Mynd Baltasars fær blendnar viðtökur Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júní 2018 07:19 Adrift segir frá ungri konu sem þarf að bjarga sér og unnustunum úr háska á Kyrrahafinu. STXFILMS Nýjasta stórmynd Baltasars Kormáks, ástar-slysamyndin Adrift, fær sæmilega dóma ef marka má gagnrýnendur vestanhafs. Myndin verður tekin til almennra sýninga í Bandaríkjunum í dag en hún var frumsýnd í Los Angeles undir lok maímánaðar. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum en hún segir frá Tami Oldham sem þarf að bjarga sér og unnusta sínum úr sjávarháska eftir að hafa lent í fjórða stigs fellibyl á Kyrrahafinu.Sjá einnig: Spá Adrift þriðja sæti á lista yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafsÁ vef IMDB, einu víðlesnasta vefsvæðinu um kvikmyndir, fær Adrift 6,4 í einkunn. Rétt er þó að taka þeirri einkunn með ákveðnum fyrirvara. Einkunnagjöf IMDB byggir á atkvæðum almennings og til þessa hafa aðeins 183 notendur vefsins gefið myndinni einkunn. Hún kann því að breytast mikið þegar myndin verður tekin til almennra sýninga.Engu að síður fær Adrift mjög sambærilega einkunn á vef Rotten Tomatoes, en sú einkunnagjöf byggir á álitri „viðurkenndra“ gagnrýnenda. Meðaltalseinkunn þeirra 49 umsagna sem Adrift hefur fengið til þessa er 65%. Þar af segja 32 gagnrýnendur að myndin sé „fersk“ en hinir 17 telja Adrift vera „rotna.“ Gagnrýnandi Wall Street Journal, sem vísað er í á vef Rotten Tomatoes, segir til að mynda að myndin sé alltof rómantísk. Hann hafi nánast orðið sjóveikur við að horfa á allar ástarjátningar aðalpersónanna. Þrír aðrir gagnrýnendur taka í sama streng. Þessi sífellda áhersla á ástina dragi kraftinn úr myndinni. Þó eru fleiri sem eru jákvæðir fyrir myndinni, sem fyrr segir. Þeir leggja áherslu á það hvernig Adrift nær að draga fram sálfræðilega þáttinn í hörmungum, eins og sjávarháskanum sem aðalpersónurnar lenda í. Þá sé myndatakan og klippingin jafnframt til fyrirmyndar.Þeir sem reyna að spá fyrir gengi mynda telja að mynd eins og Adrift sé upp á náð og miskunn gagnrýnenda komin. Gott umtal muni gera myndinni gott þegar kemur að aðsókninni á þessari mynd sem er talin hafa kostað um 35 milljónir dollara í framleiðslu, eða um 3,6 milljarða íslenskra króna. Adrift verður frumsýnd hér á landi 13. júní næstkomandi. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Voru svona móment þar sem „crewið“ var ælandi eins og múkkar“ Baltasar Kormákur frumsýndi í nótt nýjustu kvikmynd sína, Adrift, í Los Angeles. 24. maí 2018 09:02 Spá Adrift þriðja sæti á lista yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs Er myndin sögð upplögð fyrir ungt fólk í leit að afþreyingu á stefnumótum og gæti því komið sterk inn á þessari helgi. 31. maí 2018 10:42 Þurfti að léttast og styrkja sig til að geta leikið persónu í nýjustu mynd Baltasars Þetta var ágætis reynsla þegar kemur að seiglu en ekki eitthvað sem ég myndi tileinka mér dags daglega, segir leikkonan. 23. maí 2018 23:37 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Nýjasta stórmynd Baltasars Kormáks, ástar-slysamyndin Adrift, fær sæmilega dóma ef marka má gagnrýnendur vestanhafs. Myndin verður tekin til almennra sýninga í Bandaríkjunum í dag en hún var frumsýnd í Los Angeles undir lok maímánaðar. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum en hún segir frá Tami Oldham sem þarf að bjarga sér og unnusta sínum úr sjávarháska eftir að hafa lent í fjórða stigs fellibyl á Kyrrahafinu.Sjá einnig: Spá Adrift þriðja sæti á lista yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafsÁ vef IMDB, einu víðlesnasta vefsvæðinu um kvikmyndir, fær Adrift 6,4 í einkunn. Rétt er þó að taka þeirri einkunn með ákveðnum fyrirvara. Einkunnagjöf IMDB byggir á atkvæðum almennings og til þessa hafa aðeins 183 notendur vefsins gefið myndinni einkunn. Hún kann því að breytast mikið þegar myndin verður tekin til almennra sýninga.Engu að síður fær Adrift mjög sambærilega einkunn á vef Rotten Tomatoes, en sú einkunnagjöf byggir á álitri „viðurkenndra“ gagnrýnenda. Meðaltalseinkunn þeirra 49 umsagna sem Adrift hefur fengið til þessa er 65%. Þar af segja 32 gagnrýnendur að myndin sé „fersk“ en hinir 17 telja Adrift vera „rotna.“ Gagnrýnandi Wall Street Journal, sem vísað er í á vef Rotten Tomatoes, segir til að mynda að myndin sé alltof rómantísk. Hann hafi nánast orðið sjóveikur við að horfa á allar ástarjátningar aðalpersónanna. Þrír aðrir gagnrýnendur taka í sama streng. Þessi sífellda áhersla á ástina dragi kraftinn úr myndinni. Þó eru fleiri sem eru jákvæðir fyrir myndinni, sem fyrr segir. Þeir leggja áherslu á það hvernig Adrift nær að draga fram sálfræðilega þáttinn í hörmungum, eins og sjávarháskanum sem aðalpersónurnar lenda í. Þá sé myndatakan og klippingin jafnframt til fyrirmyndar.Þeir sem reyna að spá fyrir gengi mynda telja að mynd eins og Adrift sé upp á náð og miskunn gagnrýnenda komin. Gott umtal muni gera myndinni gott þegar kemur að aðsókninni á þessari mynd sem er talin hafa kostað um 35 milljónir dollara í framleiðslu, eða um 3,6 milljarða íslenskra króna. Adrift verður frumsýnd hér á landi 13. júní næstkomandi.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir „Voru svona móment þar sem „crewið“ var ælandi eins og múkkar“ Baltasar Kormákur frumsýndi í nótt nýjustu kvikmynd sína, Adrift, í Los Angeles. 24. maí 2018 09:02 Spá Adrift þriðja sæti á lista yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs Er myndin sögð upplögð fyrir ungt fólk í leit að afþreyingu á stefnumótum og gæti því komið sterk inn á þessari helgi. 31. maí 2018 10:42 Þurfti að léttast og styrkja sig til að geta leikið persónu í nýjustu mynd Baltasars Þetta var ágætis reynsla þegar kemur að seiglu en ekki eitthvað sem ég myndi tileinka mér dags daglega, segir leikkonan. 23. maí 2018 23:37 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
„Voru svona móment þar sem „crewið“ var ælandi eins og múkkar“ Baltasar Kormákur frumsýndi í nótt nýjustu kvikmynd sína, Adrift, í Los Angeles. 24. maí 2018 09:02
Spá Adrift þriðja sæti á lista yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs Er myndin sögð upplögð fyrir ungt fólk í leit að afþreyingu á stefnumótum og gæti því komið sterk inn á þessari helgi. 31. maí 2018 10:42
Þurfti að léttast og styrkja sig til að geta leikið persónu í nýjustu mynd Baltasars Þetta var ágætis reynsla þegar kemur að seiglu en ekki eitthvað sem ég myndi tileinka mér dags daglega, segir leikkonan. 23. maí 2018 23:37