Hvergerðingum brugðið vegna snarps jarðskjálfta Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. desember 2018 20:37 Íbúum í Hveragerði var mjög brugðið þegar jarðskjálftinn reið yfir í nótt þó þeir séu vanir ýmsu þegar jarðskjálftar eru annars vegar. Bæjarstjórinn útilokar ekki að um manngerðan skjálfta hafi verið að ræða vegna niðurdælingar á vatni á Hellisheiði. Magnús Hlynur Hreiðarsson hitti nokkra íbúa í Hveragerði í dag. Lífið gekk sinn vanagang í Hveragerði í dag eins og aðra daga þrátt fyrir jarðskjálftann í nótt sem vakti margra Sunnlendinga af værum blundi, og aðra íbúa í næsta nágrenni. Það voru þó ekki allir farnir að sofa í Hveragerði rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. „Ég var vakandi, Hvergerðingar voru margir hverjir að koma heim af hinu árlega Sölvaballi. Þetta var auðvitað eins og mjög þungur bíll keyrði á húsið,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. „Eins og allaf gerist þegar maður upplifir jarðskjálfta þá dettur manni helst til hugar „Hvað verður hann stór? Er hann nálægt okkur eða fjarri okkur? Er hann stærstur hér eða stærri annars staðar?““ Aldís útilokar ekki að skjálftinn hafi verið manngerður vegna niðurdælingar á jarðhitavatni um borholur á Hellisheiði. Við erum vön bæði þessu sem við köllum náttúrulegum skjálftum, allt frá hverakeppum upp í þessa stóru. En svo erum við líka vön þessum manngerðu skjálftum, við vitum náttúrulegar ekki enn þá af hvorri tegundinni þetta er þó að mér sýnist Veðurstofan gera ráð fyrir að þetta sé af eðlilegum orsökum. Hvergerðingum og nærsveitamönnum var eðlilega mjög brugðið við skjálftann í nótt. „Mér fannst þetta vera lengi. Mér fannst rúmið hristast og húsið með. Enda var ég búin að heyra aðeins í hundunum mínum. Ég er með tvo hunda og þeir voru búnir að vera eitthvað órólegir,“ segir Anna Guðrún Halldórsdóttir, íbúi í Hveragerði.Var þetta óþægileg tilfinning?„Já maður veit aldrei hversu mikið þetta verður.“ „Maður hefur nú fundið þá marga miklu stærri, en hann hristist svolítið,“ segir Tómas Hassing, íbúi í Hveragerði.Hvernig lýsti hann sér?„Þetta var bara ekkert högg, hann bara hristist.“ „Ég vaknaði bara upp við þetta og það lék allt á reiðiskjálfi. Ég hugsaði bara til dætra minna sem voru sofandi inni í herbergjunum sínum og fór svo bara strax að fjarlægja allt úr gluggakistum ef það skyldi koma annar,“ segir Helga Dögg Snorradóttir, Hvergerðingur.Var þetta óþægileg tilfinning? „Já, maður veit aldrei hvenær þetta endar og hvað þetta verður mikið. Það er svona óvissan.“ Eldgos og jarðhræringar Hveragerði Tengdar fréttir Um þrjátíu eftirskjálftar og hátt í fjögur hundruð tilkynningar Hátt í fjögur hundruð tilkynningar frá nánast öllu suðvesturhorni landsins hafa borist Veðurstofu Íslands vegna snarps jarðskjálfta sem varð á Hellisheiði laust fyrir klukkan þrjú í nótt. 30. desember 2018 11:54 Öflugur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu Fannst greinilega víða um borg. 30. desember 2018 03:02 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Sjá meira
Íbúum í Hveragerði var mjög brugðið þegar jarðskjálftinn reið yfir í nótt þó þeir séu vanir ýmsu þegar jarðskjálftar eru annars vegar. Bæjarstjórinn útilokar ekki að um manngerðan skjálfta hafi verið að ræða vegna niðurdælingar á vatni á Hellisheiði. Magnús Hlynur Hreiðarsson hitti nokkra íbúa í Hveragerði í dag. Lífið gekk sinn vanagang í Hveragerði í dag eins og aðra daga þrátt fyrir jarðskjálftann í nótt sem vakti margra Sunnlendinga af værum blundi, og aðra íbúa í næsta nágrenni. Það voru þó ekki allir farnir að sofa í Hveragerði rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. „Ég var vakandi, Hvergerðingar voru margir hverjir að koma heim af hinu árlega Sölvaballi. Þetta var auðvitað eins og mjög þungur bíll keyrði á húsið,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. „Eins og allaf gerist þegar maður upplifir jarðskjálfta þá dettur manni helst til hugar „Hvað verður hann stór? Er hann nálægt okkur eða fjarri okkur? Er hann stærstur hér eða stærri annars staðar?““ Aldís útilokar ekki að skjálftinn hafi verið manngerður vegna niðurdælingar á jarðhitavatni um borholur á Hellisheiði. Við erum vön bæði þessu sem við köllum náttúrulegum skjálftum, allt frá hverakeppum upp í þessa stóru. En svo erum við líka vön þessum manngerðu skjálftum, við vitum náttúrulegar ekki enn þá af hvorri tegundinni þetta er þó að mér sýnist Veðurstofan gera ráð fyrir að þetta sé af eðlilegum orsökum. Hvergerðingum og nærsveitamönnum var eðlilega mjög brugðið við skjálftann í nótt. „Mér fannst þetta vera lengi. Mér fannst rúmið hristast og húsið með. Enda var ég búin að heyra aðeins í hundunum mínum. Ég er með tvo hunda og þeir voru búnir að vera eitthvað órólegir,“ segir Anna Guðrún Halldórsdóttir, íbúi í Hveragerði.Var þetta óþægileg tilfinning?„Já maður veit aldrei hversu mikið þetta verður.“ „Maður hefur nú fundið þá marga miklu stærri, en hann hristist svolítið,“ segir Tómas Hassing, íbúi í Hveragerði.Hvernig lýsti hann sér?„Þetta var bara ekkert högg, hann bara hristist.“ „Ég vaknaði bara upp við þetta og það lék allt á reiðiskjálfi. Ég hugsaði bara til dætra minna sem voru sofandi inni í herbergjunum sínum og fór svo bara strax að fjarlægja allt úr gluggakistum ef það skyldi koma annar,“ segir Helga Dögg Snorradóttir, Hvergerðingur.Var þetta óþægileg tilfinning? „Já, maður veit aldrei hvenær þetta endar og hvað þetta verður mikið. Það er svona óvissan.“
Eldgos og jarðhræringar Hveragerði Tengdar fréttir Um þrjátíu eftirskjálftar og hátt í fjögur hundruð tilkynningar Hátt í fjögur hundruð tilkynningar frá nánast öllu suðvesturhorni landsins hafa borist Veðurstofu Íslands vegna snarps jarðskjálfta sem varð á Hellisheiði laust fyrir klukkan þrjú í nótt. 30. desember 2018 11:54 Öflugur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu Fannst greinilega víða um borg. 30. desember 2018 03:02 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Sjá meira
Um þrjátíu eftirskjálftar og hátt í fjögur hundruð tilkynningar Hátt í fjögur hundruð tilkynningar frá nánast öllu suðvesturhorni landsins hafa borist Veðurstofu Íslands vegna snarps jarðskjálfta sem varð á Hellisheiði laust fyrir klukkan þrjú í nótt. 30. desember 2018 11:54
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent