Brigitte Bardot sagði þolendur hræsnara Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. janúar 2018 19:45 Franska leikkonan Brigitte Bardot hefur lengi verið umdeild í heimalandi sínu. Vísir/AFP Franska leikkonan Brigitte Bardot gagnrýndi leikkonur, sem stigið hafa fram og sakað valdamenn í kvikmyndabransanum um kynferðislega áreitni, harðlega í viðtali við franska tímaritið Paris Match. Bardot sagði leikkonurnar í flestum tilvikum hræsnara. Fjölmargar konur innan skemmtanabransans, í Hollywood og víðar, hafa síðustu mánuði greint frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Frásagnirnar eru margar undir merkjum #MeToo-byltingarinnar en Bardot sagði tilfellin flest „fáránleg og óáhugaverð“ og að með því að segja frá áreitni sýndu konurnar af sér hræsni. „Margar leikkonur daðra við framleiðendur til að hreppa hlutverk. Þegar þær segja svo frá því eftir á segjast þær hafa verið áreittar [...] í raun og veru, frekar en að vera þeim til framdráttar, skaðar þetta þær,“ sagði Bardot. Þá sagðist Bardot sjálf aldrei hafa verið áreitt kynferðislega í starfi sínu sem leikkona. „Mér fannst bara fínt þegar mér var sagt að ég væri falleg eða að ég væri með sætan, lítinn rass. Hrós af þessu tagi er fínt.“ Í janúar þurfti starfssystir Bardot, franska leikkonan Catherine Deneuve, að biðjast afsökunar á að hafa skrifað undir opið bréf sem verka átti sem mótvægi við #MeToo-byltinguna í Frakklandi. Í bréfinu voru áhrif byltingarinnar á samfélagið gagnrýnd og „frelsið til að táldraga“ sagt nauðsynlegt. Bardot, sem þekkt var fyrir fegurð sína og kynþokka, hætti að leika árið 1973 og átti þá 20 ára farsælan feril að baki. Hún er mikill dýraverndunarsinni og er yfirlýstur stuðningsmaður frönsku Þjóðfylkingarinnar, flokks þjóðernissinna sem Marine Le Pen fór fyrir í forsetakosningunum í fyrra. Bardot hefur hlotið fimm dóma í heimalandi sínu fyrir hatursorðræðu í garð múslima. MeToo Frakkland Tengdar fréttir Saka Catherine Deneuve um fyrirlitningu í garð þolenda kynferðisofbeldis Ein þekktasta leikkona Frakka, Catherine Deneuve, er ein af 100 frönskum konum sem skrifa undir opið bréf þar sem segir að menn eigi rétt á því að reyna við konur og að það sé ekki sama að nauðga og að reyna við konu, jafnvel þó karlinn sé ágengur í því. 10. janúar 2018 15:48 Brigitte Bardot dæmd fyrir niðrandi ummæli um múslima Leikkonan Brigitte Bardot var fyrir rétti í París í dag fundin sek um að ýta undir mismunun og kynþáttahatur með ummælum sínum um múslima. Leikkonan, sem er mikill dýraverndunarsinni, sagði í bréfi til Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta að hún væri „sárþreytt á að vera undir hælum á þessu fólki, sem eru að eyðileggja okkur og eyðileggja landið okkar með því að fara sínu fram." Ummælin, sem einnig birtust í fréttabréfi hennar, voru í kjölfar múslimahátíðarinnar Aid el-Kebir, sem er haldin hátíðleg með því að slátra sauðfé. 3. júní 2008 14:49 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Franska leikkonan Brigitte Bardot gagnrýndi leikkonur, sem stigið hafa fram og sakað valdamenn í kvikmyndabransanum um kynferðislega áreitni, harðlega í viðtali við franska tímaritið Paris Match. Bardot sagði leikkonurnar í flestum tilvikum hræsnara. Fjölmargar konur innan skemmtanabransans, í Hollywood og víðar, hafa síðustu mánuði greint frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Frásagnirnar eru margar undir merkjum #MeToo-byltingarinnar en Bardot sagði tilfellin flest „fáránleg og óáhugaverð“ og að með því að segja frá áreitni sýndu konurnar af sér hræsni. „Margar leikkonur daðra við framleiðendur til að hreppa hlutverk. Þegar þær segja svo frá því eftir á segjast þær hafa verið áreittar [...] í raun og veru, frekar en að vera þeim til framdráttar, skaðar þetta þær,“ sagði Bardot. Þá sagðist Bardot sjálf aldrei hafa verið áreitt kynferðislega í starfi sínu sem leikkona. „Mér fannst bara fínt þegar mér var sagt að ég væri falleg eða að ég væri með sætan, lítinn rass. Hrós af þessu tagi er fínt.“ Í janúar þurfti starfssystir Bardot, franska leikkonan Catherine Deneuve, að biðjast afsökunar á að hafa skrifað undir opið bréf sem verka átti sem mótvægi við #MeToo-byltinguna í Frakklandi. Í bréfinu voru áhrif byltingarinnar á samfélagið gagnrýnd og „frelsið til að táldraga“ sagt nauðsynlegt. Bardot, sem þekkt var fyrir fegurð sína og kynþokka, hætti að leika árið 1973 og átti þá 20 ára farsælan feril að baki. Hún er mikill dýraverndunarsinni og er yfirlýstur stuðningsmaður frönsku Þjóðfylkingarinnar, flokks þjóðernissinna sem Marine Le Pen fór fyrir í forsetakosningunum í fyrra. Bardot hefur hlotið fimm dóma í heimalandi sínu fyrir hatursorðræðu í garð múslima.
MeToo Frakkland Tengdar fréttir Saka Catherine Deneuve um fyrirlitningu í garð þolenda kynferðisofbeldis Ein þekktasta leikkona Frakka, Catherine Deneuve, er ein af 100 frönskum konum sem skrifa undir opið bréf þar sem segir að menn eigi rétt á því að reyna við konur og að það sé ekki sama að nauðga og að reyna við konu, jafnvel þó karlinn sé ágengur í því. 10. janúar 2018 15:48 Brigitte Bardot dæmd fyrir niðrandi ummæli um múslima Leikkonan Brigitte Bardot var fyrir rétti í París í dag fundin sek um að ýta undir mismunun og kynþáttahatur með ummælum sínum um múslima. Leikkonan, sem er mikill dýraverndunarsinni, sagði í bréfi til Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta að hún væri „sárþreytt á að vera undir hælum á þessu fólki, sem eru að eyðileggja okkur og eyðileggja landið okkar með því að fara sínu fram." Ummælin, sem einnig birtust í fréttabréfi hennar, voru í kjölfar múslimahátíðarinnar Aid el-Kebir, sem er haldin hátíðleg með því að slátra sauðfé. 3. júní 2008 14:49 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Saka Catherine Deneuve um fyrirlitningu í garð þolenda kynferðisofbeldis Ein þekktasta leikkona Frakka, Catherine Deneuve, er ein af 100 frönskum konum sem skrifa undir opið bréf þar sem segir að menn eigi rétt á því að reyna við konur og að það sé ekki sama að nauðga og að reyna við konu, jafnvel þó karlinn sé ágengur í því. 10. janúar 2018 15:48
Brigitte Bardot dæmd fyrir niðrandi ummæli um múslima Leikkonan Brigitte Bardot var fyrir rétti í París í dag fundin sek um að ýta undir mismunun og kynþáttahatur með ummælum sínum um múslima. Leikkonan, sem er mikill dýraverndunarsinni, sagði í bréfi til Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta að hún væri „sárþreytt á að vera undir hælum á þessu fólki, sem eru að eyðileggja okkur og eyðileggja landið okkar með því að fara sínu fram." Ummælin, sem einnig birtust í fréttabréfi hennar, voru í kjölfar múslimahátíðarinnar Aid el-Kebir, sem er haldin hátíðleg með því að slátra sauðfé. 3. júní 2008 14:49