Nálgunarbann virt að vettugi: „Lögreglan sagði mér að koma á skrifstofutíma“ Ingvar Þór Björnsson skrifar 30. desember 2017 15:35 Eva fékk nálgunarbann á manninn 18. september en hann hefur ítrekað brotið gegn því. Skjáskot „Þetta var allt sýndarmennska hjá lögreglunni því þetta nálgunarbann gerði ekkert fyrir mig. Lögreglan sagði við mig að ef hann myndi hafa samband við mig yrði hann handtekinn strax.“ Þetta segir Eva Riley Stonestreet í samtali við Vísi en hún hefur verið áreitt af eltihrelli sem er veikur á geði í um fjögur ár. Eins og Stöð 2 greindi frá í september hefur eltihrellirinn ítrekað áreitt Evu og fjölskyldu hennar og sent þeim ógeðfelld skilaboð. „Hann er að hóta öllum í fjölskyldunni minni og það er ekki gert neitt. Það er ekki búið að gera neitt og það mun ekki vera neitt gert,“ sagði Eva í september.Fékk nálgunarbann í kjölfar fréttaflutningsinsEva fékk nálgunarbann á manninn 18. september. „Þá segir lögreglufulltrúi við mig að ef hann hefur samband við mig eigi ég að hringja strax í lögregluna og að hann verði handtekinn um leið,“ segir hún. Það leið einungis mánuður þar til hann byrjaði að áreita hana að nýju. Hún hafi í kjölfarið hringt í neyðarlínuna eins og henni hafi verið sagt að gera en ekki fengið neina hjálp. „Eftir það hugsaði ég að lögreglan væri ekki að fara að gera neitt og það væri til einskis að reyna að hafa samband við hana.“ „Síðan byrjar hann að hafa samband við mömmu mína og þá hef ég samband við geðdeildina. Ég spyr af hverju það sé ekki verið að fylgjast með manninum. Þá ætluðu þau að reyna að finna lækni sem kannast við hann. Ég hef ekki heyrt neitt í þeim aftur,“ segir Eva.„Lögreglan sagði mér að koma á skrifstofutíma“Maðurinn sendi Evu mynd í gær sem fyllti mælinn. Hafði hún því samband við lögreglu í dag. Segir hún að lögreglan hafi verið dónaleg og sýnt málinu lítinn skilning. „Lögreglufulltrúinn spyr hvort eltihrellirinn sé að nálgast mig en það er ekki þannig. Þá segir hann mér að koma bara á næsta virka degi á skrifstofutíma.“ Hún hafi spurt lögreglufulltrúann af hverju ekki væri staðið við það að handtaka manninn þar sem hann hafi brotið gegn nálgunarbanni. „Hann svarar því ekkert og er mjög dónalegur við mig.“ Eva segir að úrræðaleysið sé algjört og að hún sé ráðþrota. „Ég er búinn að hafa samband við geðdeildina og lögregluna sem sá um nálgunarbannið en ég fæ engin svör. Hvað ætli þessi sýndarmennska hjá lögreglunni hafi kostað ríkissjóð mikið?“ Eva deildi myndbandi þar sem hún greinir frá stöðu mála á Facebook-síðu sinni í dag. Hægt er að horfa á það hér að neðan.Ekki gekk að fá svör frá lögreglunni um mál Evu við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
„Þetta var allt sýndarmennska hjá lögreglunni því þetta nálgunarbann gerði ekkert fyrir mig. Lögreglan sagði við mig að ef hann myndi hafa samband við mig yrði hann handtekinn strax.“ Þetta segir Eva Riley Stonestreet í samtali við Vísi en hún hefur verið áreitt af eltihrelli sem er veikur á geði í um fjögur ár. Eins og Stöð 2 greindi frá í september hefur eltihrellirinn ítrekað áreitt Evu og fjölskyldu hennar og sent þeim ógeðfelld skilaboð. „Hann er að hóta öllum í fjölskyldunni minni og það er ekki gert neitt. Það er ekki búið að gera neitt og það mun ekki vera neitt gert,“ sagði Eva í september.Fékk nálgunarbann í kjölfar fréttaflutningsinsEva fékk nálgunarbann á manninn 18. september. „Þá segir lögreglufulltrúi við mig að ef hann hefur samband við mig eigi ég að hringja strax í lögregluna og að hann verði handtekinn um leið,“ segir hún. Það leið einungis mánuður þar til hann byrjaði að áreita hana að nýju. Hún hafi í kjölfarið hringt í neyðarlínuna eins og henni hafi verið sagt að gera en ekki fengið neina hjálp. „Eftir það hugsaði ég að lögreglan væri ekki að fara að gera neitt og það væri til einskis að reyna að hafa samband við hana.“ „Síðan byrjar hann að hafa samband við mömmu mína og þá hef ég samband við geðdeildina. Ég spyr af hverju það sé ekki verið að fylgjast með manninum. Þá ætluðu þau að reyna að finna lækni sem kannast við hann. Ég hef ekki heyrt neitt í þeim aftur,“ segir Eva.„Lögreglan sagði mér að koma á skrifstofutíma“Maðurinn sendi Evu mynd í gær sem fyllti mælinn. Hafði hún því samband við lögreglu í dag. Segir hún að lögreglan hafi verið dónaleg og sýnt málinu lítinn skilning. „Lögreglufulltrúinn spyr hvort eltihrellirinn sé að nálgast mig en það er ekki þannig. Þá segir hann mér að koma bara á næsta virka degi á skrifstofutíma.“ Hún hafi spurt lögreglufulltrúann af hverju ekki væri staðið við það að handtaka manninn þar sem hann hafi brotið gegn nálgunarbanni. „Hann svarar því ekkert og er mjög dónalegur við mig.“ Eva segir að úrræðaleysið sé algjört og að hún sé ráðþrota. „Ég er búinn að hafa samband við geðdeildina og lögregluna sem sá um nálgunarbannið en ég fæ engin svör. Hvað ætli þessi sýndarmennska hjá lögreglunni hafi kostað ríkissjóð mikið?“ Eva deildi myndbandi þar sem hún greinir frá stöðu mála á Facebook-síðu sinni í dag. Hægt er að horfa á það hér að neðan.Ekki gekk að fá svör frá lögreglunni um mál Evu við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira