Íhaldssemi ræður ríkjum meðal bókaþjóðarinnar Jakob Bjarnar skrifar 5. janúar 2018 06:30 Þessi tíu mega heldur betur vel við una en þau eru söluhæstu höfundar ársins 2017. Innbyggð íhaldssemi landsmanna birtist að einhverju leyti í bókakaupum bókaþjóðarinnar. Þau Arnaldur, Yrsa og Gunnar Helgason raða sér upp í efstu sæti árslista Bóksölulistans með nákvæmlega sama hætti og þau hafa gert undanfarin tvö ár. Á tímabili leit út fyrir að Sólrún Diego, samfélagsmiðlastjarnan mikla, ætlaði sér að setja strik í reikninginn og vera það sem kallað hefur verið Svarti hestur jólabókaflóðsins. Sólrún var það að einhverju leyti en þegar upp er staðið hafnar hún í 8. sæti með bók sína „Heima“ – sem vissulega er frábær árangur höfundar sem er að senda frá sér sína fyrstu bók.Bryndís Loftsdóttir leiðir Vísi í gegnum refilstigu bóksölunnar.Vísir hefur, í samstarfi við Félag íslenskra bókaútgefenda, birt bóksölulista sem tekur til vikutímabils. Nú liggur fyrir heildarlisti, bóksölulistar ársins alls. Afar athyglisvert og skemmtilegt er að rýna í þessa lista. Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri Fíbút, leiðir Vísi í gegnum þetta en fáir þekkja bóksölu eins vel og einmitt hún.Ragnar Jónasson er hástökkvarinn„Ragnar Jónasson fer úr fimmtánda sæti árslistans 2016 upp í fimmta sæti í ár og verður því að teljast einni helsti hástökkvari landsliðsskálda. Þorgrímur Þráinsson heldur sig við sautjánda sætið annað árið í röð en Stefán Máni fellur hins vegar úr áttunda sæti niður í það tólfta,“ segir Bryndís og setur upp lesgleraugun. „Sé litið til skálda sem síðast sendu frá sér bækur fyrir tveimur árum þá var Ólafur Jóhann Ólafsson í fjórtánda sæti árið 2015 en stekkur nú upp í sjötta sæti, yfir Jón Kalman, sem þó er einnig á uppleið, fer úr tíunda sæti í það sjöunda. Sé litið til mest seldu titlana má segja að hlutfall íslenskra skáldverka hafi verið hærra en undanfarin þrjú ár þar á undan, á kostnað annarra flokka.“Með kynjagleraugun á nefinuEn, það er fleira matur en feitt kjet. Skoða má þessa lista út frá ýmsum sjónarhornum og nú þegar kynjafræðin virðist alpha og omega alls sem er á Íslandi er ef til vill vert að setja slíka mælistiku við listana, sem annað.Hér getur að líta topplistann frá í fyrra.„Í könnunum á vegum Félags íslenskra bókaútgefenda hefur komið í ljós að heldur fleiri karlmenn fá bækur í jólagjöf en konur,“ segir Bryndís, og heldur ótrauð áfram: „61 prósent karla fengu bók 2016 í jólagjöf en 54 prósent kvenna. Þegar kemur að jólagjafakaupum 2016 segjast 62 prósent karla hafa keypt bók og 66 prósent kvenna þannig að álíka margir karlar og konur eru að kaupa bækur til jólagjafa.“Konur lesa meira en karlarÞetta er athyglisvert og gengur að einhverju leyti gegn þeirri kenningu sem hefur verið ráðandi að konur stýri að verulegu leyti menninganeyslunni? Nei. Ekki alveg. Bryndís bendir á að konur kaupi hins vegar fleiri bækur til gjafa og teljast þannig öflugri kaupendur bóka.Og konur lesa jafnframt meira en karlar. Þarna hafa konur sem sagt alltaf yfirhöndina, segir Bryndís og sópar öllum efasemdum um ráðandi stöðu kvenna í menningargeiranum þar með út af borðinu. Og þó:Karlar ráðandi meðal söluhæstu höfunda„Þegar tíu söluhæstu bækur síðasta árs eru hins vegar kyngreindar þá eru átta eftir karlmenn og aðeins tvær eftir konur. Árið á undan voru hins vegar fjórar konur á meðal höfunda tíu mest seldu bókanna,“ segir Bryndís með nokkrum trega í röddinni.Arnaldur seldi heilu brettin sem fyrr. Kóngurinn.„Skiptingin skánar aðeins þegar litið er til tuttugu efstu titlanna, þar eiga konur sex bækur en áttu níu árið á undan. Þessar niðurstöður hljóta að vekja eftirtekt og kalla ef til vill á nánari greiningu og rannsóknum á markaðssetningu, umfjöllunum, kauphegðun og gæðum bóka íslenskra kvenna og afstöðu kaupenda til þeirra.“ Já, það var og.Árslistinn 2017 – 20 söluhæstu titlar BóksölulistansMyrkrið veit - Arnaldur IndriðasonGatið - Yrsa SigurðardóttirAmma best - Gunnar HelgasonÞitt eigið ævintýri - Ævar Þór BenediktssonMistur - Ragnar JónassonSakramentið - Ólafur Jóhann ÓlafssonSaga Ástu - Jón Kalman StefánssonHeima - Sólrún DiegoÚtkall, Reiðarslag í Eyjum - Óttar SveinssonSyndafallið - Mikael TorfasonSönglögin okkar - Ýmsir/Jón ÓlafssonSkuggarnir - Stefán MániMeð lífið að veði - Yeomne ParkÞúsund kossar - Jóga - Jón GnarrGagn og gaman - Helgi Elíasson og Ísak JónssonBlóðug jörð - Vilborg DavíðsdóttirHenri hittir í mark - Þorgrímur ÞráinssonNornin - Camilla LäckbergLöggan - Jo NesbøPottur, panna og Nanna - Nanna RögnvaldardóttirÍslensk skáldverkMyrkrið veit - Arnaldur IndriðasonGatið - Yrsa SigurðardóttirMistur - Ragnar JónassonSakramentið - Ólafur Jóhann ÓlafssonSaga Ástu - Jón Kalman StefánssonSkuggarnir - Stefán MániBlóðug jörð - Vilborg DavíðsdóttirElín, ýmislegt - Kristín EiríksdóttirEkki vera sár - Kristín SteinsdóttirPassamyndir - Einar Már GuðmundssonSmartís - Gerður KristnýÖrninn og fálkinn - Valur GunnarssonBúrið - Lilja SigurðardóttirRefurinn - Sólveig PálsdóttirDalalíf IV - Guðrún frá LundiMorðið í Gróttu - Stella BlómkvistStúlkan sem enginn saknaði - Jónína LeósdóttirAflausn - Yrsa SigurðardóttirÍ skugga drottins - Bjarni HarðarsonÉg man þig - Yrsa SigurðardóttirEinn þeirra sem má vel við una er Mikael Torfason sem trónir efstur á lista í hinum eftirtektarverða flokki ævisagna.ÆvisögurSyndafallið - Mikael TorfasonMeð lífið að veði - kilja - Yeomne ParkÞúsund kossar - Jóga - Jón GnarrKonan í dalnum og dæturnar sjö - Guðmundur G. HagalínRúna - Örlagasaga - Sigmundur Ernir RúnarssonMinn Tími - saga Jóhönnu Sigurðardóttur - Páll ValssonMeð lífið að veði – innbundin - Yeomne ParkGunnar Birgisson - Orri Páll OrmarssonEkki gleyma mér - Kristín JóhannsdóttirÞað sem dvelur í þögninni - Ásta Kristrún Ragnarsdóttir Barnabækur - skáldverkAmma best - Gunnar HelgasonÞitt eigið ævintýri - Ævar Þór BenediktssonSönglögin okkar - Ýmsir/Jón ÓlafssonHenri hittir í mark - Þorgrímur ÞráinssonFlóttinn hans afa - David WalliamsJól með Láru - Birgitta HaukdalVerstu börn í heimi - David WalliamsVögguvísurnar okkar - Ýmsir/Jón ÓlafssonLára fer í sund - Birgitta HaukdalBieber og Botnrassa - Haraldur F. GíslasonÞýdd skáldverkNornin - Camilla LäckbergLöggan - Jo NesbøSonurinn - Jo NesbøAfætur - Jussi Adler-OlsenLitla bakaríið við Strandgötu - Jenny ColganEftirlýstur - Lee Childí skugga valdsins - Viveca StenLitla bókabúðin í hálöndunum - Jenny ColganStúlkan sem gat ekki fyrirgefið - Stieg Larsson/David LagercrantzHús tveggja fjölskyldna - Lynda Cohen LoigmanHinn vinsæli Ragnar Ingi gerði sér lítið fyrir og stendur uppi sem sigurvegari í flokki Ljóða og leikrita.Ljóð & leikritGamanvísnabókin - Ragnar Ingi Aðalsteinsson tók samanDvalið við dauðalindir - Valdimar TómassonLjóð muna rödd - Sigurður PálssonHeilaskurðaðgerðin - Dagur HjartarsonÍslensk öndvegisljóð - Páll ValssonKóngulær í sýningargluggum - Kristín ÓmarsdóttirHreistur - Bubbi MorthensPerlur úr ljóðum íslenskra kvenna - Silja Aðalsteinsdóttir valdiBónus ljóð - Andri Snær MagnasonÍslensk kvæði - Vigdís Finnbogadóttir valdiBarnafræði- og handbækurGagn og gaman - Helgi Elíasson og Ísak JónssonGeimverur - leitin að lífi í geimnum - Sævar Helgi BragasonJólalitabókin - BókafélagiðKvöldsögur fyrir uppreisnagjarnar stelpur - Elena Favilli/Francesca CavalloGóðar gátur - Guðjón Ingi Eiríksson13 þrautir jólasveinanna: jólaskemmtanir - Huginn Þór GrétarssonBrandarar og gátur 2 - Huginn Þór GrétarssonHetjurnar á HM 2018 - Illugi JökulssonSkrifum stafina - Jessica GreenwellSkafmyndalist - SetbergUngmennabækurEr ekki allt í lagi með þig? - Elísa JóhannsdóttirVertu ósýnilegur - Kristín Helga GunnarsdóttirGaldra Dísa - Gunnar Theodór EggertssonHvísl hrafnanna - Malene SølvstenSölvasaga unglings - Arnar Már ArngrímssonVetrarfrí - Hildur KnútsdóttirEndalokin : Gjörningaveður - Marta Hlín Magnadóttir/Birgitta Elín HassellHarry Potter og bölvun barnsins - J.K. RowlingVetrarhörkur - Hildur KnútsdóttirNei, nú ert'að spauga, Kolfinna - Hrönn ReynisdóttirSólrún Diego telst Svarti hestur jólabókaflóðsins og velgdi þeim Arnaldi og Yrsu undir uggum á stundum. Hún má vel við una í áttunda sæti á aðallistanum.Fræði og almennt efni - að undanskildum matreiðslu- og handavinnubókumHeima - Sólrún DiegoÚtkall: Reiðarslag í Eyjum - Óttar SveinssonTil orrustu frá Íslandi - Illugi JökulssonHérasprettir - Baldur Grétarsson og Ragnar Ingi AðalsteinssonHíf opp! Gamansögur af íslenskum sjómönnum - Guðjón Ingi EiríkssonHönnun: leiðsögn í máli og myndum - ÝmsirMamma: Hlý hugrenning fyrir hvern dag ársins - Pam BrownÞrautgóðir á raunastund - Steinar J. LúðvíkssonVargöld á Vígaslóð - Magnús Þór HafsteinssonHrakningar á heiðavegum 2 - Pálmi Hannesson/Jón Eyþórsson Matreiðslu- og handverksbækurPottur, panna og Nanna - Nanna RögnvaldardóttirÁtta vikna blóðsykurkúrinn - Dr. Michael MosleyStóra bókin um sous vide - Viktor Örn AndréssonGulur, rauður grænn & salt - Berglind GuðmundsdóttirVeisluréttir Hagkaups - Friðrika Hjördís GeirsdóttirHimneskt - að njóta - Sólveig EiríksdóttirMatarást - Nanna RögnvaldardóttirJólaprjón - Guðrún S. MagnúsdóttirHeklaðar tuskur - C. S. Rasmussen/S. GrangaardLitla vínbókin - Jancis Robinson Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Innbyggð íhaldssemi landsmanna birtist að einhverju leyti í bókakaupum bókaþjóðarinnar. Þau Arnaldur, Yrsa og Gunnar Helgason raða sér upp í efstu sæti árslista Bóksölulistans með nákvæmlega sama hætti og þau hafa gert undanfarin tvö ár. Á tímabili leit út fyrir að Sólrún Diego, samfélagsmiðlastjarnan mikla, ætlaði sér að setja strik í reikninginn og vera það sem kallað hefur verið Svarti hestur jólabókaflóðsins. Sólrún var það að einhverju leyti en þegar upp er staðið hafnar hún í 8. sæti með bók sína „Heima“ – sem vissulega er frábær árangur höfundar sem er að senda frá sér sína fyrstu bók.Bryndís Loftsdóttir leiðir Vísi í gegnum refilstigu bóksölunnar.Vísir hefur, í samstarfi við Félag íslenskra bókaútgefenda, birt bóksölulista sem tekur til vikutímabils. Nú liggur fyrir heildarlisti, bóksölulistar ársins alls. Afar athyglisvert og skemmtilegt er að rýna í þessa lista. Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri Fíbút, leiðir Vísi í gegnum þetta en fáir þekkja bóksölu eins vel og einmitt hún.Ragnar Jónasson er hástökkvarinn„Ragnar Jónasson fer úr fimmtánda sæti árslistans 2016 upp í fimmta sæti í ár og verður því að teljast einni helsti hástökkvari landsliðsskálda. Þorgrímur Þráinsson heldur sig við sautjánda sætið annað árið í röð en Stefán Máni fellur hins vegar úr áttunda sæti niður í það tólfta,“ segir Bryndís og setur upp lesgleraugun. „Sé litið til skálda sem síðast sendu frá sér bækur fyrir tveimur árum þá var Ólafur Jóhann Ólafsson í fjórtánda sæti árið 2015 en stekkur nú upp í sjötta sæti, yfir Jón Kalman, sem þó er einnig á uppleið, fer úr tíunda sæti í það sjöunda. Sé litið til mest seldu titlana má segja að hlutfall íslenskra skáldverka hafi verið hærra en undanfarin þrjú ár þar á undan, á kostnað annarra flokka.“Með kynjagleraugun á nefinuEn, það er fleira matur en feitt kjet. Skoða má þessa lista út frá ýmsum sjónarhornum og nú þegar kynjafræðin virðist alpha og omega alls sem er á Íslandi er ef til vill vert að setja slíka mælistiku við listana, sem annað.Hér getur að líta topplistann frá í fyrra.„Í könnunum á vegum Félags íslenskra bókaútgefenda hefur komið í ljós að heldur fleiri karlmenn fá bækur í jólagjöf en konur,“ segir Bryndís, og heldur ótrauð áfram: „61 prósent karla fengu bók 2016 í jólagjöf en 54 prósent kvenna. Þegar kemur að jólagjafakaupum 2016 segjast 62 prósent karla hafa keypt bók og 66 prósent kvenna þannig að álíka margir karlar og konur eru að kaupa bækur til jólagjafa.“Konur lesa meira en karlarÞetta er athyglisvert og gengur að einhverju leyti gegn þeirri kenningu sem hefur verið ráðandi að konur stýri að verulegu leyti menninganeyslunni? Nei. Ekki alveg. Bryndís bendir á að konur kaupi hins vegar fleiri bækur til gjafa og teljast þannig öflugri kaupendur bóka.Og konur lesa jafnframt meira en karlar. Þarna hafa konur sem sagt alltaf yfirhöndina, segir Bryndís og sópar öllum efasemdum um ráðandi stöðu kvenna í menningargeiranum þar með út af borðinu. Og þó:Karlar ráðandi meðal söluhæstu höfunda„Þegar tíu söluhæstu bækur síðasta árs eru hins vegar kyngreindar þá eru átta eftir karlmenn og aðeins tvær eftir konur. Árið á undan voru hins vegar fjórar konur á meðal höfunda tíu mest seldu bókanna,“ segir Bryndís með nokkrum trega í röddinni.Arnaldur seldi heilu brettin sem fyrr. Kóngurinn.„Skiptingin skánar aðeins þegar litið er til tuttugu efstu titlanna, þar eiga konur sex bækur en áttu níu árið á undan. Þessar niðurstöður hljóta að vekja eftirtekt og kalla ef til vill á nánari greiningu og rannsóknum á markaðssetningu, umfjöllunum, kauphegðun og gæðum bóka íslenskra kvenna og afstöðu kaupenda til þeirra.“ Já, það var og.Árslistinn 2017 – 20 söluhæstu titlar BóksölulistansMyrkrið veit - Arnaldur IndriðasonGatið - Yrsa SigurðardóttirAmma best - Gunnar HelgasonÞitt eigið ævintýri - Ævar Þór BenediktssonMistur - Ragnar JónassonSakramentið - Ólafur Jóhann ÓlafssonSaga Ástu - Jón Kalman StefánssonHeima - Sólrún DiegoÚtkall, Reiðarslag í Eyjum - Óttar SveinssonSyndafallið - Mikael TorfasonSönglögin okkar - Ýmsir/Jón ÓlafssonSkuggarnir - Stefán MániMeð lífið að veði - Yeomne ParkÞúsund kossar - Jóga - Jón GnarrGagn og gaman - Helgi Elíasson og Ísak JónssonBlóðug jörð - Vilborg DavíðsdóttirHenri hittir í mark - Þorgrímur ÞráinssonNornin - Camilla LäckbergLöggan - Jo NesbøPottur, panna og Nanna - Nanna RögnvaldardóttirÍslensk skáldverkMyrkrið veit - Arnaldur IndriðasonGatið - Yrsa SigurðardóttirMistur - Ragnar JónassonSakramentið - Ólafur Jóhann ÓlafssonSaga Ástu - Jón Kalman StefánssonSkuggarnir - Stefán MániBlóðug jörð - Vilborg DavíðsdóttirElín, ýmislegt - Kristín EiríksdóttirEkki vera sár - Kristín SteinsdóttirPassamyndir - Einar Már GuðmundssonSmartís - Gerður KristnýÖrninn og fálkinn - Valur GunnarssonBúrið - Lilja SigurðardóttirRefurinn - Sólveig PálsdóttirDalalíf IV - Guðrún frá LundiMorðið í Gróttu - Stella BlómkvistStúlkan sem enginn saknaði - Jónína LeósdóttirAflausn - Yrsa SigurðardóttirÍ skugga drottins - Bjarni HarðarsonÉg man þig - Yrsa SigurðardóttirEinn þeirra sem má vel við una er Mikael Torfason sem trónir efstur á lista í hinum eftirtektarverða flokki ævisagna.ÆvisögurSyndafallið - Mikael TorfasonMeð lífið að veði - kilja - Yeomne ParkÞúsund kossar - Jóga - Jón GnarrKonan í dalnum og dæturnar sjö - Guðmundur G. HagalínRúna - Örlagasaga - Sigmundur Ernir RúnarssonMinn Tími - saga Jóhönnu Sigurðardóttur - Páll ValssonMeð lífið að veði – innbundin - Yeomne ParkGunnar Birgisson - Orri Páll OrmarssonEkki gleyma mér - Kristín JóhannsdóttirÞað sem dvelur í þögninni - Ásta Kristrún Ragnarsdóttir Barnabækur - skáldverkAmma best - Gunnar HelgasonÞitt eigið ævintýri - Ævar Þór BenediktssonSönglögin okkar - Ýmsir/Jón ÓlafssonHenri hittir í mark - Þorgrímur ÞráinssonFlóttinn hans afa - David WalliamsJól með Láru - Birgitta HaukdalVerstu börn í heimi - David WalliamsVögguvísurnar okkar - Ýmsir/Jón ÓlafssonLára fer í sund - Birgitta HaukdalBieber og Botnrassa - Haraldur F. GíslasonÞýdd skáldverkNornin - Camilla LäckbergLöggan - Jo NesbøSonurinn - Jo NesbøAfætur - Jussi Adler-OlsenLitla bakaríið við Strandgötu - Jenny ColganEftirlýstur - Lee Childí skugga valdsins - Viveca StenLitla bókabúðin í hálöndunum - Jenny ColganStúlkan sem gat ekki fyrirgefið - Stieg Larsson/David LagercrantzHús tveggja fjölskyldna - Lynda Cohen LoigmanHinn vinsæli Ragnar Ingi gerði sér lítið fyrir og stendur uppi sem sigurvegari í flokki Ljóða og leikrita.Ljóð & leikritGamanvísnabókin - Ragnar Ingi Aðalsteinsson tók samanDvalið við dauðalindir - Valdimar TómassonLjóð muna rödd - Sigurður PálssonHeilaskurðaðgerðin - Dagur HjartarsonÍslensk öndvegisljóð - Páll ValssonKóngulær í sýningargluggum - Kristín ÓmarsdóttirHreistur - Bubbi MorthensPerlur úr ljóðum íslenskra kvenna - Silja Aðalsteinsdóttir valdiBónus ljóð - Andri Snær MagnasonÍslensk kvæði - Vigdís Finnbogadóttir valdiBarnafræði- og handbækurGagn og gaman - Helgi Elíasson og Ísak JónssonGeimverur - leitin að lífi í geimnum - Sævar Helgi BragasonJólalitabókin - BókafélagiðKvöldsögur fyrir uppreisnagjarnar stelpur - Elena Favilli/Francesca CavalloGóðar gátur - Guðjón Ingi Eiríksson13 þrautir jólasveinanna: jólaskemmtanir - Huginn Þór GrétarssonBrandarar og gátur 2 - Huginn Þór GrétarssonHetjurnar á HM 2018 - Illugi JökulssonSkrifum stafina - Jessica GreenwellSkafmyndalist - SetbergUngmennabækurEr ekki allt í lagi með þig? - Elísa JóhannsdóttirVertu ósýnilegur - Kristín Helga GunnarsdóttirGaldra Dísa - Gunnar Theodór EggertssonHvísl hrafnanna - Malene SølvstenSölvasaga unglings - Arnar Már ArngrímssonVetrarfrí - Hildur KnútsdóttirEndalokin : Gjörningaveður - Marta Hlín Magnadóttir/Birgitta Elín HassellHarry Potter og bölvun barnsins - J.K. RowlingVetrarhörkur - Hildur KnútsdóttirNei, nú ert'að spauga, Kolfinna - Hrönn ReynisdóttirSólrún Diego telst Svarti hestur jólabókaflóðsins og velgdi þeim Arnaldi og Yrsu undir uggum á stundum. Hún má vel við una í áttunda sæti á aðallistanum.Fræði og almennt efni - að undanskildum matreiðslu- og handavinnubókumHeima - Sólrún DiegoÚtkall: Reiðarslag í Eyjum - Óttar SveinssonTil orrustu frá Íslandi - Illugi JökulssonHérasprettir - Baldur Grétarsson og Ragnar Ingi AðalsteinssonHíf opp! Gamansögur af íslenskum sjómönnum - Guðjón Ingi EiríkssonHönnun: leiðsögn í máli og myndum - ÝmsirMamma: Hlý hugrenning fyrir hvern dag ársins - Pam BrownÞrautgóðir á raunastund - Steinar J. LúðvíkssonVargöld á Vígaslóð - Magnús Þór HafsteinssonHrakningar á heiðavegum 2 - Pálmi Hannesson/Jón Eyþórsson Matreiðslu- og handverksbækurPottur, panna og Nanna - Nanna RögnvaldardóttirÁtta vikna blóðsykurkúrinn - Dr. Michael MosleyStóra bókin um sous vide - Viktor Örn AndréssonGulur, rauður grænn & salt - Berglind GuðmundsdóttirVeisluréttir Hagkaups - Friðrika Hjördís GeirsdóttirHimneskt - að njóta - Sólveig EiríksdóttirMatarást - Nanna RögnvaldardóttirJólaprjón - Guðrún S. MagnúsdóttirHeklaðar tuskur - C. S. Rasmussen/S. GrangaardLitla vínbókin - Jancis Robinson
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira