Bæjarstjóri Bolungarvíkur bauð íbúum aðstoð sína við snjómokstur Birgir Olgeirsson skrifar 17. janúar 2018 18:34 Jón Páll Hreinsson með skóflu í hönd í Bolungarvík. Það hefur snjóað heldur hressilega á Vestfjörðum síðastliðna daga og hafa Bolvíkingar ekki farið varhluta af því. Snjódýpt þar mældist 42 sentímetrar klukkan níu í morgun og hafa bæjarstarfsmenn og íbúar Bolungarvíkur því haft í nógu að snúast við snjómokstur. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, ákvað fyrr í dag að bjóða fram aðstoð sína við að moka frá húsum eða losa bíla úr bílastæðum. Jón Páll sagði frá þessu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagðist viss um að einhverjir væru eflaust í vandræðum með að losa bíla sína úr bílastæðum eða bara moka frá þannig að hægt sé að komast út úr húsi. „Einhverjir sem vegna aldurs, sjúkdóma eða annars sem gerir þeim erfitt fyrir,“ skrifaði Jón Páll. Hann sagðist viss um að í Bolungarvík væri fullt af hraustu og viljugu fólki sem væri til í að moka auka tröppur eða losa einn bíl í viðbót fyrir þá sem þurfa á því að halda. „Ég hvet alla Bolvíkinga sem hafa getu og tíma til að bjóða nágrönnum og samborgurum hjálparhönd og moka einar aukatröppur eða eitt viðbótar bílastæði. Það er á svona dögum sem samfélag eins og okkar er sterkast,“ skrifaði Jón Páll um leið og hann bauð fram aðstoð sína.Einhvern tímann snjóað meira Þegar Vísir heyrði í Jóni Páli á sjötta tímanum í dag hafði enginn haft samband en hann vissi hins vegar af einni fjölskyldu sem hafði verið í burtu í einhvern tíma og ekki væri ekki væntanlegt í bæinn fyrr en seint í kvöld. Hann mokaði því frá húsi fjölskyldunnar eftir vinnu í dag. Jón Páll segir að vissulega hafi snjóað mikið í Bolungarvík. „En það segja mér fróðari menn að einhvern tímann hafi snjóað meira. Það er samt ekki búið að vera óveður og bærinn ekki ófær. Það hefur gengið vel að moka og það er ennþá verið að moka,“ segir Jón Páll. Hann segir að því sé vart saman að líkja þegar snjóar svo mikið í Bolungarvík í dag og fyrir einhverjum árum þegar Bolvíkingar gátu ekki treyst á jarðgöng og snjóflóðavarnargarð sem verndar byggðina. „Þetta er allt annað mál. Maður finnur alveg að umræðan í dag byggist ekki á ótta eða stressi. Það er náttúrlega ótrúlegur munur,“ segir Jón Páll.Stefnir í gott blót Hjón og sambúðarfólk munu blóta þorra í Félagsheimilinu í Bolungarvík næstkomandi laugardag en það var fyrst haldið árið 1944 en þetta er 73. blótið en það hefur aðeins tvisvar sinnum fallið niður í 74 ára sögu þess. Jón Páll segir veðurspána fyrir laugardag vera góða og því litlar líkur á að það muni frestast eða falla niður í ár en spáð er froststillu í Bolungarvík næstkomandi laugardagskvöld. Alvöru vetur í víkinni A post shared by Anna Karen Guðmundsdóttir (@annaguudmunds) on Jan 16, 2018 at 8:57am PST Veður Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Það hefur snjóað heldur hressilega á Vestfjörðum síðastliðna daga og hafa Bolvíkingar ekki farið varhluta af því. Snjódýpt þar mældist 42 sentímetrar klukkan níu í morgun og hafa bæjarstarfsmenn og íbúar Bolungarvíkur því haft í nógu að snúast við snjómokstur. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkur, ákvað fyrr í dag að bjóða fram aðstoð sína við að moka frá húsum eða losa bíla úr bílastæðum. Jón Páll sagði frá þessu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagðist viss um að einhverjir væru eflaust í vandræðum með að losa bíla sína úr bílastæðum eða bara moka frá þannig að hægt sé að komast út úr húsi. „Einhverjir sem vegna aldurs, sjúkdóma eða annars sem gerir þeim erfitt fyrir,“ skrifaði Jón Páll. Hann sagðist viss um að í Bolungarvík væri fullt af hraustu og viljugu fólki sem væri til í að moka auka tröppur eða losa einn bíl í viðbót fyrir þá sem þurfa á því að halda. „Ég hvet alla Bolvíkinga sem hafa getu og tíma til að bjóða nágrönnum og samborgurum hjálparhönd og moka einar aukatröppur eða eitt viðbótar bílastæði. Það er á svona dögum sem samfélag eins og okkar er sterkast,“ skrifaði Jón Páll um leið og hann bauð fram aðstoð sína.Einhvern tímann snjóað meira Þegar Vísir heyrði í Jóni Páli á sjötta tímanum í dag hafði enginn haft samband en hann vissi hins vegar af einni fjölskyldu sem hafði verið í burtu í einhvern tíma og ekki væri ekki væntanlegt í bæinn fyrr en seint í kvöld. Hann mokaði því frá húsi fjölskyldunnar eftir vinnu í dag. Jón Páll segir að vissulega hafi snjóað mikið í Bolungarvík. „En það segja mér fróðari menn að einhvern tímann hafi snjóað meira. Það er samt ekki búið að vera óveður og bærinn ekki ófær. Það hefur gengið vel að moka og það er ennþá verið að moka,“ segir Jón Páll. Hann segir að því sé vart saman að líkja þegar snjóar svo mikið í Bolungarvík í dag og fyrir einhverjum árum þegar Bolvíkingar gátu ekki treyst á jarðgöng og snjóflóðavarnargarð sem verndar byggðina. „Þetta er allt annað mál. Maður finnur alveg að umræðan í dag byggist ekki á ótta eða stressi. Það er náttúrlega ótrúlegur munur,“ segir Jón Páll.Stefnir í gott blót Hjón og sambúðarfólk munu blóta þorra í Félagsheimilinu í Bolungarvík næstkomandi laugardag en það var fyrst haldið árið 1944 en þetta er 73. blótið en það hefur aðeins tvisvar sinnum fallið niður í 74 ára sögu þess. Jón Páll segir veðurspána fyrir laugardag vera góða og því litlar líkur á að það muni frestast eða falla niður í ár en spáð er froststillu í Bolungarvík næstkomandi laugardagskvöld. Alvöru vetur í víkinni A post shared by Anna Karen Guðmundsdóttir (@annaguudmunds) on Jan 16, 2018 at 8:57am PST
Veður Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira