„Gríðarlega mikilvægt“ að brotaþolar setji sig í samband við lögreglu ef nálgunarbann er brotið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. janúar 2018 20:00 Nálgunarbönn bera oftast tilætlaðan árangur samkvæmt lögreglunni, þótt undantekningar þekkist. Mál ungrar stúlku sem glímir við eltihrelli hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum en það getur reynst brotaþolum erfitt þegar nálgunarbann er brotið.Eva Riley hefur verið áreitt af eltihrelli sem er veikur á geði í um fjögur ár. Eva fékk nálgunarbann á manninn í september en síðan hefur hann ítrekað brotið það að sögn Evu. Hún birti myndband á Facebook-síðu sinni á dögunum þar sem hún gagnrýnir úrræðaleysi lögreglu og geðheilbrigðisyfirvalda. „Nálgunarbannið gerði ekkert annað en að láta hann vita hvar ég bý, hvar amma mín býr, hvar mamma mín og pabbi búa. Það er ekkert gert,“ segir Eva. Hún segist hafa fengið símtal frá lögreglunni í framhaldi af birtingu myndbandsins og henni boðið að framvísa gögnum og leggja fram kæru. Nálgunarbannið dugar þannig skammt ef bannið er brotið en rannsaka þarf sérstaklega hvert brot.Önnur brot oft framin um leið „Það er gríðarlega mikilvægt að brotaþolar setji sig í samband við lögreglu þegar um er að ræða brot gegn nálgunarbanni og þá fer af stað rannsókn í því máli,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Eva gagnrýndi viðbrögð lögreglu þegar hún leitaði til embættisins milli jóla og nýárs en enginn ætti að mæta lokuðum dyrum hjá lögreglunni að sögn Huldu. Lögreglu beri að sjálfsögðu ávallt að sinna brotaþola en hún þarf jafnframt að geta sannað að brot hafi átt sér stað. „Stundum er samhliða þessu annað brot. Það getur þá verið hótun í skilaboðunum, það getur verið húsbrot og þá er það líka rannsakað þannig að það fer þá á stað bara ákveðið rannsóknarferli,” útskýrir Hulda. Ákveðin úrræði eru þó í sumum tilfellum fyrir hendi sé nálgunarbann brotið. „Ef um er að ræða ítrekuð brot gegn nálgunarbanni þá höfum við það úrræði að geta skoðað svokallaða síbrotagæslu ef þau skilyrði gæsluvarðhalds eru uppfyllt. Þannig að þá förum við í það ferli,” segir Hulda. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
Nálgunarbönn bera oftast tilætlaðan árangur samkvæmt lögreglunni, þótt undantekningar þekkist. Mál ungrar stúlku sem glímir við eltihrelli hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum en það getur reynst brotaþolum erfitt þegar nálgunarbann er brotið.Eva Riley hefur verið áreitt af eltihrelli sem er veikur á geði í um fjögur ár. Eva fékk nálgunarbann á manninn í september en síðan hefur hann ítrekað brotið það að sögn Evu. Hún birti myndband á Facebook-síðu sinni á dögunum þar sem hún gagnrýnir úrræðaleysi lögreglu og geðheilbrigðisyfirvalda. „Nálgunarbannið gerði ekkert annað en að láta hann vita hvar ég bý, hvar amma mín býr, hvar mamma mín og pabbi búa. Það er ekkert gert,“ segir Eva. Hún segist hafa fengið símtal frá lögreglunni í framhaldi af birtingu myndbandsins og henni boðið að framvísa gögnum og leggja fram kæru. Nálgunarbannið dugar þannig skammt ef bannið er brotið en rannsaka þarf sérstaklega hvert brot.Önnur brot oft framin um leið „Það er gríðarlega mikilvægt að brotaþolar setji sig í samband við lögreglu þegar um er að ræða brot gegn nálgunarbanni og þá fer af stað rannsókn í því máli,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Eva gagnrýndi viðbrögð lögreglu þegar hún leitaði til embættisins milli jóla og nýárs en enginn ætti að mæta lokuðum dyrum hjá lögreglunni að sögn Huldu. Lögreglu beri að sjálfsögðu ávallt að sinna brotaþola en hún þarf jafnframt að geta sannað að brot hafi átt sér stað. „Stundum er samhliða þessu annað brot. Það getur þá verið hótun í skilaboðunum, það getur verið húsbrot og þá er það líka rannsakað þannig að það fer þá á stað bara ákveðið rannsóknarferli,” útskýrir Hulda. Ákveðin úrræði eru þó í sumum tilfellum fyrir hendi sé nálgunarbann brotið. „Ef um er að ræða ítrekuð brot gegn nálgunarbanni þá höfum við það úrræði að geta skoðað svokallaða síbrotagæslu ef þau skilyrði gæsluvarðhalds eru uppfyllt. Þannig að þá förum við í það ferli,” segir Hulda.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira