Primera Air skrópar á sáttafundi: „Aldrei gerst í sögu embættisins“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. janúar 2018 06:45 Það hefur ekki blásið byrlega fyrir flugfélagið að undanförnu. vísir/hörður Flugfélagið Primera Air Nordic SIA hefur ekki sent fulltrúa á fjóra sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hefur boðað til. Boðað var til fundar í gær, vegna flugliða í áhöfnum véla sem gerðar eru út frá Íslandi, en sömu sögu var að segja. Enginn fulltrúi frá Primera mætti á fundinn. Hefur því verið boðað til annars fundar í deilunni í byrjun febrúar. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag þar sem haft er eftir skrifstofustjóra ríkissáttasemjara að skróp flugfélagsins sé fordæmalaust. „Það hefur aldrei gerst í sögu embættisins sem stofnað var 1980 að deiluaðili mæti ekki til boðaðs sáttafundar,“ segir Elísabet S. Ólafsdóttir í samtali við blaðið.Sjá einnig: Skrá áhafnir úti og greiða laun undir lögboðnu lágmarkiÞar er jafnframt rætt við deildarstjóra lögfræðideildar Alþýðusambandsins, en ASÍ kemur fram fyrir hönd flugfreyjufélagsins. Bendir hann á að ríkissáttasemjari hafi „ekkert lagalegt úrræði til þess að draga Primera Air að samningaborðinu,“ þó svo að félaginu sé skylt samkvæmt lögum að mæta. Því sé öðruvísi farið í sumum grannríkjum okkar þar sem sáttasemjari getur gefið út eitthvað í líkingu við handtökuskipun. Deildarstjórinn segir ennfremur í samtali við Morgunblaðið að Primera Air hafi lengi litið svo að flugfélaginu bæri „bæri engin skylda til þess að semja við verkalýðsfélög hér á landi varðandi flugliða,“ þrátt fyrir að lögheimilisfesti launþega eigi að ráða hvaða kjarasamningar gilda. Félagsdómur dæmdi verkfall flugfreyjufélagsins vegna flugliða hjá Primera Air ólöglegt en það átti að hefjast 24. nóvember. Nú er unnið að því að blása til allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun nýrrar vinnustöðvunar.Hér að neðan má sjá umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 frá því í maí á síðasta ári um baráttu flugliða við Primera Air. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Skrá áhafnir úti og greiða laun undir lögboðnu lágmarki Vinnumálastofnun, velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands hafa ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum ASÍ um að brotið sé á réttindum flugfreyja og flugþjóna hjá Primera Air. Flugfreyjufélag Íslands samþykkti einróma í dag verkfall hjá Primera Air frá 15. septemer næstkomandi. 9. maí 2017 18:52 Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Fjölmargir Íslendingar hafa orðið strandaglópar svo klukkustundum skiptir um helgina eftir ítrekaðar seinkanir Primera Air. 20. ágúst 2017 10:30 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
Flugfélagið Primera Air Nordic SIA hefur ekki sent fulltrúa á fjóra sáttafundi með Flugfreyjufélagi Íslands sem ríkissáttasemjari hefur boðað til. Boðað var til fundar í gær, vegna flugliða í áhöfnum véla sem gerðar eru út frá Íslandi, en sömu sögu var að segja. Enginn fulltrúi frá Primera mætti á fundinn. Hefur því verið boðað til annars fundar í deilunni í byrjun febrúar. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag þar sem haft er eftir skrifstofustjóra ríkissáttasemjara að skróp flugfélagsins sé fordæmalaust. „Það hefur aldrei gerst í sögu embættisins sem stofnað var 1980 að deiluaðili mæti ekki til boðaðs sáttafundar,“ segir Elísabet S. Ólafsdóttir í samtali við blaðið.Sjá einnig: Skrá áhafnir úti og greiða laun undir lögboðnu lágmarkiÞar er jafnframt rætt við deildarstjóra lögfræðideildar Alþýðusambandsins, en ASÍ kemur fram fyrir hönd flugfreyjufélagsins. Bendir hann á að ríkissáttasemjari hafi „ekkert lagalegt úrræði til þess að draga Primera Air að samningaborðinu,“ þó svo að félaginu sé skylt samkvæmt lögum að mæta. Því sé öðruvísi farið í sumum grannríkjum okkar þar sem sáttasemjari getur gefið út eitthvað í líkingu við handtökuskipun. Deildarstjórinn segir ennfremur í samtali við Morgunblaðið að Primera Air hafi lengi litið svo að flugfélaginu bæri „bæri engin skylda til þess að semja við verkalýðsfélög hér á landi varðandi flugliða,“ þrátt fyrir að lögheimilisfesti launþega eigi að ráða hvaða kjarasamningar gilda. Félagsdómur dæmdi verkfall flugfreyjufélagsins vegna flugliða hjá Primera Air ólöglegt en það átti að hefjast 24. nóvember. Nú er unnið að því að blása til allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun nýrrar vinnustöðvunar.Hér að neðan má sjá umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 frá því í maí á síðasta ári um baráttu flugliða við Primera Air.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Skrá áhafnir úti og greiða laun undir lögboðnu lágmarki Vinnumálastofnun, velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands hafa ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum ASÍ um að brotið sé á réttindum flugfreyja og flugþjóna hjá Primera Air. Flugfreyjufélag Íslands samþykkti einróma í dag verkfall hjá Primera Air frá 15. septemer næstkomandi. 9. maí 2017 18:52 Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Fjölmargir Íslendingar hafa orðið strandaglópar svo klukkustundum skiptir um helgina eftir ítrekaðar seinkanir Primera Air. 20. ágúst 2017 10:30 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Fleiri fréttir Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sjá meira
Skrá áhafnir úti og greiða laun undir lögboðnu lágmarki Vinnumálastofnun, velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands hafa ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum ASÍ um að brotið sé á réttindum flugfreyja og flugþjóna hjá Primera Air. Flugfreyjufélag Íslands samþykkti einróma í dag verkfall hjá Primera Air frá 15. septemer næstkomandi. 9. maí 2017 18:52
Íslendingar lýsa martraðarhelgi Primera Air Fjölmargir Íslendingar hafa orðið strandaglópar svo klukkustundum skiptir um helgina eftir ítrekaðar seinkanir Primera Air. 20. ágúst 2017 10:30
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum