Aukið viðbragð á Þingvöllum hrein viðbót á Suðurlandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. júní 2018 18:45 Sautján prósent aukning hefur orðið í sjúkraflutningum á Suðurlandi það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Viðbragð á einum fjölsóttasta ferðamannastað landsins verður aukið með staðarvakt fram á haust og er það hrein viðbót við það viðbragð sem fyrir er á Suðurlandi.Samningur um þjónustuna var undirritaður í dag. Á bilinu þrjú til fimm þúsund manns heimsækja þjóðgarðinn á Þingvöllum á hverjum einasta degi. Nú verður öryggi gesta Þjóðgarðsins aukið með viðveru sjúkraflutningamanns á sérútbúnum bíl. Um er að ræða tilraunaverkefni Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Þjóðgarðsvörður segir sú aukning ferðamanna sem orðið hafi um svæðið á síðustu árum hafi kallað á aukna þjónustu. „Höfum svo sem ekki farið varhluta af því hér í Þjóðgarðinum að þurfa standa frammi fyrir alvarlegum slysum eða örðum óhöppum, þó þau séu kannski ekki alltaf alvarleg,“ segir Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.Vísir/Einar ÁrnasonBíllinn sem verður til staðar er vel útbúinn tækjum til sérhæfðra aðgerða en aðstoð yrði alltaf kölluð til ef flytja þarf sjúkling. Þá munu sjúkraflutningamenn þjálfa þjóðgarðsverði í skyndihjálp. Kostnaður við verkefnið deilist á milli Þjóðgarðsins og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Við innheimtum hér þjónustugjöld og gjöld af gestum, bæði í Silfru og á bílastæðinu og við sjáum þetta sem lið í því að bæta þjónustu,“ segir Einar.Gríðarlegt álag hefur verið á viðbragðsaðilum á Suðurlandi frá áramótum vegna ýmissa útkalla. Í gær urðu tvö alvarleg slys á svæðinu, annað við Gullfoss þegar ferðamaður féll af stalli og fékk þungt höfuðhögg, og hitt þegar skófla af gröfu rakst í 12 ára dreng á sveitabæ í uppsveitum Rangárvallasýslu. Bæði voru flutt á Landspítalann Fossvogi með þyrlu og er líðan þeirra eftir atvikum. Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi segir að ekkert mæli á móti því að utanspítalaþjónusta sem þessi verði á fleiri stöðum á landinu til að fylla í þau göt sem eru á milli þéttbýliskjarna. „Eins og segir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2023 að þá er markmiðið að viðbragðstími í F1 og F2 forgangsútköllum sé undir tuttugu mínútum árið 2023,“ segir Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Hjá heilbrigðisráðherra er til skoðunar að setja sérstaka sjúkraþyrlu á Suðurland og segir Styrmir að þessi þjónusta sem nú verður í boði fram á haust í Þjóðgarðinum sé hluti af því viðbragðskerfi sem reynt sé að byggja upp. „Að bæta þjónustuna hvar sem er í umdæminu og þetta ýtir bara undir þá hugmynd að sérhæfð sjúkraþyrla á Suðurlandi geti verið hluti af þessari þjónustu,“ segir Styrmir. Tengdar fréttir Bæta viðbragð neyðaraðstoðar á Þingvöllum HSU hefur staðsett sérútbúinn viðbragðsbíl ásamt sjúkraflutningamanni á dagvakt í þjóðgarðinum. 1. júní 2018 13:16 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Sautján prósent aukning hefur orðið í sjúkraflutningum á Suðurlandi það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Viðbragð á einum fjölsóttasta ferðamannastað landsins verður aukið með staðarvakt fram á haust og er það hrein viðbót við það viðbragð sem fyrir er á Suðurlandi.Samningur um þjónustuna var undirritaður í dag. Á bilinu þrjú til fimm þúsund manns heimsækja þjóðgarðinn á Þingvöllum á hverjum einasta degi. Nú verður öryggi gesta Þjóðgarðsins aukið með viðveru sjúkraflutningamanns á sérútbúnum bíl. Um er að ræða tilraunaverkefni Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Þjóðgarðsvörður segir sú aukning ferðamanna sem orðið hafi um svæðið á síðustu árum hafi kallað á aukna þjónustu. „Höfum svo sem ekki farið varhluta af því hér í Þjóðgarðinum að þurfa standa frammi fyrir alvarlegum slysum eða örðum óhöppum, þó þau séu kannski ekki alltaf alvarleg,“ segir Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.Vísir/Einar ÁrnasonBíllinn sem verður til staðar er vel útbúinn tækjum til sérhæfðra aðgerða en aðstoð yrði alltaf kölluð til ef flytja þarf sjúkling. Þá munu sjúkraflutningamenn þjálfa þjóðgarðsverði í skyndihjálp. Kostnaður við verkefnið deilist á milli Þjóðgarðsins og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Við innheimtum hér þjónustugjöld og gjöld af gestum, bæði í Silfru og á bílastæðinu og við sjáum þetta sem lið í því að bæta þjónustu,“ segir Einar.Gríðarlegt álag hefur verið á viðbragðsaðilum á Suðurlandi frá áramótum vegna ýmissa útkalla. Í gær urðu tvö alvarleg slys á svæðinu, annað við Gullfoss þegar ferðamaður féll af stalli og fékk þungt höfuðhögg, og hitt þegar skófla af gröfu rakst í 12 ára dreng á sveitabæ í uppsveitum Rangárvallasýslu. Bæði voru flutt á Landspítalann Fossvogi með þyrlu og er líðan þeirra eftir atvikum. Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi segir að ekkert mæli á móti því að utanspítalaþjónusta sem þessi verði á fleiri stöðum á landinu til að fylla í þau göt sem eru á milli þéttbýliskjarna. „Eins og segir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2023 að þá er markmiðið að viðbragðstími í F1 og F2 forgangsútköllum sé undir tuttugu mínútum árið 2023,“ segir Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Hjá heilbrigðisráðherra er til skoðunar að setja sérstaka sjúkraþyrlu á Suðurland og segir Styrmir að þessi þjónusta sem nú verður í boði fram á haust í Þjóðgarðinum sé hluti af því viðbragðskerfi sem reynt sé að byggja upp. „Að bæta þjónustuna hvar sem er í umdæminu og þetta ýtir bara undir þá hugmynd að sérhæfð sjúkraþyrla á Suðurlandi geti verið hluti af þessari þjónustu,“ segir Styrmir.
Tengdar fréttir Bæta viðbragð neyðaraðstoðar á Þingvöllum HSU hefur staðsett sérútbúinn viðbragðsbíl ásamt sjúkraflutningamanni á dagvakt í þjóðgarðinum. 1. júní 2018 13:16 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Bæta viðbragð neyðaraðstoðar á Þingvöllum HSU hefur staðsett sérútbúinn viðbragðsbíl ásamt sjúkraflutningamanni á dagvakt í þjóðgarðinum. 1. júní 2018 13:16