Ungri konu byrlað amfetamín á þrettándaballi í Eyjum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. janúar 2018 20:35 Mæðgurnar Jenný og Perla. Perla Kristins Stúlka á tvítugsaldri missti meðvitund á þrettándaballi í Vestmannaeyjum um liðna helgi eftir að hafa óafvitandi innbyrt amfetamín. Móðir stúlkunnar segir það hafa verið mikið sjokk fyrir stúlkuna að vita að svo sterk efni væru í kerfinu. Jenný Jóhannsdóttir, sem verður tvítug í vor, hafði verið að skemmta sér með vinum sínum. Í frásögn móður hennar á Facebook segir að henni hafi þá verið boðinn sopi af drykk á dansgólfinu. Fljótlega hafi hún átt erfitt með andardrátt. „Hún skjögrar út með vini sínum og svo er eins og standi eitthvað í henni, hún nær ekki andanum og svo missir hún meðvitund. Það var mikil heppni að það voru hjúkrunarfræðingar á ballinu og stóðu þarna úti akkúrat þegar þetta gerist. Vinir hennar líka, það brugðust allir hárrétt við og hringdu strax á sjúkrabíl og í okkur foreldrana,“ segir Perla Kristinsdóttir, móðir Jennýjar, í samtali við Vísi. „Þarna er hún að fá amfetamín í kerfið í fyrsta skipti og er ofvirk í þokkabót. Þá bregst líkaminn við eins og þegar ofvirkir fá örvandi efni, hann slekkur bara á sér gjörsamlega.“Vildu kæra atvikið „Þarna er hópur krakka sem reyna að vera dugleg að segja nei takk og þarna er allt vald tekið af þeim. Valdið hennar til að segja nei takk er tekið af henni. Hún vissi ekki hvernig hún hafði fengið þetta í líkamann. Svo tekur við rosalega erfiður tími því hún verður rosalega veik, það tekur tíma fyrir efnin að fara úr kerfinu hjá henni.“ Fyrst kom upp grunur um efnunum hafi verið laumað í drykk Jennýjar og leitað fjölskyldan til lögreglu með það í huga að kæra atvikið. Eftir að hafa farið yfir atburðarás kvöldsins með lögregluþjónum hafi líklegasta skýringin þó verið sú að efnin hafi einfaldlega verið í drykk sem hún hafi fengið sopa af.Perla og Jenný á góðri stundu.„Við vildum bara fá rannsókn á þessu. En þetta var líklegasta skýringin hjá þeim, að þetta hafi verið í einhverjum drykk sem hún hafi fengið sopa af á ballinu,“ segir Perla.Engin leið að vita hver átti efnin Hún segist ekki vilja með frásögn sinni taka fyrir einstaklinginn sem átti þetta tiltekna glas þó hún sé vissulega reið. „Ég var bara að reyna að vekja athygli á því að þetta sé til, að þú getir fengið eiturlyf bara í glasi hjá einhverjum. Þetta hefði getað komið fyrir hvern sem er. Nú er greinilega ekki nóg að segja við krakkana sína að þau eigi ekki að láta glasið frá sér. Nú er það bara að fá engan sopa hjá neinum. Best væri auðvitað ef þau myndu ekki drekka yfir höfuð en það er kannski erfiðari bardagi.“ Perla segir málið sérstaklega flókið vegna þess að engin leið sé til að vita hver var með efnin. Margt var á ballinu, bæði eyjamenn og töluverður fjöldi aðkomufólks sem var í bænum vegna þrettándagleðinnar. „Þess vegna einmitt stendur hún frammi fyrir því að hún veit í raun ekkert hver gaf henni þetta. Þarna voru þau að kynnast nýjum krökkum, þau þekkjast ekki öll,“ segir hún. Hún segir að Jenný hafi fengið sopa bæði hjá góðum kunningjum og nýjum vinum og því sé erfiðara að rekja sporin. „Líklega fara margir að hugsa „er þetta ekki bara stelpa sem hefur verið að prufa eitthvað í fyrsta skipti og er að reyna að bjarga sér út úr þessu.“ Auðvitað hugsa margir þannig. En þetta er í alvörunni til. Ég hugsaði líka fyrst að það væri enginn með amfetamín í drykknum sínum. Þetta á ekki að vera hægt.“ Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira
Stúlka á tvítugsaldri missti meðvitund á þrettándaballi í Vestmannaeyjum um liðna helgi eftir að hafa óafvitandi innbyrt amfetamín. Móðir stúlkunnar segir það hafa verið mikið sjokk fyrir stúlkuna að vita að svo sterk efni væru í kerfinu. Jenný Jóhannsdóttir, sem verður tvítug í vor, hafði verið að skemmta sér með vinum sínum. Í frásögn móður hennar á Facebook segir að henni hafi þá verið boðinn sopi af drykk á dansgólfinu. Fljótlega hafi hún átt erfitt með andardrátt. „Hún skjögrar út með vini sínum og svo er eins og standi eitthvað í henni, hún nær ekki andanum og svo missir hún meðvitund. Það var mikil heppni að það voru hjúkrunarfræðingar á ballinu og stóðu þarna úti akkúrat þegar þetta gerist. Vinir hennar líka, það brugðust allir hárrétt við og hringdu strax á sjúkrabíl og í okkur foreldrana,“ segir Perla Kristinsdóttir, móðir Jennýjar, í samtali við Vísi. „Þarna er hún að fá amfetamín í kerfið í fyrsta skipti og er ofvirk í þokkabót. Þá bregst líkaminn við eins og þegar ofvirkir fá örvandi efni, hann slekkur bara á sér gjörsamlega.“Vildu kæra atvikið „Þarna er hópur krakka sem reyna að vera dugleg að segja nei takk og þarna er allt vald tekið af þeim. Valdið hennar til að segja nei takk er tekið af henni. Hún vissi ekki hvernig hún hafði fengið þetta í líkamann. Svo tekur við rosalega erfiður tími því hún verður rosalega veik, það tekur tíma fyrir efnin að fara úr kerfinu hjá henni.“ Fyrst kom upp grunur um efnunum hafi verið laumað í drykk Jennýjar og leitað fjölskyldan til lögreglu með það í huga að kæra atvikið. Eftir að hafa farið yfir atburðarás kvöldsins með lögregluþjónum hafi líklegasta skýringin þó verið sú að efnin hafi einfaldlega verið í drykk sem hún hafi fengið sopa af.Perla og Jenný á góðri stundu.„Við vildum bara fá rannsókn á þessu. En þetta var líklegasta skýringin hjá þeim, að þetta hafi verið í einhverjum drykk sem hún hafi fengið sopa af á ballinu,“ segir Perla.Engin leið að vita hver átti efnin Hún segist ekki vilja með frásögn sinni taka fyrir einstaklinginn sem átti þetta tiltekna glas þó hún sé vissulega reið. „Ég var bara að reyna að vekja athygli á því að þetta sé til, að þú getir fengið eiturlyf bara í glasi hjá einhverjum. Þetta hefði getað komið fyrir hvern sem er. Nú er greinilega ekki nóg að segja við krakkana sína að þau eigi ekki að láta glasið frá sér. Nú er það bara að fá engan sopa hjá neinum. Best væri auðvitað ef þau myndu ekki drekka yfir höfuð en það er kannski erfiðari bardagi.“ Perla segir málið sérstaklega flókið vegna þess að engin leið sé til að vita hver var með efnin. Margt var á ballinu, bæði eyjamenn og töluverður fjöldi aðkomufólks sem var í bænum vegna þrettándagleðinnar. „Þess vegna einmitt stendur hún frammi fyrir því að hún veit í raun ekkert hver gaf henni þetta. Þarna voru þau að kynnast nýjum krökkum, þau þekkjast ekki öll,“ segir hún. Hún segir að Jenný hafi fengið sopa bæði hjá góðum kunningjum og nýjum vinum og því sé erfiðara að rekja sporin. „Líklega fara margir að hugsa „er þetta ekki bara stelpa sem hefur verið að prufa eitthvað í fyrsta skipti og er að reyna að bjarga sér út úr þessu.“ Auðvitað hugsa margir þannig. En þetta er í alvörunni til. Ég hugsaði líka fyrst að það væri enginn með amfetamín í drykknum sínum. Þetta á ekki að vera hægt.“
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira