Maradona mætti til starfa í Hvíta-Rússlandi með pompi og prakt Arnar Geir Halldórsson skrifar 17. júlí 2018 08:00 Maradona mættur til starfa í Hvíta-Rússlandi vísir/getty Argentínska goðsögnin Diego Maradona hefur hafið störf sem formaður Dynamo Brest en hann undirritaði þriggja ára samning við félagið við hátíðlega athöfn í gær. Dynamo Brest spilar í Hvíta-Rússlandi og hefur aldrei unnið efstu deildina þar í landi. Félagið hefur glímt við fjárhagsörðugleika á undanförnum árum og var með naumindum bjargað frá gjaldþroti fyrir tveimur árum síðan. Nú stendur til að reisa félagið við og er Maradona ætlað að leiða það verkefni en fjárfestar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum keyptu Dynamo Brest nýverið. Síðasta starf Maradona var einmitt í furstadæmunum þar sem hann þjálfaði lið Al Fujairah. Maradona mætti til Hvíta-Rússlands í gær með pompi og prakt en hann kom á einkaþotu frá Rússlandi þar sem hann hefur fylgst náið með Heimsmeistarakeppninni á undanförnum vikum. What an entrance Diego Maradona has arrived in Belarus for his new job!Read: https://t.co/ouCfVxyHMw pic.twitter.com/rvc4PFHh5T— BBC Sport (@BBCSport) July 16, 2018 Maradona mun flytja til BrestMaradona fékk alvöru móttökur í Brestvisir/gettyMaradona er af mörgum talinn einn besti knattspyrnumaður sögunnar og hann fékk svo sannarlega alvöru móttökur þegar hann mætti til Brest í gær. „Ég hræðist ekki áskoranir. Ég hræðist ekki alvarleg verkefni og fólkinu hér virðist vera mjög alvara með þetta verkefni. Ég þurfti á áskroun að halda, mikilvægu verkefni til að sýna að ég hætti aldrei að vinna,“ sagði Maradona á blaðamannafundi við komuna til Brest. „Ég ber mikla virðingu fyrir fólkinu sem veitir mér þetta tækifæri og við ætlum að endureisa trú fólks á liðinu. Við munum byggja upp frábært lið og veita krökkum tækifæri til að koma úr akademíunni og verða að góðum knattspyrnumönnum,“ sagði Maradona einnig. Tæplega 350 þúsund manns búa í Brest sem stendur á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands og mun Maradona lifa og starfa í borginni. „Sú staðreynd að Diego muni búa í Brest fær okkur til að trúa að fólk frá öllum heimshornum muni koma og horfa á liðið okkar spila,“ sagði Viktor Radkov, stjórnarformaður Dynamo Brest þegar Maradona var kynntur til sögunnar. Fótbolti Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Argentínska goðsögnin Diego Maradona hefur hafið störf sem formaður Dynamo Brest en hann undirritaði þriggja ára samning við félagið við hátíðlega athöfn í gær. Dynamo Brest spilar í Hvíta-Rússlandi og hefur aldrei unnið efstu deildina þar í landi. Félagið hefur glímt við fjárhagsörðugleika á undanförnum árum og var með naumindum bjargað frá gjaldþroti fyrir tveimur árum síðan. Nú stendur til að reisa félagið við og er Maradona ætlað að leiða það verkefni en fjárfestar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum keyptu Dynamo Brest nýverið. Síðasta starf Maradona var einmitt í furstadæmunum þar sem hann þjálfaði lið Al Fujairah. Maradona mætti til Hvíta-Rússlands í gær með pompi og prakt en hann kom á einkaþotu frá Rússlandi þar sem hann hefur fylgst náið með Heimsmeistarakeppninni á undanförnum vikum. What an entrance Diego Maradona has arrived in Belarus for his new job!Read: https://t.co/ouCfVxyHMw pic.twitter.com/rvc4PFHh5T— BBC Sport (@BBCSport) July 16, 2018 Maradona mun flytja til BrestMaradona fékk alvöru móttökur í Brestvisir/gettyMaradona er af mörgum talinn einn besti knattspyrnumaður sögunnar og hann fékk svo sannarlega alvöru móttökur þegar hann mætti til Brest í gær. „Ég hræðist ekki áskoranir. Ég hræðist ekki alvarleg verkefni og fólkinu hér virðist vera mjög alvara með þetta verkefni. Ég þurfti á áskroun að halda, mikilvægu verkefni til að sýna að ég hætti aldrei að vinna,“ sagði Maradona á blaðamannafundi við komuna til Brest. „Ég ber mikla virðingu fyrir fólkinu sem veitir mér þetta tækifæri og við ætlum að endureisa trú fólks á liðinu. Við munum byggja upp frábært lið og veita krökkum tækifæri til að koma úr akademíunni og verða að góðum knattspyrnumönnum,“ sagði Maradona einnig. Tæplega 350 þúsund manns búa í Brest sem stendur á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands og mun Maradona lifa og starfa í borginni. „Sú staðreynd að Diego muni búa í Brest fær okkur til að trúa að fólk frá öllum heimshornum muni koma og horfa á liðið okkar spila,“ sagði Viktor Radkov, stjórnarformaður Dynamo Brest þegar Maradona var kynntur til sögunnar.
Fótbolti Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira