bæta íþróttir. Gera þær enn þá betri og öruggari.“ Hafdís segir vinnu við siðareglurnar langt komna, en henni ljúki aldrei þar sem reglurnar verði að vera í sífelldri þróun. Íþróttafélögunum verður í sjálfsvald sett hvort þau starfa eftir siðareglunum. „Ég kalla eftir því að foreldrar fari inn í félögin og spyrji hvort að félagið starfi eftir ákveðnum siðareglum.“ Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Íþróttafélögin vinna nú að gerð siðareglna er varða kynferðisbrot gegn börnum og ungmennum innan félaganna. Fá félög hafa slíkar reglur í dag. Verkefnið er samvinna Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ) og Íþróttabandalags Reykjavíkur. Á nýafstöðnu íþróttaþingi ÍSÍ var samþykkt lagabreyting sem kveður á um að óheimilt sé að velja einstaklinga til íþróttahreyfingarinnar sem hlotið hafa refsidóma vegna kynferðisbrota. Það á bæði við um sjálfboðaliða og launaða starfsmenn. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir að þess verði ekki krafist að allir sem sækja um hjá íþróttafélögunum leggi fram sakavottorð. Samkvæmt æskulýðslögum sé þó heimild fyrir hendi til að óska framlagningar þess. „Það er öllum heimilt að láta umsækjendur vita um að mögulega verði óskað eftir sakavottorði,“ segir Líney. Á þinginu var einnig samþykkt áskorun gegn einelti og hvers kyns ofbeldi í íþróttahreyfingunni og eru aðildarfélögin hvött til að vinna gegn ofbeldi og einelti og setja sér viðbragðsáætlun þar að lútandi. Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta, kemur að þróun siðareglnanna. BA-ritgerð hennar í félagsráðgjöf við HÍ fjallaði um kynferðisofbeldi í íþróttum, siðareglur og fræðslu. Niðurstaða rannsóknarinnar er að íslensk íþróttafélög séu langt á eftir íþróttafélögum í öðrum löndum þegar kemur að verndun barna. Þjálfarar fái ekki fræðslu um forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum og þeir þekki ekki til verkferla hjá félögum sínum. „Kynferðislegt ofbeldi á sér stað innan íþrótta eins og annars staðar í samfélaginu. Það er ekki nóg að hafa siðareglur heldur verður líka að fara eftir þeim.“ segir Hafdís. Hún segir að íþróttahreyfingin verði að vera samstíga. Siðareglur, verkferlar, fræðsla og forvarnir verði að vera á hreinu. „Markmið okkar er ekki að draga úr íþróttaástundun barna heldur að bæta íþróttir. Gera þær enn þá betri og öruggari.“ Hafdís segir vinnu við siðareglurnar langt komna, en henni ljúki aldrei þar sem reglurnar verði að vera í sífelldri þróun. Íþróttafélögunum verður í sjálfsvald sett hvort þau starfa eftir siðareglunum. „Ég kalla eftir því að foreldrar fari inn í félögin og spyrji hvort að félagið starfi eftir ákveðnum siðareglum.“
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira