Ásmundur hyggst ganga Suðurkjördæmi enda á milli Ingvar Þór Björnsson skrifar 2. janúar 2018 14:44 Ásmundur Friðriksson gekk fyrsta áfangann í gær. Vísir/Pjetur Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur strengt það áramótaheit að ganga Suðurkjördæmi enda á milli. Segir hann að hann hafi markvisst undirbúið sig til þess að geta látið drauminn rætast og telur sig nú tilbúinn í verkefnið.„Ef maður ætlar að borða fíl þá getur maður ekki gleypt hann“Í samtali við Vísi segir Ásmundur að hann ætli að ganga leiðina í áföngum en leiðin er um sjö hundruð kílómetra löng. „Ég byrjaði í gær og gekk tuttugu kílómetra. Ég ætla ekkert að taka þetta í einum rykk. Ég hef ekki tíma í það,“ segir hann. „Ef maður ætlar að borða fíl þá getur maður ekki gleypt hann. Það þarf að borða hann í nokkrum bitum og ég ætla að borða hann í svona þrjátíu til þrjátíu og fimm bitum.“ Gekk hann fyrsta áfangann, frá Hvolsvelli að Vegamótum við Landsveg, í gær. Markmið göngunnar er fyrst og fremst að hafa gaman af henni og njóta útiverunnar. „Ég ætla að gefa mér ár í þetta en reikna með að vera búinn að þessu snemma í sumar. Ég vonast til að fá gleði og ánægju út úr þessu. Það er eina hugsunin,“ segir hann. Þeir sem vilja ganga með hafi sambandÁsmundur segir að allir séu velkomnir að taka gönguna eða áfanga hennar með honum. Þeir sem vilja taka þátt hafi samband við hann. „Já það eru allir velkomnir. Það eru strax tíu manns búnir að sækjast eftir því að fara með mér,“ segir hann. Hann gerir ráð fyrir að ganga óhefðbundnar leiðir, ganga ekki þjóðveginn og vera helst á stígum sem eru utan alfaraleiðar. Aðspurður hvort ekki hafi staðið til að ganga Suðurkjördæmi fyrir síðustu kosningar og nýta gönguna til að heilsa upp á kjósendur segir hann að ef til vill hefði það verið sniðugt. Þessi ganga sé þó fyrst og fremst með ánægju og gleði fyrir augum.„Þrátt fyrir að ég sé þéttur á velli þá er ég bara feitur í formi.“Ásmundur segist hafa gengið mjög stíft síðustu ár. „Ég setti upp prógramm í lok sumars og hef verið að ganga mjög stíft. Ég geng snemma en ég legg yfirleitt af stað korter yfir fimm á morgnanna,“ segir hann. „Þrátt fyrir að ég sé þéttur á velli þá er ég bara feitur í formi,“ segir þingmaðurinn. „Ég er búinn að vera með tvö gervihné í fótunum síðan árið 2000 svo ég þurfti að byrja að ganga upp á nýtt eftir það. Þá fékk ég bakteríuna fyrir göngunni,“ segir hann en hann bendir á að það verði bras að láta skutla sér og sækja sig í göngurnar. „Ég ætla ekki að fara að liggja úti í pokum og eitthvað svoleiðis.“ Þá vonast hann til að árið í ár verði ár árangurs og að hann verði betri maður með hverjum degi. Alþingi Stj.mál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur strengt það áramótaheit að ganga Suðurkjördæmi enda á milli. Segir hann að hann hafi markvisst undirbúið sig til þess að geta látið drauminn rætast og telur sig nú tilbúinn í verkefnið.„Ef maður ætlar að borða fíl þá getur maður ekki gleypt hann“Í samtali við Vísi segir Ásmundur að hann ætli að ganga leiðina í áföngum en leiðin er um sjö hundruð kílómetra löng. „Ég byrjaði í gær og gekk tuttugu kílómetra. Ég ætla ekkert að taka þetta í einum rykk. Ég hef ekki tíma í það,“ segir hann. „Ef maður ætlar að borða fíl þá getur maður ekki gleypt hann. Það þarf að borða hann í nokkrum bitum og ég ætla að borða hann í svona þrjátíu til þrjátíu og fimm bitum.“ Gekk hann fyrsta áfangann, frá Hvolsvelli að Vegamótum við Landsveg, í gær. Markmið göngunnar er fyrst og fremst að hafa gaman af henni og njóta útiverunnar. „Ég ætla að gefa mér ár í þetta en reikna með að vera búinn að þessu snemma í sumar. Ég vonast til að fá gleði og ánægju út úr þessu. Það er eina hugsunin,“ segir hann. Þeir sem vilja ganga með hafi sambandÁsmundur segir að allir séu velkomnir að taka gönguna eða áfanga hennar með honum. Þeir sem vilja taka þátt hafi samband við hann. „Já það eru allir velkomnir. Það eru strax tíu manns búnir að sækjast eftir því að fara með mér,“ segir hann. Hann gerir ráð fyrir að ganga óhefðbundnar leiðir, ganga ekki þjóðveginn og vera helst á stígum sem eru utan alfaraleiðar. Aðspurður hvort ekki hafi staðið til að ganga Suðurkjördæmi fyrir síðustu kosningar og nýta gönguna til að heilsa upp á kjósendur segir hann að ef til vill hefði það verið sniðugt. Þessi ganga sé þó fyrst og fremst með ánægju og gleði fyrir augum.„Þrátt fyrir að ég sé þéttur á velli þá er ég bara feitur í formi.“Ásmundur segist hafa gengið mjög stíft síðustu ár. „Ég setti upp prógramm í lok sumars og hef verið að ganga mjög stíft. Ég geng snemma en ég legg yfirleitt af stað korter yfir fimm á morgnanna,“ segir hann. „Þrátt fyrir að ég sé þéttur á velli þá er ég bara feitur í formi,“ segir þingmaðurinn. „Ég er búinn að vera með tvö gervihné í fótunum síðan árið 2000 svo ég þurfti að byrja að ganga upp á nýtt eftir það. Þá fékk ég bakteríuna fyrir göngunni,“ segir hann en hann bendir á að það verði bras að láta skutla sér og sækja sig í göngurnar. „Ég ætla ekki að fara að liggja úti í pokum og eitthvað svoleiðis.“ Þá vonast hann til að árið í ár verði ár árangurs og að hann verði betri maður með hverjum degi.
Alþingi Stj.mál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira