Eini fangavörðurinn á vaktinni fluttur suður með heilablóðfall Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. janúar 2018 06:00 Garðar Svansson er enn að jafna sig á Borgarspítalanum eftir heilablóðfall á næturvakt á Kvíabryggju. Vísir/Hanna „Við höfum bent á það í mörg ár hvað það er hættulegt að vera einn á vaktinni,“ segir Garðar Svansson, fangavörður á Kvíabryggju, sem fékk heilablóðfall á næturvakt í fangelsinu á Kvíabryggju aðfaranótt síðastliðins föstudags. „Vistmenn voru búnir að fá lyfin sín og farnir í háttinn. Skrifstofustjóri stofnunarinnar hringdi um þetta leyti og þá varð ég var við að ég var eitthvað þvoglumæltur í símann. Þegar símtalið var búið fór ég að finna svona máttleysi vinstra megin og hélt það væri bara þreyta og lagði mig á sófann í setustofunni þegar ég var búinn að ganga frá í eldhúsinu,“ segir Garðar aðspurður um atvikið. Ástand Garðars var óbreytt um morguninn og hann leitaði þá til læknis. „Læknirinn hringdi umsvifalaust á sjúkrabíl og ég var fluttur strax til Reykjavíkur því það var alveg ljóst að ég hafði fengið blóðtappa í heila,“ segir Garðar. Hann segir ljóst að ef hann hefði hringt á Neyðarlínuna strax og hann fann einkennin hefði hann þurft að skilja fangelsið eftir í reiðileysi. „Ætli lögreglan hefði ekki bara komið og passað fangelsið því það var enginn annar starfsmaður til staðar.“ Garðar segir fangaverði oft hafa bent á hættuna sem því fylgir að hafa bara einn fangavörð á vakt á Kvíabryggju og í fangelsinu á Akureyri. „Við höfum bent á að það geti vel komið upp svona tilfelli, þar sem fangavörður er einn á vakt og það kemur eitthvað fyrir viðkomandi. Þá er enginn til að fylgjast með eða grípa inn í,“ segir Garðar og bætir við: „Þetta hefur verið rætt oft á starfsmannafundum með forstöðumönnum fangelsanna og forstjóra Fangelsismálastofnunar þar sem við höfum bent á akkúrat þetta. Og það eru til fundargerðir þar sem þetta kemur fram,“ segir Garðar.Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunnar segir fangaverði of fáa og hefur ítrekað óskað eftir auknu fé til rekstrar. Fréttablaðið/GVAAðspurður segir Garðar að ef hann hefði misst meðvitund eða dáið á vaktinni hefði það ekki uppgötvast fyrr en morguninn eftir. Garðar bendir á að þessi staða geti einnig aukið áhættu á ofbeldi í fangelsum ekki síst í ljósi þess að fangahópurinn hafi verið að þyngjast undanfarin ár og það eigi við um öll fangelsin. „Það er ekki að ástæðulausu að við höfum endurtekið óskað eftir auknu fjármagni til rekstrar,“ segir Páll Winkel, forstjóri fangelsismálastofnunar, og leggur áherslu á að hann vilji ekki að það sé aðeins einn fangavörður á vakt. „Fangaverðir í fangelsum eru of fáir. Svo einfalt er það.“ Páll bendir á að Fangelsismálastofnun taki ekki ákvarðanir um fjárveitingar. „Við höfum bent á þörf fyrir aukið fjármagn en Alþingi hefur ákvörðunarvald í þessum efnum. Það er okkar að vinna í samræmi við þær ákvarðanir og fara vel með það fjármagn sem er til ráðstöfunar. Hugsanlega er æskilegt að minnka starfsemi á einhverjum sviðum stofnunarinnar og manna betur annars staðar. Það er sífellt til skoðunar, en það er ekki hægt að skera niður þar sem einn maður er á vakt yfir 23 föngum, ekki þar sem þrír eru yfir 40 föngum né fjórir yfir 80 föngum,“ segir Páll. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
„Við höfum bent á það í mörg ár hvað það er hættulegt að vera einn á vaktinni,“ segir Garðar Svansson, fangavörður á Kvíabryggju, sem fékk heilablóðfall á næturvakt í fangelsinu á Kvíabryggju aðfaranótt síðastliðins föstudags. „Vistmenn voru búnir að fá lyfin sín og farnir í háttinn. Skrifstofustjóri stofnunarinnar hringdi um þetta leyti og þá varð ég var við að ég var eitthvað þvoglumæltur í símann. Þegar símtalið var búið fór ég að finna svona máttleysi vinstra megin og hélt það væri bara þreyta og lagði mig á sófann í setustofunni þegar ég var búinn að ganga frá í eldhúsinu,“ segir Garðar aðspurður um atvikið. Ástand Garðars var óbreytt um morguninn og hann leitaði þá til læknis. „Læknirinn hringdi umsvifalaust á sjúkrabíl og ég var fluttur strax til Reykjavíkur því það var alveg ljóst að ég hafði fengið blóðtappa í heila,“ segir Garðar. Hann segir ljóst að ef hann hefði hringt á Neyðarlínuna strax og hann fann einkennin hefði hann þurft að skilja fangelsið eftir í reiðileysi. „Ætli lögreglan hefði ekki bara komið og passað fangelsið því það var enginn annar starfsmaður til staðar.“ Garðar segir fangaverði oft hafa bent á hættuna sem því fylgir að hafa bara einn fangavörð á vakt á Kvíabryggju og í fangelsinu á Akureyri. „Við höfum bent á að það geti vel komið upp svona tilfelli, þar sem fangavörður er einn á vakt og það kemur eitthvað fyrir viðkomandi. Þá er enginn til að fylgjast með eða grípa inn í,“ segir Garðar og bætir við: „Þetta hefur verið rætt oft á starfsmannafundum með forstöðumönnum fangelsanna og forstjóra Fangelsismálastofnunar þar sem við höfum bent á akkúrat þetta. Og það eru til fundargerðir þar sem þetta kemur fram,“ segir Garðar.Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunnar segir fangaverði of fáa og hefur ítrekað óskað eftir auknu fé til rekstrar. Fréttablaðið/GVAAðspurður segir Garðar að ef hann hefði misst meðvitund eða dáið á vaktinni hefði það ekki uppgötvast fyrr en morguninn eftir. Garðar bendir á að þessi staða geti einnig aukið áhættu á ofbeldi í fangelsum ekki síst í ljósi þess að fangahópurinn hafi verið að þyngjast undanfarin ár og það eigi við um öll fangelsin. „Það er ekki að ástæðulausu að við höfum endurtekið óskað eftir auknu fjármagni til rekstrar,“ segir Páll Winkel, forstjóri fangelsismálastofnunar, og leggur áherslu á að hann vilji ekki að það sé aðeins einn fangavörður á vakt. „Fangaverðir í fangelsum eru of fáir. Svo einfalt er það.“ Páll bendir á að Fangelsismálastofnun taki ekki ákvarðanir um fjárveitingar. „Við höfum bent á þörf fyrir aukið fjármagn en Alþingi hefur ákvörðunarvald í þessum efnum. Það er okkar að vinna í samræmi við þær ákvarðanir og fara vel með það fjármagn sem er til ráðstöfunar. Hugsanlega er æskilegt að minnka starfsemi á einhverjum sviðum stofnunarinnar og manna betur annars staðar. Það er sífellt til skoðunar, en það er ekki hægt að skera niður þar sem einn maður er á vakt yfir 23 föngum, ekki þar sem þrír eru yfir 40 föngum né fjórir yfir 80 föngum,“ segir Páll.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira