Handtaka varpar ljósi á lamaða starfsemi CIA í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2018 10:30 Um er að ræða eitt alvarlegasta atvik CIA frá tímum Kalda stríðsins þegar þeir Aldrich Ames frá CIA og Robert Hanssen frá FBI láku upplýsingum til Sovétríkjanna. Vísir/Getty Jerry Chun Shing Lee, fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, var handtekinn í fyrradag og er hann grunaður um að hafa útvegað yfirvöldum í Kína lista yfir nöfn útsendara og uppljóstrara CIA þar í landi. Á árunum 2010 til 2012 voru um tuttugu útsendarar Bandaríkjanna í Kína fangelsaðir eða teknir af lífi og var njósnastarfsemi Bandaríkjanna þar stórlöskuð. Um er að ræða eitt alvarlegasta atvik CIA frá tímum Kalda stríðsins þegar þeir Aldrich Ames frá CIA og Robert Hanssen frá FBI láku upplýsingum til Sovétríkjanna.Sjá einnig: Kínverjar drápu fjölda njósnara CIADómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir Lee, sem er 53 ára gamall, hafa starfað fyrir CIA á árunum 1994 til 2007. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að þegar hann hafi hætt störfum hafi hann verið reiður út í stofnunina. Þá fluttist hann til Hong Kong þar sem hann starfaði fyrir þekkt uppboðsfyrirtæki.Fundu bækur með nöfnum útsendaraÍ ágúst 2012 ferðaðist Lee ásamt fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna frá Hong Kong og stoppuðu þau í nokkra daga á Hawaii. Þar leituðu rannsakendur FBI í eigum þeirra og voru myndir teknar af farangri þeirra. Þá kom í ljós að hann hafði í fórum sínum leyniskjöl sem sneru að vörnum Bandaríkjanna, samkvæmt beiðni FBI um handtökuskipun gegn Lee, sem sjá má hér og neðst í fréttinni. Um var að ræða tvær litlar bækur þar sem Lee hafði meðal annars skrifað niður nöfn uppljóstrara CIA, upplýsingar um aðferðir stofnunarinnar, fundarstaði, símanúmer, nöfn starfsmanna CIA og símanúmer þeirra og margt fleira.Eftir að starfsmenn FBI tóku viðtal við Lee árið 2013 fór hann aftur til Hong Kong. Forsvarsmenn stofnunarinnar hafa ekki viljað tjá sig um af hverju Lee var ekki handtekinn um leið og leynileg gögn fundust í fórum hans.Ekki fundust næg sönnunargögn Þegar fregnir bárust af málinu í fyrra kom fram að sameiginleg rannsókn CIA og FBI beindist að miklu leyti gegn fyrrverandi útsendara CIA sem kom að njósnum Bandaríkjanna í Kína, en ekki hafi fundist næg sönnunargögn til að handtaka hann. Þá töldu ýmsir rannsakendur einnig að Kínverjar hefðu brotið sér leið inn í samskiptakerfi CIA og enn aðrir töldu starfsmenn CIA í Kína hafa orðið kærulausa. Starfsmönnum FBI mun hafa orðið kunnugt um að Lee væri á leið til Bandaríkjanna um helgina og undirbjuggu þeir strax að handtaka og ákæra hann við komuna til landsins. Hann hefur verið ákærður fyrir að búa yfir leynilegum upplýsingum en ekki fyrir njósnir. Fjölmiðlar ytra telja það mögulega vegna þess að yfirvöld Bandaríkjanna vilji ekki opinbera leynileg gögn fyrir dómstólum. Hámarksrefsingin sem Lee á yfir höfði sér er tíu ára fangelsisvist.Fleiri hafa verið ákærðir vegna samskipta við Kínverja Annar fyrrverandi starfsmaður CIA var ákærður í fyrra fyrir að leka leyniupplýsingum til Kína og að ljúga að rannsakendum. Þá var langtíma starfsmaður Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna einnig ákærður í fyrra fyrir að ljúga að rannsakendum um samskipti sín við útsendara yfirvalda Kína. Því var haldið fram að umræddir útsendarar hefðu millifært þúsundir dala á reikning hennar og gefið henni verðmætar gjafir. Bandaríkin Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Jerry Chun Shing Lee, fyrrverandi starfsmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, var handtekinn í fyrradag og er hann grunaður um að hafa útvegað yfirvöldum í Kína lista yfir nöfn útsendara og uppljóstrara CIA þar í landi. Á árunum 2010 til 2012 voru um tuttugu útsendarar Bandaríkjanna í Kína fangelsaðir eða teknir af lífi og var njósnastarfsemi Bandaríkjanna þar stórlöskuð. Um er að ræða eitt alvarlegasta atvik CIA frá tímum Kalda stríðsins þegar þeir Aldrich Ames frá CIA og Robert Hanssen frá FBI láku upplýsingum til Sovétríkjanna.Sjá einnig: Kínverjar drápu fjölda njósnara CIADómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir Lee, sem er 53 ára gamall, hafa starfað fyrir CIA á árunum 1994 til 2007. New York Times hefur eftir heimildarmönnum sínum að þegar hann hafi hætt störfum hafi hann verið reiður út í stofnunina. Þá fluttist hann til Hong Kong þar sem hann starfaði fyrir þekkt uppboðsfyrirtæki.Fundu bækur með nöfnum útsendaraÍ ágúst 2012 ferðaðist Lee ásamt fjölskyldu sinni til Bandaríkjanna frá Hong Kong og stoppuðu þau í nokkra daga á Hawaii. Þar leituðu rannsakendur FBI í eigum þeirra og voru myndir teknar af farangri þeirra. Þá kom í ljós að hann hafði í fórum sínum leyniskjöl sem sneru að vörnum Bandaríkjanna, samkvæmt beiðni FBI um handtökuskipun gegn Lee, sem sjá má hér og neðst í fréttinni. Um var að ræða tvær litlar bækur þar sem Lee hafði meðal annars skrifað niður nöfn uppljóstrara CIA, upplýsingar um aðferðir stofnunarinnar, fundarstaði, símanúmer, nöfn starfsmanna CIA og símanúmer þeirra og margt fleira.Eftir að starfsmenn FBI tóku viðtal við Lee árið 2013 fór hann aftur til Hong Kong. Forsvarsmenn stofnunarinnar hafa ekki viljað tjá sig um af hverju Lee var ekki handtekinn um leið og leynileg gögn fundust í fórum hans.Ekki fundust næg sönnunargögn Þegar fregnir bárust af málinu í fyrra kom fram að sameiginleg rannsókn CIA og FBI beindist að miklu leyti gegn fyrrverandi útsendara CIA sem kom að njósnum Bandaríkjanna í Kína, en ekki hafi fundist næg sönnunargögn til að handtaka hann. Þá töldu ýmsir rannsakendur einnig að Kínverjar hefðu brotið sér leið inn í samskiptakerfi CIA og enn aðrir töldu starfsmenn CIA í Kína hafa orðið kærulausa. Starfsmönnum FBI mun hafa orðið kunnugt um að Lee væri á leið til Bandaríkjanna um helgina og undirbjuggu þeir strax að handtaka og ákæra hann við komuna til landsins. Hann hefur verið ákærður fyrir að búa yfir leynilegum upplýsingum en ekki fyrir njósnir. Fjölmiðlar ytra telja það mögulega vegna þess að yfirvöld Bandaríkjanna vilji ekki opinbera leynileg gögn fyrir dómstólum. Hámarksrefsingin sem Lee á yfir höfði sér er tíu ára fangelsisvist.Fleiri hafa verið ákærðir vegna samskipta við Kínverja Annar fyrrverandi starfsmaður CIA var ákærður í fyrra fyrir að leka leyniupplýsingum til Kína og að ljúga að rannsakendum. Þá var langtíma starfsmaður Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna einnig ákærður í fyrra fyrir að ljúga að rannsakendum um samskipti sín við útsendara yfirvalda Kína. Því var haldið fram að umræddir útsendarar hefðu millifært þúsundir dala á reikning hennar og gefið henni verðmætar gjafir.
Bandaríkin Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira