Biðtími eftir afplánun styttist á næsta ári Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. desember 2018 13:30 Kynferðisafbrotamenn eru tíu prósent af öllum föngum og hefur fjölgað hratt undanfarin misseri. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að á næsta ári styttist biðtími eftir að hefja afplánun dóma og gerir ráð fyrir að mun fleiri verði í fangelsum og í samfélagsþjónustu. Mun fleiri sinna samfélagsþjónustu nú en á síðasta ári eða 185 manns en voru á sama tíma í fyrra 155 talsins. En það sem af er ári hafa rúmlega 300 manns hafið afplánun með samfélagsþjónustu samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. „Ástæðan fyrir því að mönnum hefur fjölgað í samfélagsþjónustu og raunar annars staðar í fangelsiskerfinu er bara aukin áhersla dómsmálaráðherra á þennan málaflokk. Hún hefur veitt fjármagni í málaflokkinn og nú er bara komið að okkur að standa okkur,“ segir Páll. Fangelsismálastjóri segir að verið sé að gefa í. „Við erum að keyra fangelsin á fullum afköstum og munum gera enn betur á næsta ári, fækka á biðlistum og fjölga í samfélagsþjónustu. Við getum það vegna lagabreytinga og aukins fjármagns. Við erum að gefa í.“ Hann segir að fjölga muni í fangelsum og samfélagsþjónustu samhliða þessu. „Örlítið fleiri í ár en í fyrra en við munum bæta hraustlega við á næsta ári. Ég sé fram á að við verðum með hátt í 180 fanga í fangelsunum á næsta ári og vonandi um 200 manns í samfélagsþjónustu þannig að það mun ganga hratt á alla lista. Þannig að þetta grundvallarariði, að fullnusta refsingar eftir að dómur er kveðinn upp, við munum ná því markmiði innan skamms, það er fólk mun ekki þurfa að bíða og heldur ekki mega bíða,“ segir Páll. Alls afplána 134 refsingar vega alvarlegri brota í fangelsum landsins í dag. Flestir þeirra vegna fíkniefnabrota, næststærsti hópurinn vegna umferðalagabrota og nytjastulds, auðgunar-og þjófnaðarbrot koma þar á eftir, kynferðisbrot eru næst og manndráp og tilraun til manndráps þar á eftir og loks ofbeldisbrot. Páll segir að hlutfallslega hafi fjölgað mest í hópi kynferðisafbrotamanna. „Þetta er um tíu prósent fanga á Íslandi sem eru inni fyrir kynferðisbrot. Þeim hefur fjölgað mikið já, ég held að það sé bara vegna vakningar í samfélaginu og vegna þess að lögreglan er að vinna betur.“ Fangelsismál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Kynferðisafbrotamenn eru tíu prósent af öllum föngum og hefur fjölgað hratt undanfarin misseri. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að á næsta ári styttist biðtími eftir að hefja afplánun dóma og gerir ráð fyrir að mun fleiri verði í fangelsum og í samfélagsþjónustu. Mun fleiri sinna samfélagsþjónustu nú en á síðasta ári eða 185 manns en voru á sama tíma í fyrra 155 talsins. En það sem af er ári hafa rúmlega 300 manns hafið afplánun með samfélagsþjónustu samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. „Ástæðan fyrir því að mönnum hefur fjölgað í samfélagsþjónustu og raunar annars staðar í fangelsiskerfinu er bara aukin áhersla dómsmálaráðherra á þennan málaflokk. Hún hefur veitt fjármagni í málaflokkinn og nú er bara komið að okkur að standa okkur,“ segir Páll. Fangelsismálastjóri segir að verið sé að gefa í. „Við erum að keyra fangelsin á fullum afköstum og munum gera enn betur á næsta ári, fækka á biðlistum og fjölga í samfélagsþjónustu. Við getum það vegna lagabreytinga og aukins fjármagns. Við erum að gefa í.“ Hann segir að fjölga muni í fangelsum og samfélagsþjónustu samhliða þessu. „Örlítið fleiri í ár en í fyrra en við munum bæta hraustlega við á næsta ári. Ég sé fram á að við verðum með hátt í 180 fanga í fangelsunum á næsta ári og vonandi um 200 manns í samfélagsþjónustu þannig að það mun ganga hratt á alla lista. Þannig að þetta grundvallarariði, að fullnusta refsingar eftir að dómur er kveðinn upp, við munum ná því markmiði innan skamms, það er fólk mun ekki þurfa að bíða og heldur ekki mega bíða,“ segir Páll. Alls afplána 134 refsingar vega alvarlegri brota í fangelsum landsins í dag. Flestir þeirra vegna fíkniefnabrota, næststærsti hópurinn vegna umferðalagabrota og nytjastulds, auðgunar-og þjófnaðarbrot koma þar á eftir, kynferðisbrot eru næst og manndráp og tilraun til manndráps þar á eftir og loks ofbeldisbrot. Páll segir að hlutfallslega hafi fjölgað mest í hópi kynferðisafbrotamanna. „Þetta er um tíu prósent fanga á Íslandi sem eru inni fyrir kynferðisbrot. Þeim hefur fjölgað mikið já, ég held að það sé bara vegna vakningar í samfélaginu og vegna þess að lögreglan er að vinna betur.“
Fangelsismál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira