Handtaka varpar ljósi á lamaða starfsemi CIA í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2018 10:30 Um er að ræða eitt alvarlegasta atvik CIA frá tímum Kalda stríðsins þegar þeir Aldrich Ames frá CIA og Robert Hanssen frá FBI láku upplýsingum til Sovétríkjanna. Vísir/Getty Jerry Chun Shing Lee, fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, var handtekinn í fyrradag og er hann grunaður um að hafa útvegað yfirvöldum í Kína lista yfir nöfn útsendara og uppljóstrara CIA þar í landi. Á árunum 2010 til 2012 voru um tuttugu útsendarar Bandaríkjanna í Kína fangelsaðir eða teknir af lífi og var njósnastarfsemi Bandaríkjanna þar stórlöskuð. Um er að ræða eitt alvarlegasta atvik CIA frá tímum Kalda stríðsins þegar þeir Aldrich Ames frá CIA og Robert Hanssen frá FBI láku upplýsingum til Sovétríkjanna.Sjá einnig: Kínverjar drápu fjölda njósnara CIADómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir Lee, sem er 53 ára gamall, hafa starfað fyrir CIA á árunum 1994 til 2007. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að þegar hann hafi hætt störfum hafi hann verið reiður út í stofnunina. Þá fluttist hann til Hong Kong þar sem hann starfaði fyrir þekkt uppboðsfyrirtæki.Fundu bækur með nöfnum útsendaraÍ ágúst 2012 ferðaðist Lee ásamt fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna frá Hong Kong og stoppuðu þau í nokkra daga á Hawaii. Þar leituðu rannsakendur FBI í eigum þeirra og voru myndir teknar af farangri þeirra. Þá kom í ljós að hann hafði í fórum sínum leyniskjöl sem sneru að vörnum Bandaríkjanna, samkvæmt beiðni FBI um handtökuskipun gegn Lee, sem sjá má hér og neðst í fréttinni. Um var að ræða tvær litlar bækur þar sem Lee hafði meðal annars skrifað niður nöfn uppljóstrara CIA, upplýsingar um aðferðir stofnunarinnar, fundarstaði, símanúmer, nöfn starfsmanna CIA og símanúmer þeirra og margt fleira.Eftir að starfsmenn FBI tóku viðtal við Lee árið 2013 fór hann aftur til Hong Kong. Forsvarsmenn stofnunarinnar hafa ekki viljað tjá sig um af hverju Lee var ekki handtekinn um leið og leynileg gögn fundust í fórum hans.Ekki fundust næg sönnunargögn Þegar fregnir bárust af málinu í fyrra kom fram að sameiginleg rannsókn CIA og FBI beindist að miklu leyti gegn fyrrverandi útsendara CIA sem kom að njósnum Bandaríkjanna í Kína, en ekki hafi fundist næg sönnunargögn til að handtaka hann. Þá töldu ýmsir rannsakendur einnig að Kínverjar hefðu brotið sér leið inn í samskiptakerfi CIA og enn aðrir töldu starfsmenn CIA í Kína hafa orðið kærulausa. Starfsmönnum FBI mun hafa orðið kunnugt um að Lee væri á leið til Bandaríkjanna um helgina og undirbjuggu þeir strax að handtaka og ákæra hann við komuna til landsins. Hann hefur verið ákærður fyrir að búa yfir leynilegum upplýsingum en ekki fyrir njósnir. Fjölmiðlar ytra telja það mögulega vegna þess að yfirvöld Bandaríkjanna vilji ekki opinbera leynileg gögn fyrir dómstólum. Hámarksrefsingin sem Lee á yfir höfði sér er tíu ára fangelsisvist.Fleiri hafa verið ákærðir vegna samskipta við Kínverja Annar fyrrverandi starfsmaður CIA var ákærður í fyrra fyrir að leka leyniupplýsingum til Kína og að ljúga að rannsakendum. Þá var langtíma starfsmaður Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna einnig ákærður í fyrra fyrir að ljúga að rannsakendum um samskipti sín við útsendara yfirvalda Kína. Því var haldið fram að umræddir útsendarar hefðu millifært þúsundir dala á reikning hennar og gefið henni verðmætar gjafir. Bandaríkin Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Jerry Chun Shing Lee, fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, var handtekinn í fyrradag og er hann grunaður um að hafa útvegað yfirvöldum í Kína lista yfir nöfn útsendara og uppljóstrara CIA þar í landi. Á árunum 2010 til 2012 voru um tuttugu útsendarar Bandaríkjanna í Kína fangelsaðir eða teknir af lífi og var njósnastarfsemi Bandaríkjanna þar stórlöskuð. Um er að ræða eitt alvarlegasta atvik CIA frá tímum Kalda stríðsins þegar þeir Aldrich Ames frá CIA og Robert Hanssen frá FBI láku upplýsingum til Sovétríkjanna.Sjá einnig: Kínverjar drápu fjölda njósnara CIADómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir Lee, sem er 53 ára gamall, hafa starfað fyrir CIA á árunum 1994 til 2007. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að þegar hann hafi hætt störfum hafi hann verið reiður út í stofnunina. Þá fluttist hann til Hong Kong þar sem hann starfaði fyrir þekkt uppboðsfyrirtæki.Fundu bækur með nöfnum útsendaraÍ ágúst 2012 ferðaðist Lee ásamt fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna frá Hong Kong og stoppuðu þau í nokkra daga á Hawaii. Þar leituðu rannsakendur FBI í eigum þeirra og voru myndir teknar af farangri þeirra. Þá kom í ljós að hann hafði í fórum sínum leyniskjöl sem sneru að vörnum Bandaríkjanna, samkvæmt beiðni FBI um handtökuskipun gegn Lee, sem sjá má hér og neðst í fréttinni. Um var að ræða tvær litlar bækur þar sem Lee hafði meðal annars skrifað niður nöfn uppljóstrara CIA, upplýsingar um aðferðir stofnunarinnar, fundarstaði, símanúmer, nöfn starfsmanna CIA og símanúmer þeirra og margt fleira.Eftir að starfsmenn FBI tóku viðtal við Lee árið 2013 fór hann aftur til Hong Kong. Forsvarsmenn stofnunarinnar hafa ekki viljað tjá sig um af hverju Lee var ekki handtekinn um leið og leynileg gögn fundust í fórum hans.Ekki fundust næg sönnunargögn Þegar fregnir bárust af málinu í fyrra kom fram að sameiginleg rannsókn CIA og FBI beindist að miklu leyti gegn fyrrverandi útsendara CIA sem kom að njósnum Bandaríkjanna í Kína, en ekki hafi fundist næg sönnunargögn til að handtaka hann. Þá töldu ýmsir rannsakendur einnig að Kínverjar hefðu brotið sér leið inn í samskiptakerfi CIA og enn aðrir töldu starfsmenn CIA í Kína hafa orðið kærulausa. Starfsmönnum FBI mun hafa orðið kunnugt um að Lee væri á leið til Bandaríkjanna um helgina og undirbjuggu þeir strax að handtaka og ákæra hann við komuna til landsins. Hann hefur verið ákærður fyrir að búa yfir leynilegum upplýsingum en ekki fyrir njósnir. Fjölmiðlar ytra telja það mögulega vegna þess að yfirvöld Bandaríkjanna vilji ekki opinbera leynileg gögn fyrir dómstólum. Hámarksrefsingin sem Lee á yfir höfði sér er tíu ára fangelsisvist.Fleiri hafa verið ákærðir vegna samskipta við Kínverja Annar fyrrverandi starfsmaður CIA var ákærður í fyrra fyrir að leka leyniupplýsingum til Kína og að ljúga að rannsakendum. Þá var langtíma starfsmaður Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna einnig ákærður í fyrra fyrir að ljúga að rannsakendum um samskipti sín við útsendara yfirvalda Kína. Því var haldið fram að umræddir útsendarar hefðu millifært þúsundir dala á reikning hennar og gefið henni verðmætar gjafir.
Bandaríkin Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira