Þetta eru hættulegustu gatnamót landsins Baldur Guðmundsson skrifar 18. janúar 2018 07:00 Umferðin á Miklubraut er þung á mestu annatímum. Vísir/Ernir „Þetta sýnir okkur að hættulegustu gatnamót landsins eru ljósastýrð,“ segir Ólafur Guðmundsson, tæknistjóri EuroRAP á Íslandi. Í skýrslum Samgöngustofu er að finna lista yfir hættulegustu gatnamót landsins í þéttbýli. Þegar tölurnar fyrir undanfarin tíu ár eru lagðar saman sést að þrenn hættulegustu gatnamótin eru við Miklubraut. Engin af þeim gatnamótum sem rata á topplista tímabilsins 2007 til 2016 eru með hringtorgum eða eru mislæg. Þó má nefna að gatnamótin við Höfðabakka komast á listann en á þeim eru umferðarljós.Ólafur bendir á að fjölförnustu gatnamót landsins, gatnamót Reykjanesbrautar og Miklubrautar, komist ekki á lista yfir 20 hættulegustu gatnamót höfuðborgarsvæðisins. „Það segir mér að ljósastýrð gatnamót eru hættulegri en hringtorg eða mislæg gatnamót.“ Það sé því ekki lögmál að fjölförnustu gatnamót landsins séu þau hættulegustu. Ólafur, sem vinnur að því hjá EuroRAP að leggja mat á íslenska vegakerfið, segir að ljósastýrð gatnamót séu með „innbyggðum killer“. „Ef eitthvað klikkar á þeim þá verður það vont. Það eru allir á fullri ferð. Sá sem klikkar í hringtorgi er alltaf á minni ferð,“ útskýrir Ólafur og bætir við að á ljósastýrðum gatnamótum verði árekstrarnir yfirleitt beint framan/aftan á bíla eða inn í hlið þeirra. Í hringtorgum sé hornið um 30 gráður. Þrenn hættulegustu gatnamótin við Miklubraut eru við Háaleitisbraut, Grensásveg og Kringlumýrarbraut. Á hverjum gatnamótum hafa orðið á bilinu 34 til 40 slys undanfarin tíu ár þar sem meiðsli verða á fólki. Ólafur vill fá Miklubraut í stokk og frítt flæði um þessa fjölförnustu götu landsins. Þá muni rauðu punktarnir á kortinu einfaldlega hverfa. Hann bendir á að mislæg gatnamót Miklubrautar og Réttarholtsvegar komist hvergi á blað þegar slysatölur eru skoðaðar en segir þó að menn þurfi að vanda sig. Þannig verði oft slys á illa heppnuðum gatnamótum Vesturlandsvegar og Höfðabakka. Þar séu það ljósin uppi á brúnni sem valdi slysum. Mislæg gatnamót eru dýr í framkvæmd en Ólafur bendir á að sums staðar megi einfaldlega setja niður hringtorg. Sprungin hringtorg og ljósastýrð gatnamót anni álíka mikilli umferð. Slysin verði hins vegar ekki eins alvarleg í hringtorgunum, enda sé hraðinn miklu minni. „Þetta kostar peninga og þetta verður átak. En við komumst ekki hjá því,“ segir hann. Ólafur vill að hlutlausir sérfræðingar verði fengnir til að gera faglegt umferðarmódel af öllu höfuðborgarsvæðinu í heild, með það fyrir augum að auka flæði umferðarinnar og draga úr slysahættu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
„Þetta sýnir okkur að hættulegustu gatnamót landsins eru ljósastýrð,“ segir Ólafur Guðmundsson, tæknistjóri EuroRAP á Íslandi. Í skýrslum Samgöngustofu er að finna lista yfir hættulegustu gatnamót landsins í þéttbýli. Þegar tölurnar fyrir undanfarin tíu ár eru lagðar saman sést að þrenn hættulegustu gatnamótin eru við Miklubraut. Engin af þeim gatnamótum sem rata á topplista tímabilsins 2007 til 2016 eru með hringtorgum eða eru mislæg. Þó má nefna að gatnamótin við Höfðabakka komast á listann en á þeim eru umferðarljós.Ólafur bendir á að fjölförnustu gatnamót landsins, gatnamót Reykjanesbrautar og Miklubrautar, komist ekki á lista yfir 20 hættulegustu gatnamót höfuðborgarsvæðisins. „Það segir mér að ljósastýrð gatnamót eru hættulegri en hringtorg eða mislæg gatnamót.“ Það sé því ekki lögmál að fjölförnustu gatnamót landsins séu þau hættulegustu. Ólafur, sem vinnur að því hjá EuroRAP að leggja mat á íslenska vegakerfið, segir að ljósastýrð gatnamót séu með „innbyggðum killer“. „Ef eitthvað klikkar á þeim þá verður það vont. Það eru allir á fullri ferð. Sá sem klikkar í hringtorgi er alltaf á minni ferð,“ útskýrir Ólafur og bætir við að á ljósastýrðum gatnamótum verði árekstrarnir yfirleitt beint framan/aftan á bíla eða inn í hlið þeirra. Í hringtorgum sé hornið um 30 gráður. Þrenn hættulegustu gatnamótin við Miklubraut eru við Háaleitisbraut, Grensásveg og Kringlumýrarbraut. Á hverjum gatnamótum hafa orðið á bilinu 34 til 40 slys undanfarin tíu ár þar sem meiðsli verða á fólki. Ólafur vill fá Miklubraut í stokk og frítt flæði um þessa fjölförnustu götu landsins. Þá muni rauðu punktarnir á kortinu einfaldlega hverfa. Hann bendir á að mislæg gatnamót Miklubrautar og Réttarholtsvegar komist hvergi á blað þegar slysatölur eru skoðaðar en segir þó að menn þurfi að vanda sig. Þannig verði oft slys á illa heppnuðum gatnamótum Vesturlandsvegar og Höfðabakka. Þar séu það ljósin uppi á brúnni sem valdi slysum. Mislæg gatnamót eru dýr í framkvæmd en Ólafur bendir á að sums staðar megi einfaldlega setja niður hringtorg. Sprungin hringtorg og ljósastýrð gatnamót anni álíka mikilli umferð. Slysin verði hins vegar ekki eins alvarleg í hringtorgunum, enda sé hraðinn miklu minni. „Þetta kostar peninga og þetta verður átak. En við komumst ekki hjá því,“ segir hann. Ólafur vill að hlutlausir sérfræðingar verði fengnir til að gera faglegt umferðarmódel af öllu höfuðborgarsvæðinu í heild, með það fyrir augum að auka flæði umferðarinnar og draga úr slysahættu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira