Nærmynd af Mumma: Yale og Húsmæðraskólinn en ekki nægilega trúaður til að gerast munkur Stefán Árni Pálsson skrifar 9. janúar 2018 15:30 Guðmundur er alltaf kallaður Mummi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, býr í miðbæ Reykjavíkur og fengu áhorfendur Stöðvar 2 að kynnast honum betur í þættinum Ísland í dag sem var á dagskrá í gærkvöldi. Guðmundur er kallaður Mummi og hefur alltaf verið kallaður það. Sjónvarpsmaðurinn Sindri Sindrason var mættur til ráðherra klukkan hálf sjö um morguninn en hann vaknar ávallt snemma og vinnur best eldsnemma. Mummi er fæddur og uppalinn á Brúarlandi á Mýrum rétt vestan við Borgarnes. „Ég elst upp við venjulega sveitastörf og ég held að ég hafi náð aðeins inn í svona stórfjölskyldumenningu og það var alltaf gríðarlega mikill gestagangur hjá ömmu minni,“ segir Guðmundur sem segist vera mikil félagsvera. Mummi varð umhverfis- og auðlindaráðherra í lok nóvember.„Ég ætlaði alltaf að verða bóndi alla mína æsku. Ég var óskaplega hændur af dýrum, sérstaklega kindunum. Ég var ofboðslega skapmikið barn og gat orðið mjög reiður en sem betur fer er það runnið af mér,“ segir Mummi sem er alinn upp við það að bera mikla virðingu fyrir náttúrunni. Ráðherra fór í nám í Háskóla Íslands og í meistaranám í Yale-háskólanum í Bandaríkjunum. Hann skellti sér einnig í Húsmæðraskólann í Reykjavík eftir menntaskólaárin. „Eftir Húsmæðraskólann flutti ég aðeins til Þýskalands og dvaldi í klaustri svona til að reyna finna sjálfan mig. Ég komst að því að ég væri ekki nægilega trúaður til að verða munkur.“ Mummi er fyrsti samkynhneigði karlmaðurinn sem sest í ráðherrastól hér á landi. Hann var aftur á móti í sambandi með konu í ein sjö ár áður en hann kom út úr skápnum. „Ég átti yndisleg ár með henni og við erum mjög góðir vinir í dag. Ég sé ekki eftir þeim árum en síðan byrjar bara annar kafli í lífinu þegar maður er orðinn sáttari við sjálfan sig. Það skiptir mig miklu máli að vera góð fyrirmynd þegar maður er kominn í þessa stöðu, og ég veit að það eru enn fordómar í íslensku samfélagi.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Tengdar fréttir Fyrstu skref ríkisstjórnar Katrínar í Víglínunni Alþingi lauk fyrstu umræðu um fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í gærkvöldi og þar með er ríkisstjórnin komin skrefinu lengra en síðasta ríkisstjórn. 16. desember 2017 10:29 Ráðherra segir vel hægt að leggja veginn um Teigsskóg Nýr samgönguráðherra segist enn þeirrar skoðunar, eftir vettvangskönnun, að skynsamt sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg en kveðst þó reiðubúinn að skoða aðra valkosti. 21. desember 2017 20:39 Heitustu piparsveinar landsins Fegurð íslenskra kvenna er heimsþekkt en glæsileiki íslenskra karlmanna hefur hins vegar ekki farið eins hátt. 4. janúar 2018 12:30 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, býr í miðbæ Reykjavíkur og fengu áhorfendur Stöðvar 2 að kynnast honum betur í þættinum Ísland í dag sem var á dagskrá í gærkvöldi. Guðmundur er kallaður Mummi og hefur alltaf verið kallaður það. Sjónvarpsmaðurinn Sindri Sindrason var mættur til ráðherra klukkan hálf sjö um morguninn en hann vaknar ávallt snemma og vinnur best eldsnemma. Mummi er fæddur og uppalinn á Brúarlandi á Mýrum rétt vestan við Borgarnes. „Ég elst upp við venjulega sveitastörf og ég held að ég hafi náð aðeins inn í svona stórfjölskyldumenningu og það var alltaf gríðarlega mikill gestagangur hjá ömmu minni,“ segir Guðmundur sem segist vera mikil félagsvera. Mummi varð umhverfis- og auðlindaráðherra í lok nóvember.„Ég ætlaði alltaf að verða bóndi alla mína æsku. Ég var óskaplega hændur af dýrum, sérstaklega kindunum. Ég var ofboðslega skapmikið barn og gat orðið mjög reiður en sem betur fer er það runnið af mér,“ segir Mummi sem er alinn upp við það að bera mikla virðingu fyrir náttúrunni. Ráðherra fór í nám í Háskóla Íslands og í meistaranám í Yale-háskólanum í Bandaríkjunum. Hann skellti sér einnig í Húsmæðraskólann í Reykjavík eftir menntaskólaárin. „Eftir Húsmæðraskólann flutti ég aðeins til Þýskalands og dvaldi í klaustri svona til að reyna finna sjálfan mig. Ég komst að því að ég væri ekki nægilega trúaður til að verða munkur.“ Mummi er fyrsti samkynhneigði karlmaðurinn sem sest í ráðherrastól hér á landi. Hann var aftur á móti í sambandi með konu í ein sjö ár áður en hann kom út úr skápnum. „Ég átti yndisleg ár með henni og við erum mjög góðir vinir í dag. Ég sé ekki eftir þeim árum en síðan byrjar bara annar kafli í lífinu þegar maður er orðinn sáttari við sjálfan sig. Það skiptir mig miklu máli að vera góð fyrirmynd þegar maður er kominn í þessa stöðu, og ég veit að það eru enn fordómar í íslensku samfélagi.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Tengdar fréttir Fyrstu skref ríkisstjórnar Katrínar í Víglínunni Alþingi lauk fyrstu umræðu um fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í gærkvöldi og þar með er ríkisstjórnin komin skrefinu lengra en síðasta ríkisstjórn. 16. desember 2017 10:29 Ráðherra segir vel hægt að leggja veginn um Teigsskóg Nýr samgönguráðherra segist enn þeirrar skoðunar, eftir vettvangskönnun, að skynsamt sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg en kveðst þó reiðubúinn að skoða aðra valkosti. 21. desember 2017 20:39 Heitustu piparsveinar landsins Fegurð íslenskra kvenna er heimsþekkt en glæsileiki íslenskra karlmanna hefur hins vegar ekki farið eins hátt. 4. janúar 2018 12:30 Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
Fyrstu skref ríkisstjórnar Katrínar í Víglínunni Alþingi lauk fyrstu umræðu um fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur í gærkvöldi og þar með er ríkisstjórnin komin skrefinu lengra en síðasta ríkisstjórn. 16. desember 2017 10:29
Ráðherra segir vel hægt að leggja veginn um Teigsskóg Nýr samgönguráðherra segist enn þeirrar skoðunar, eftir vettvangskönnun, að skynsamt sé að leggja Vestfjarðaveg um Teigsskóg en kveðst þó reiðubúinn að skoða aðra valkosti. 21. desember 2017 20:39
Heitustu piparsveinar landsins Fegurð íslenskra kvenna er heimsþekkt en glæsileiki íslenskra karlmanna hefur hins vegar ekki farið eins hátt. 4. janúar 2018 12:30