Einkunnir Íslands: Kári bestur 15. nóvember 2018 21:50 Kári í baráttunni við markaskorarann í kvöld. vísir/getty Ísland tapaði í kvöld 2-0 fyrir Belgíu í síðasta leik liðsins í A-deild Þjóðadeildarinnar en bæði mörkin komu í síðari hálfleik. Mikil meiðsli voru í íslenska hópnum fyrir leikinn í kvöld og síðustu meiðslin komu í upphitun er Alfreð Finnbogason meiddist. Michy Batshuayi skoraði bæði mörk Belgíu í síðari hálfleik en bæði mörkin hefði auðveldlega verið hægt að koma í veg fyrir. Kári Árnason var eins og klettur í vörn Íslands en hann var valinn maður leiksins að mati Vísis.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Öruggur í sínum aðgerðum framan af en gerði svo mistök í öðru markinu þegar að hann varði boltann beint fyrir framan fætur framherja Belganna. Gat lítið gert í fyrra markinu.Ari Freyr Skúlason, hægri vængbakvörður 7 Leysti nýja stöðu bara nokkuð vel á öfugum fæti hægra megin. Sterkur í vörninni og fer klárlega að gera tilkall til að fá stöðuna sína vinstra megin aftur.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 7 Var flottur með Kára við hliðina á sér og gat nýtt sér alla sína styrkleika. Staðsetti sig vel, öflugur í loftinu þegar að þess þurfti og alltaf mættur í hjálparvörn. Lá mikið á þeim félögum í vörninni.Kári Árnason, miðvörður 8 - maður leiksins Eins og klettur í hjarta varnarinnar og stýrði varnarlínunni mest megnis frábærlega. Varði sjálfur urmul skota og skallaði allt sem kom nálægt honum frá.Jón Guðni Fjóluson, miðvörður 7 Sömuleiðis fínn í vörninni með Kára og Sverri. Öflugur í loftinu og átti nokkra fína bolta fram á við. Mikil spyrnugeta.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri vængbakvörður 5 Þjóðadeildin hefur ekki verið mótið hans Harðar. Átti í basli með að finna samherja oft á tíðum, missti boltann nokkrum sinnum illa og gleymdi sér svo enn og aftur í markinu.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Fyrirliðinn gat varla hreyft sig en var samt besti miðjumaður liðsins. Stýrði liðinu frábærlega eins og þeir sem voru á vellinum í kvöld heyrðu. Mikilvægi hans þarf ekkert að fara yfir enn og aftur.Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 6 Leið mun betur en síðast þegar að hann byrjaði leik á miðjunni enda allt annað að vera undir leikstjórn Arons. Sýndi að það er margt spunnið í hann sem fótboltamann. Einfaldar og góðar sendingar inn á miðjunni. Átti samt kannski eðlilega erfitt uppdráttar á móti þessu frábæra liði Belga.Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 7 Kom óvænt inn í liðið á síðustu stundu en skilaði sínu bara vel. Var mjög duglegur inn á miðsvæðinu, varðist vel og hjálpaði til í sóknarleiknum þegar að þess þurfti.Albert Guðmundsson, sóknarmaður 8 Algjörlega óhræddur í þessum leik sem var unun að sjá. Er tæknilegt undur og fór stundum illa með leikmenn besta landsliðs heims. Fékk besta færi íslenska liðsins.Arnór Sigurðsson, framherji 7 Eins og Albert mætti hann til leiks óhræddur við Belgana og getur verið stoltur af sínum fyrsta landsleik. Hann hljóp í öll svæði sem buðust, spilaði boltanum vel frá sér og tengdi vel við Albert í framlínunni. Ekki mikið í boði fyrir þá frammi samt.Varamenn:Kolbeinn Sigþórsson 5 - (Kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 64. mínútu) Íslenska liðið var lítið með boltann og því gat Kolbeinn litlu bætt við leikinn.Jón Dagur Þorsteinsson - (Kom inn á fyrir Albert Guðmundsson á 87. mínútu) Þjóðadeild UEFA Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira
Ísland tapaði í kvöld 2-0 fyrir Belgíu í síðasta leik liðsins í A-deild Þjóðadeildarinnar en bæði mörkin komu í síðari hálfleik. Mikil meiðsli voru í íslenska hópnum fyrir leikinn í kvöld og síðustu meiðslin komu í upphitun er Alfreð Finnbogason meiddist. Michy Batshuayi skoraði bæði mörk Belgíu í síðari hálfleik en bæði mörkin hefði auðveldlega verið hægt að koma í veg fyrir. Kári Árnason var eins og klettur í vörn Íslands en hann var valinn maður leiksins að mati Vísis.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Öruggur í sínum aðgerðum framan af en gerði svo mistök í öðru markinu þegar að hann varði boltann beint fyrir framan fætur framherja Belganna. Gat lítið gert í fyrra markinu.Ari Freyr Skúlason, hægri vængbakvörður 7 Leysti nýja stöðu bara nokkuð vel á öfugum fæti hægra megin. Sterkur í vörninni og fer klárlega að gera tilkall til að fá stöðuna sína vinstra megin aftur.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 7 Var flottur með Kára við hliðina á sér og gat nýtt sér alla sína styrkleika. Staðsetti sig vel, öflugur í loftinu þegar að þess þurfti og alltaf mættur í hjálparvörn. Lá mikið á þeim félögum í vörninni.Kári Árnason, miðvörður 8 - maður leiksins Eins og klettur í hjarta varnarinnar og stýrði varnarlínunni mest megnis frábærlega. Varði sjálfur urmul skota og skallaði allt sem kom nálægt honum frá.Jón Guðni Fjóluson, miðvörður 7 Sömuleiðis fínn í vörninni með Kára og Sverri. Öflugur í loftinu og átti nokkra fína bolta fram á við. Mikil spyrnugeta.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri vængbakvörður 5 Þjóðadeildin hefur ekki verið mótið hans Harðar. Átti í basli með að finna samherja oft á tíðum, missti boltann nokkrum sinnum illa og gleymdi sér svo enn og aftur í markinu.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 Fyrirliðinn gat varla hreyft sig en var samt besti miðjumaður liðsins. Stýrði liðinu frábærlega eins og þeir sem voru á vellinum í kvöld heyrðu. Mikilvægi hans þarf ekkert að fara yfir enn og aftur.Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 6 Leið mun betur en síðast þegar að hann byrjaði leik á miðjunni enda allt annað að vera undir leikstjórn Arons. Sýndi að það er margt spunnið í hann sem fótboltamann. Einfaldar og góðar sendingar inn á miðjunni. Átti samt kannski eðlilega erfitt uppdráttar á móti þessu frábæra liði Belga.Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 7 Kom óvænt inn í liðið á síðustu stundu en skilaði sínu bara vel. Var mjög duglegur inn á miðsvæðinu, varðist vel og hjálpaði til í sóknarleiknum þegar að þess þurfti.Albert Guðmundsson, sóknarmaður 8 Algjörlega óhræddur í þessum leik sem var unun að sjá. Er tæknilegt undur og fór stundum illa með leikmenn besta landsliðs heims. Fékk besta færi íslenska liðsins.Arnór Sigurðsson, framherji 7 Eins og Albert mætti hann til leiks óhræddur við Belgana og getur verið stoltur af sínum fyrsta landsleik. Hann hljóp í öll svæði sem buðust, spilaði boltanum vel frá sér og tengdi vel við Albert í framlínunni. Ekki mikið í boði fyrir þá frammi samt.Varamenn:Kolbeinn Sigþórsson 5 - (Kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 64. mínútu) Íslenska liðið var lítið með boltann og því gat Kolbeinn litlu bætt við leikinn.Jón Dagur Þorsteinsson - (Kom inn á fyrir Albert Guðmundsson á 87. mínútu)
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Sjá meira