„Gríðarlega mikilvægt“ að brotaþolar setji sig í samband við lögreglu ef nálgunarbann er brotið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. janúar 2018 20:00 Nálgunarbönn bera oftast tilætlaðan árangur samkvæmt lögreglunni, þótt undantekningar þekkist. Mál ungrar stúlku sem glímir við eltihrelli hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum en það getur reynst brotaþolum erfitt þegar nálgunarbann er brotið.Eva Riley hefur verið áreitt af eltihrelli sem er veikur á geði í um fjögur ár. Eva fékk nálgunarbann á manninn í september en síðan hefur hann ítrekað brotið það að sögn Evu. Hún birti myndband á Facebook-síðu sinni á dögunum þar sem hún gagnrýnir úrræðaleysi lögreglu og geðheilbrigðisyfirvalda. „Nálgunarbannið gerði ekkert annað en að láta hann vita hvar ég bý, hvar amma mín býr, hvar mamma mín og pabbi búa. Það er ekkert gert,“ segir Eva. Hún segist hafa fengið símtal frá lögreglunni í framhaldi af birtingu myndbandsins og henni boðið að framvísa gögnum og leggja fram kæru. Nálgunarbannið dugar þannig skammt ef bannið er brotið en rannsaka þarf sérstaklega hvert brot.Önnur brot oft framin um leið „Það er gríðarlega mikilvægt að brotaþolar setji sig í samband við lögreglu þegar um er að ræða brot gegn nálgunarbanni og þá fer af stað rannsókn í því máli,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Eva gagnrýndi viðbrögð lögreglu þegar hún leitaði til embættisins milli jóla og nýárs en enginn ætti að mæta lokuðum dyrum hjá lögreglunni að sögn Huldu. Lögreglu beri að sjálfsögðu ávallt að sinna brotaþola en hún þarf jafnframt að geta sannað að brot hafi átt sér stað. „Stundum er samhliða þessu annað brot. Það getur þá verið hótun í skilaboðunum, það getur verið húsbrot og þá er það líka rannsakað þannig að það fer þá á stað bara ákveðið rannsóknarferli,” útskýrir Hulda. Ákveðin úrræði eru þó í sumum tilfellum fyrir hendi sé nálgunarbann brotið. „Ef um er að ræða ítrekuð brot gegn nálgunarbanni þá höfum við það úrræði að geta skoðað svokallaða síbrotagæslu ef þau skilyrði gæsluvarðhalds eru uppfyllt. Þannig að þá förum við í það ferli,” segir Hulda. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Nálgunarbönn bera oftast tilætlaðan árangur samkvæmt lögreglunni, þótt undantekningar þekkist. Mál ungrar stúlku sem glímir við eltihrelli hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum en það getur reynst brotaþolum erfitt þegar nálgunarbann er brotið.Eva Riley hefur verið áreitt af eltihrelli sem er veikur á geði í um fjögur ár. Eva fékk nálgunarbann á manninn í september en síðan hefur hann ítrekað brotið það að sögn Evu. Hún birti myndband á Facebook-síðu sinni á dögunum þar sem hún gagnrýnir úrræðaleysi lögreglu og geðheilbrigðisyfirvalda. „Nálgunarbannið gerði ekkert annað en að láta hann vita hvar ég bý, hvar amma mín býr, hvar mamma mín og pabbi búa. Það er ekkert gert,“ segir Eva. Hún segist hafa fengið símtal frá lögreglunni í framhaldi af birtingu myndbandsins og henni boðið að framvísa gögnum og leggja fram kæru. Nálgunarbannið dugar þannig skammt ef bannið er brotið en rannsaka þarf sérstaklega hvert brot.Önnur brot oft framin um leið „Það er gríðarlega mikilvægt að brotaþolar setji sig í samband við lögreglu þegar um er að ræða brot gegn nálgunarbanni og þá fer af stað rannsókn í því máli,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Eva gagnrýndi viðbrögð lögreglu þegar hún leitaði til embættisins milli jóla og nýárs en enginn ætti að mæta lokuðum dyrum hjá lögreglunni að sögn Huldu. Lögreglu beri að sjálfsögðu ávallt að sinna brotaþola en hún þarf jafnframt að geta sannað að brot hafi átt sér stað. „Stundum er samhliða þessu annað brot. Það getur þá verið hótun í skilaboðunum, það getur verið húsbrot og þá er það líka rannsakað þannig að það fer þá á stað bara ákveðið rannsóknarferli,” útskýrir Hulda. Ákveðin úrræði eru þó í sumum tilfellum fyrir hendi sé nálgunarbann brotið. „Ef um er að ræða ítrekuð brot gegn nálgunarbanni þá höfum við það úrræði að geta skoðað svokallaða síbrotagæslu ef þau skilyrði gæsluvarðhalds eru uppfyllt. Þannig að þá förum við í það ferli,” segir Hulda.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira