Fráskildum meinað að mæta á hjónaball á Fáskrúðsfirði: „Algjör tímaskekkja“ að mismuna fólki eftir hjúskaparstöðu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2018 22:00 Kristborg Bóel Steindórsdóttir hefur lengi látið sig málefni fráskilinna varða. Hún gagnrýndi þátttökureglur á stærstu skemmtun Fáskrúðsfirðinga harðlega á Facebook-síðu sinni í gær. Vísir/Samsett mynd Fráskildir mega ekki mæta á hið svokallaða hjónaball á Fáskrúðsfirði og hafa reglurnar sætt mikilli gagnrýni. Formaður hjónaballsnefndar segir ekki standa til að breyta aldargamalli hefð en ballið er haldið í 122. skipti í kvöld. Kristborg Bóel Steindórsdóttir, sem hefur lengi látið sig málefni fráskilinna varða, furðar sig á reglunum. Hún telur þær fela í sér mismunun og stuðla að félagslegri einangrun. Greint var frá ströngum reglum um þátttöku á hjónaballinu í frétt Austurfréttar í gær en ballið er aðeins opið hjónum, ekkjum og ekklum úr Fjarðarbyggð. Í kjölfarið tók að bera á nokkurri óánægju með að fráskildum sé meinað að mæta á ballið, stærstu skemmtun ársins á Fáskrúðsfirði eftir að þorrablót í bænum lögðust af.Ekki alveg tilbúin til þess að opna balliðÓðinn Magnason, formaður hjónaballsnefndar, segir í samtali við Vísi að ekki þyki tilefni til að ráðast í breytingar á téðum reglum. „Þetta er hjónaball. Ég skil þetta alveg en við skulum halda okkur við það að þetta er í 122. skipti sem þetta er haldið með þessu formi og við sem erum svona gamaldags erum kannski ekki alveg tilbúin til þess að opna þetta,“ segir Óðinn en bætir við að þetta sé þó ekki í fyrsta skipti sem fráskildir í Fjarðarbyggð láti heyra í sér. „Sú umræða hefur í rauninni bara einu sinni komið upp á hjónaballi og tillagan var felld með öllum atkvæðum nema flutningsmanns.“Væri ömurlegt að vísa hjónum fráÞá segir Óðinn ekki á dagskrá að breyta reglunum þrátt fyrir óánægju Fáskrúðsfirðinga og annarra íbúa í Fjarðarbyggð. „Á meðan að þessi samkoma heitir hjónaball þá verður hún hjónaball,“ segir Óðinn og bætir við að plássleysi sé auk þess ein ástæða fyrir reglunum. Hjónaballið verður haldið í félagseimilinu Skrúði í ár en staðurinn hýsir aðeins 200 manns. Hann bendir einnig á að þorrablót séu haldin víða í sveitarfélaginu og þau séu opin öllum. „Það væri ömurlegt að þurfa að segja hjónum: „Nei, því miður það er ekki pláss fyrir ykkur“ vegna þess að við erum búin að fylla húsið af fólki sem hefur kannski aldrei gifst eða er skilið,“ segir Óðinn.Kristborg Bóel Steindórsdóttir.Kristborg BóelMikill missir fólginn í skilnaðiKristborg Bóel Steindórsdóttir blaðamaður er búsett á Reyðarfirði, næsta bæ við Fáskrúðsfjörð. Hún hefur lengi beitt sér fyrir réttindum fráskilinna og hefur vakið athygli á mikilvægi opinnar umræðu um málaflokkinn. Kristborg gagnrýndi inngönguskilyrði á hjónaballinu harðlega á Facebook-síðu sinni í gær og tóku margir í sama streng í athugasemdum við færsluna. Í samtali við Vísi segir Kristborg Bóel að skilnaður geti verið ákaflega erfiður og að rannsóknir bendi til þess að fráskildir gangi í gegnum sambærilegan missi og þeir sem missa maka sinn. „Það er margrannsakað að það að ganga í gegnum skilnað og að missa maka er oft og tíðum sama ástandið. Maður missir frá sér tengdafjölskyldu, börnin og vini. Er þá góð hugmynd að einangra þennan hóp félagslega og meina honum aðgang að stærstu skemmtun ársins?“ segir Kristborg Bóel.„Ég virðist minni manneskja því ég gekk í gegnum skilnað” Þá tekur Kristborg Bóel dæmi úr stuðningshóp fyrir fráskilda, Ertu að skilja og skilur ekki neitt?, sem hún heldur úti á Facebook, máli sínu til stuðnings. „Ekki grunaði mig að það hefði svona mikil áhrif á mig að mega ekki fara á hjónaball, einu sameiginlegu skemmtun fullorðins fólks á Fáskrúðsfirði. Bara vegna þess að ég er skilin og ekki komin í annað samband. [...] Ég mun sitja heima og berjast við þá hugsun að ég er ekki nógu góð vegna þess að sambandið mitt við makann gekk ekki upp. Ég virðist minni manneskja því ég gekk í gegnum skilnað,” ritar til að mynda einn meðlimur hópsins. Kristborg Bóel segir hætt við að fráskildir, sem þurfi ítrekað að glíma við þátttökutakmarkanir á borð við þá sem í gildi er á hjónaballinu, einangrist enn frekar félagslega vegna reglnanna. Hún kallar því eftir breytingum. „Ókei, þetta er 120 ára gömul hefð, og ábyggilega góð hugmynd einu sinni, en í dag er þetta algjör tímaskekkja. Sérstaklega á tímum jafnréttisbyltinga eins og #MeeToo og annað. Mér finnst bara aldrei eiga rétt á sér að mismuna fólki eftir hjúskaparstöðu, mér finnst það bara ekki passa,“ segir Kristborg Bóel. Hjónaballið á Fáskrúðsfirði er ekki eina ballið af þessu tagi sem gagnrýnt hefur verið fyrir strangar þátttökureglur. Árið 2014 fjallaði DV um þorrablót í Bolungarvík en Bolvíkingar í sambúð eða hjónabandi gátu einir sótt blótið. Fráskildum og einhleypum sárnaði mjög að mega ekki sækja blótið og staðan því um margt lík þeirri sem komin er upp á Fáskrúðsfirði nú sex árum síðar.Facebook-færslu Kristborgar Bóelar má lesa í heild hér að neðan. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira
Fráskildir mega ekki mæta á hið svokallaða hjónaball á Fáskrúðsfirði og hafa reglurnar sætt mikilli gagnrýni. Formaður hjónaballsnefndar segir ekki standa til að breyta aldargamalli hefð en ballið er haldið í 122. skipti í kvöld. Kristborg Bóel Steindórsdóttir, sem hefur lengi látið sig málefni fráskilinna varða, furðar sig á reglunum. Hún telur þær fela í sér mismunun og stuðla að félagslegri einangrun. Greint var frá ströngum reglum um þátttöku á hjónaballinu í frétt Austurfréttar í gær en ballið er aðeins opið hjónum, ekkjum og ekklum úr Fjarðarbyggð. Í kjölfarið tók að bera á nokkurri óánægju með að fráskildum sé meinað að mæta á ballið, stærstu skemmtun ársins á Fáskrúðsfirði eftir að þorrablót í bænum lögðust af.Ekki alveg tilbúin til þess að opna balliðÓðinn Magnason, formaður hjónaballsnefndar, segir í samtali við Vísi að ekki þyki tilefni til að ráðast í breytingar á téðum reglum. „Þetta er hjónaball. Ég skil þetta alveg en við skulum halda okkur við það að þetta er í 122. skipti sem þetta er haldið með þessu formi og við sem erum svona gamaldags erum kannski ekki alveg tilbúin til þess að opna þetta,“ segir Óðinn en bætir við að þetta sé þó ekki í fyrsta skipti sem fráskildir í Fjarðarbyggð láti heyra í sér. „Sú umræða hefur í rauninni bara einu sinni komið upp á hjónaballi og tillagan var felld með öllum atkvæðum nema flutningsmanns.“Væri ömurlegt að vísa hjónum fráÞá segir Óðinn ekki á dagskrá að breyta reglunum þrátt fyrir óánægju Fáskrúðsfirðinga og annarra íbúa í Fjarðarbyggð. „Á meðan að þessi samkoma heitir hjónaball þá verður hún hjónaball,“ segir Óðinn og bætir við að plássleysi sé auk þess ein ástæða fyrir reglunum. Hjónaballið verður haldið í félagseimilinu Skrúði í ár en staðurinn hýsir aðeins 200 manns. Hann bendir einnig á að þorrablót séu haldin víða í sveitarfélaginu og þau séu opin öllum. „Það væri ömurlegt að þurfa að segja hjónum: „Nei, því miður það er ekki pláss fyrir ykkur“ vegna þess að við erum búin að fylla húsið af fólki sem hefur kannski aldrei gifst eða er skilið,“ segir Óðinn.Kristborg Bóel Steindórsdóttir.Kristborg BóelMikill missir fólginn í skilnaðiKristborg Bóel Steindórsdóttir blaðamaður er búsett á Reyðarfirði, næsta bæ við Fáskrúðsfjörð. Hún hefur lengi beitt sér fyrir réttindum fráskilinna og hefur vakið athygli á mikilvægi opinnar umræðu um málaflokkinn. Kristborg gagnrýndi inngönguskilyrði á hjónaballinu harðlega á Facebook-síðu sinni í gær og tóku margir í sama streng í athugasemdum við færsluna. Í samtali við Vísi segir Kristborg Bóel að skilnaður geti verið ákaflega erfiður og að rannsóknir bendi til þess að fráskildir gangi í gegnum sambærilegan missi og þeir sem missa maka sinn. „Það er margrannsakað að það að ganga í gegnum skilnað og að missa maka er oft og tíðum sama ástandið. Maður missir frá sér tengdafjölskyldu, börnin og vini. Er þá góð hugmynd að einangra þennan hóp félagslega og meina honum aðgang að stærstu skemmtun ársins?“ segir Kristborg Bóel.„Ég virðist minni manneskja því ég gekk í gegnum skilnað” Þá tekur Kristborg Bóel dæmi úr stuðningshóp fyrir fráskilda, Ertu að skilja og skilur ekki neitt?, sem hún heldur úti á Facebook, máli sínu til stuðnings. „Ekki grunaði mig að það hefði svona mikil áhrif á mig að mega ekki fara á hjónaball, einu sameiginlegu skemmtun fullorðins fólks á Fáskrúðsfirði. Bara vegna þess að ég er skilin og ekki komin í annað samband. [...] Ég mun sitja heima og berjast við þá hugsun að ég er ekki nógu góð vegna þess að sambandið mitt við makann gekk ekki upp. Ég virðist minni manneskja því ég gekk í gegnum skilnað,” ritar til að mynda einn meðlimur hópsins. Kristborg Bóel segir hætt við að fráskildir, sem þurfi ítrekað að glíma við þátttökutakmarkanir á borð við þá sem í gildi er á hjónaballinu, einangrist enn frekar félagslega vegna reglnanna. Hún kallar því eftir breytingum. „Ókei, þetta er 120 ára gömul hefð, og ábyggilega góð hugmynd einu sinni, en í dag er þetta algjör tímaskekkja. Sérstaklega á tímum jafnréttisbyltinga eins og #MeeToo og annað. Mér finnst bara aldrei eiga rétt á sér að mismuna fólki eftir hjúskaparstöðu, mér finnst það bara ekki passa,“ segir Kristborg Bóel. Hjónaballið á Fáskrúðsfirði er ekki eina ballið af þessu tagi sem gagnrýnt hefur verið fyrir strangar þátttökureglur. Árið 2014 fjallaði DV um þorrablót í Bolungarvík en Bolvíkingar í sambúð eða hjónabandi gátu einir sótt blótið. Fráskildum og einhleypum sárnaði mjög að mega ekki sækja blótið og staðan því um margt lík þeirri sem komin er upp á Fáskrúðsfirði nú sex árum síðar.Facebook-færslu Kristborgar Bóelar má lesa í heild hér að neðan.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Sjá meira