Vinsælli en Sigur Rós á Spotify Stefán Þór Hjartarson skrifar 18. október 2018 11:28 Tónlist mt. fujitive er líklegast vinsælasta íslenska tónlistin á streymisveitum. Mt. fujitive nefnist vinsæll listamaður á Spotify og er flokkaður undir svokallað Lo-fi, þægilega og lágstemmda instrúmental tónlist. Hann er með milljón hlustendur á mánuði og er á nokkrum stórum lagalistum streymisveitunnar. Hann er líka Íslendingur og heitir Magnús Valur Willemsson Verheul. „Ég og félagar mínir sem erum að gera svipaða tónlist köllum þetta lyftutónlist. Maður getur bara slappað af – hangið í sófanum, lært, lesið, gert eitthvað heima hjá sér í algjörri afslöppun. Þetta er mjög hlutlaus tónlist, þetta er ekki flókið né eru neinar raddir þarna sem pirra mann – þetta er bara taktur með flottu undirlagi,“ segir Magnús beðinn að lýsa þessari tónlist sem hittir svona í mark hjá hlustendum. Magnús segist hafa byrjað að gera þessa tegund af músík sirka árið 2014, en raunar alltaf verið í kringum tónlist frá blautu barnsbeini, spilað á bassa og verið í hljómsveitum í skóla. „Ég byrjaði að fikta með tónlistarforrit í kringum 2014 og byrjaði að hlusta á þá sem kynntu mig þessa senu fyrir mér. Ég datt inn á svona músík á Soundcloud og hugsaði bara: „Holy shit, þetta er nice.“ Ég fór mjög mikið að hlusta á mismunandi svona listamenn og reyndi að melta hvaðan þessi hljóð koma. Það tók mig alveg sirka tvö góð ár af stöðugri vinnu að fá rétta „sándið“: hvaða sömpl ætti að nota og hvernig trommur. Þannig að það tók mig alveg svolítinn tíma að koma mér upp þessum hljómi sem ég er með núna.“ Árið 2016 kom út fyrsta smáskífan frá mt. fujitive og fljótlega eftir það fóru hlutirnir að gerast. „Einn daginn fæ ég skilaboð á Facebook frá einhverjum Þjóðverja sem býður mér að skrifa undir samning um stafræna dreifingu á efninu mínu – Spotify, iTunes og allt það. Ég segi náttúrulega: „Já, auðvitað,“ og þaðan fer snjóboltinn að rúlla og hefur stækkað rosa mikið á stuttum tíma.“ Tónlist eftir hann er sú íslenska tónlist sem flestir hafa streymt, að minnsta kosti á Spotify, þar sem hann er með fleiri mánaðarlega hlustendur en sjálf Sigur Rós og vinsælasta lagið hans hefur verið spilað um 10 milljón sinnum. „Já, það er mesta ruglið – ég klóra mér bara í hausnum þegar ég sé þetta,“ segir Magnús hlæjandi þegar blaðamaður nefnir þessar geysilega háu tölur við hann. „Ég er á nokkrum svona „official“ Spotify lagalistum sem eru tileinkaðir svipaðri tónlist og ég er að gera. Það er auðvitað alveg ruglað – það er einn svona lagalisti með 900 þúsund hlustendur, þannig að þetta springur bara í loft upp. Að vera settur inn á svona lista er partur af samningnum mínum – plötufyrirtækið mitt er í sambandi við Spotify og sendir lög eftir mig inn á svona lista. En það er gífurlegur heiður fyrir mig að vera þarna.“ Og þessi mikla spilun gerir það að verkum að hann getur lagt listina fyrir sig. „Ég er það heppinn að geta gert þetta að vinnu – þetta er skemmtilegasta vinna sem hægt er að vinna.“ Í febrúar kom út platan ventures og segist Magnús vera hægt og rólega vera að vinna að þeirri næstu. Í kvöld kemur hann svo fram á sínum fyrstu tónleikum hérlendis – þeir fara fram klukkan 22 á Prikinu. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Mt. fujitive nefnist vinsæll listamaður á Spotify og er flokkaður undir svokallað Lo-fi, þægilega og lágstemmda instrúmental tónlist. Hann er með milljón hlustendur á mánuði og er á nokkrum stórum lagalistum streymisveitunnar. Hann er líka Íslendingur og heitir Magnús Valur Willemsson Verheul. „Ég og félagar mínir sem erum að gera svipaða tónlist köllum þetta lyftutónlist. Maður getur bara slappað af – hangið í sófanum, lært, lesið, gert eitthvað heima hjá sér í algjörri afslöppun. Þetta er mjög hlutlaus tónlist, þetta er ekki flókið né eru neinar raddir þarna sem pirra mann – þetta er bara taktur með flottu undirlagi,“ segir Magnús beðinn að lýsa þessari tónlist sem hittir svona í mark hjá hlustendum. Magnús segist hafa byrjað að gera þessa tegund af músík sirka árið 2014, en raunar alltaf verið í kringum tónlist frá blautu barnsbeini, spilað á bassa og verið í hljómsveitum í skóla. „Ég byrjaði að fikta með tónlistarforrit í kringum 2014 og byrjaði að hlusta á þá sem kynntu mig þessa senu fyrir mér. Ég datt inn á svona músík á Soundcloud og hugsaði bara: „Holy shit, þetta er nice.“ Ég fór mjög mikið að hlusta á mismunandi svona listamenn og reyndi að melta hvaðan þessi hljóð koma. Það tók mig alveg sirka tvö góð ár af stöðugri vinnu að fá rétta „sándið“: hvaða sömpl ætti að nota og hvernig trommur. Þannig að það tók mig alveg svolítinn tíma að koma mér upp þessum hljómi sem ég er með núna.“ Árið 2016 kom út fyrsta smáskífan frá mt. fujitive og fljótlega eftir það fóru hlutirnir að gerast. „Einn daginn fæ ég skilaboð á Facebook frá einhverjum Þjóðverja sem býður mér að skrifa undir samning um stafræna dreifingu á efninu mínu – Spotify, iTunes og allt það. Ég segi náttúrulega: „Já, auðvitað,“ og þaðan fer snjóboltinn að rúlla og hefur stækkað rosa mikið á stuttum tíma.“ Tónlist eftir hann er sú íslenska tónlist sem flestir hafa streymt, að minnsta kosti á Spotify, þar sem hann er með fleiri mánaðarlega hlustendur en sjálf Sigur Rós og vinsælasta lagið hans hefur verið spilað um 10 milljón sinnum. „Já, það er mesta ruglið – ég klóra mér bara í hausnum þegar ég sé þetta,“ segir Magnús hlæjandi þegar blaðamaður nefnir þessar geysilega háu tölur við hann. „Ég er á nokkrum svona „official“ Spotify lagalistum sem eru tileinkaðir svipaðri tónlist og ég er að gera. Það er auðvitað alveg ruglað – það er einn svona lagalisti með 900 þúsund hlustendur, þannig að þetta springur bara í loft upp. Að vera settur inn á svona lista er partur af samningnum mínum – plötufyrirtækið mitt er í sambandi við Spotify og sendir lög eftir mig inn á svona lista. En það er gífurlegur heiður fyrir mig að vera þarna.“ Og þessi mikla spilun gerir það að verkum að hann getur lagt listina fyrir sig. „Ég er það heppinn að geta gert þetta að vinnu – þetta er skemmtilegasta vinna sem hægt er að vinna.“ Í febrúar kom út platan ventures og segist Magnús vera hægt og rólega vera að vinna að þeirri næstu. Í kvöld kemur hann svo fram á sínum fyrstu tónleikum hérlendis – þeir fara fram klukkan 22 á Prikinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira